24. nóvember 2021 Ályktun NordAN 2021

Skilvirk áfengisstefna er hindruð með afskiptum iðnaðarins.

Allsherjarþing NordAN 2021 vakti máls á afskiptum áfengisiðnaðarins af gerð áfengisstefnu í ýmsum löndum og samþykkti eftirfarandi ályktun 19. nóvember 2021 í Vilnius, Litháen.

• Hörð hagsmunagæsla áfengisiðnaðarins er meginástæða þess að Evrópa hefur ekki náð þeim markmiðum sem sett hafa verið fram í mismunandi nálgunum og aðgerðaáætlunum.
• Aðferðir iðnaðarins fela í sér hagsmunagæslu og rangfærslur um sönnunargögn um áfengistengls.
• Þrýstingur iðnaðarins getur aðeins haft áhrif ef stjórnmálamenn leyfa það.

Svo lengi sem aðgengi að áfengi hefur verið stjórnað hafa haghafar áfengisiðnaðarins haft afskipti af framkvæmd áfengisstefnu og að samfélög nái markmiðum um lýðheilsu. Sama hversu margar rannsóknir og skýrslur eru til sem sýna neikvæð áhrif áfengisneyslu, getum við ekki séð að það hafi áhrif á takmörkun aðgengis að áfengi á neinn alvarlegan hátt. Vegna ágengrar og markvissrar markaðssetningar áfengisiðnaðarins eru stúlkur og konur á öllum aldri sérstaklega viðkvæmar.

Þannig er það einnig á Norðurlöndum og í Eystrasaltslöndunum. Í löndum með trausta áfengisstefnu þrýstir áfengisiðnaðurinn á að veikja núverandi sannreyndar og gagnreyndar ráðstafanir. Í löndum þar sem engar slíkar yfirgripsmiklar stefnur eru, sér áfengisiðnaðurinn sér leik á borði. Þetta er ein ástæða þess að mörgum löndum, og Evrópu í heild, hefur ekki tekist að uppfylla þau markmið sem sett hafa verið fram í mismunandi nálgunum og aðgerðaáætlunum. Við hvetjum öll stjórnvöld og ríkisstofnanir til að viðurkenna að það eru mistök að líta á samtök fyrirtækja og atvinnulífs með sína hagsmunaárekstra sem hagsmunaaðila í umræðum um áfengismál.

Aðferðir áfengisiðnaðarins                                                 

Það eru tvær megin leiðir hvernig áfengisiðnaðurinn hefur áhrif á stefnumótunun. Í fyrsta lagi er bein hagsmunagæsla þeirra, þar sem áfengisiðaðurinn eru oft mun áhrifaríkari en lýðheilsustofnanir, miðað við fjármagn þeirra. Við getum komið með dæmi frá Finnlandi, þar sem samkvæmt rannsókn frá 2019 var upphaflegur tilgangur breytinga á áfengislögum að draga úr áfengistengdum skaða, en vegna hagsmunagæslu áfengisiðnaðarins var markmiði umbóta breytt í frjálsræði. Á Írlandi komst Alcohol Action Ireland að því að hagsmunaaðilar áfengisiðnaðarins hittu ráðherra ríkisstjórnarinnar, háttsetta embættismenn og þingmenn árið 2018 oftar en 350 sinnum árið sem þingið ræddi löggjöf sem ætlað er að berjast gegn skaðlegri áfengisneyslu.

Annað er hvernig áfengisiðnaðurinn og þeirra samstarfsaðilar hafa samskipti við almenning og hvað þeir birta um mismunandi skaða sem tengjast áfengisneyslu. Til dæmis eru sannanir fyrir því að áfengisiðnaðurinn gefi stundum rangar upplýsingar eða gerir lítið úr vísbendingum um áfengistengda hættu á krabbameini.

Nýleg rannsókn í Journal of Studies on Alcohol and Drugs sýndi hvernig upplýsingarnar sem áfengisiðnaðurinn gefur út virka til að valda vafa og óvissu. „Útgefin ummerkin sem þau skilja eftir sig í vísindabókmenntum auka getu samstarfsaðila áfengisiðnaðarins til að halda fram trúverðugum fullyrðingum um að upprunalegu niðurstöðurnar hafi verið umdeildar.“

Samráð WHO (Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar)

Hagsmunir lýðheilsu og áfengisiðnaðar eru í grundvallaratriðum á skjön. Það er því brýnt að WHO og aðildarríkin verndi mótun og framkvæmd lýðheilsustefnu fyrir áhrifum áfengisiðnaðarins. Hvaða svigrúm sem áfengisiðnaðurinn hefur er veruleg hætta á að þeir nota það til að lögfesta þátttöku sína í stefnumótun. Í ljósi áframhaldandi samráðs WHO um alþjóðlegu áfengisaðgerðaáætlunina er rétti tíminn til að tryggja að framtíðarstefnu áfengis sé laus við afskipti áfengisiðnaðarins.
Hver sem styrkleiki þessara atvinnugreina áfengisiðnaðarins er, takmarkast áhrif þeirra af því sem stjórnmálamenn leyfa þeim að gera. Það veldur því á pólitískum vilja til að taka upp gagnreynda stefnu.