Loading...
Fréttir og greinar2021-11-12T10:14:17+00:00

Við hvetjum til að vörur Carlsberg verði sniðgengnar hvar sem er í heiminum

Við hvetjum til að vörur Carlsberg verði sniðgengnar hvar sem er í heiminum þar sem þeir taka sína ítrustu einkahagsmuni og hagnað fram yfir mannréttindi og frið. Við viljum minna á að 3 milljónir manns deyja árlega ótímabærum dauða vegna neyslu áfengis í heiminum. Áfengisiðnaðurinn svífst einskis til að ná sér í sinn hagnað. Stysta leiðin til að stuðla að friði, koma í veg fyrir óeirðir, ofbeldi og ofríki er að draga úr neyslu áfengis í heiminum.

Hvít Jól 2021

          Hvít Jól átakið verður áberandi hjá IOGT í desember. Átakið gengur út á að fá fleiri fullorðna til að draga úr neyslu áfengis á hátíðardögunum. Við förum út á stræti

Ályktun NordAN 2021

Allsherjarþing NordAN 2021 vakti máls á afskiptum áfengisiðnaðarins af gerð áfengisstefnu í ýmsum löndum og samþykkti eftirfarandi ályktun 19. nóvember 2021 í Vilnius, Litháen. • Hörð hagsmunagæsla áfengisiðnaðarins er meginástæða þess að Evrópa hefur ekki náð þeim markmiðum sem sett hafa verið fram í mismunandi nálgunum og aðgerðaáætlunum. • Aðferðir iðnaðarins fela í sér hagsmunagæslu og rangfærslur um sönnunargögn um áfengistengls. • Þrýstingur iðnaðarins getur aðeins haft áhrif ef stjórnmálamenn leyfa það.

Samfélagsmynd

Við þurfum að verja náungann okkar fyrir ágangi iðnaðarins. Við öll vitum að við eigum að gæta systkyna okkar. Við þurfum að fylla líf okkar með góðum stundum þar sem við getum frjáls gert það sem okkur langar mest með þeim sem okkur þykir vænt um. Við þurfum að gæta okkar á að láta ekki gríðarlega vel skipulagða markaðssetningu blekkja okkur til að halda að áfengi sé nauðsyn. Áfengi er engin venjuleg neysluvara. Það er sýn okkar að samfélag sem er laust undan oki áfengis og annara vímuefna muni ganga margfalt betur og efli samfélagið.

Breytum rétt

Á meðan fátækt, óréttlæti og ójafnrétti finnst, getur enginn unað sér hvíldar. Það þarf ekki að gera svo mikið til að breyta lífi, Hafið samband í dag og byrjið á breytingunni.

Go to Top