Aðalsteinn Gunnarsson framkvæmdastjóri IOGT á Íslandi sendi frá sér grein í fjölmiðla 15. október 2021:

Í umræðunni undanfarna daga hefur verið kallað eftir að áfengi og önnur vímuefni séu uppi á borðinu í ríkisstjórnarmyndunarviðræðum. Gríðarleg frekja iðnaðarins stendur á bakvið áróður um að frelsa aðgengi til þess eins að skila meiri hagnaði til hluthafanna. Í langan tíma hafa haghafar iðnaðarins reynt að hafa áhrif á ákvarðanatöku stjórnvalda bæði hérlendis og á heimsvísu. Það hefur alltaf verið ljóst að frekustu einstaklingarnir gelta hæst þó þeir viti af óhollustu sinnar framleiðslu. Risa samsteypur sem eiga fjölda áfengismerkja sem svífast einskis í markaðssetningu bara til að græða sinn hagnað án tillits til neikvæðra afleiðingar neyslunnar. Iðnaðurinn er með her manns í vinnu til að tryggja að almenningur fái ekki að vita sannleikann um eitrunaráhrif áfengis á líkamann sem veldur neikvæðum langtímaáhrifum svo sem krabbameini. Nánast á hverjum degi koma fram rannsóknir sem sýna enn og aftur óhollustu áfengis. Nýjasta rannsóknin sýnir að neysla áfengis getur valdið gáttatifi. Það er ekki áfengið sjálft sem skapar rómantík eins og haldið er fram í markaðssetningunni og neikvæðar afleiðingar áfengisneyslunnar eru langt frá því að vera rómantískar. Hér er um að ræða gríðarlegir hagsmunir fárra aðila. Við erum sammála um að ríkisvaldið þurfi að hafa umræðuna uppi á borðinu alla daga því neikvæðar afleiðingar neyslunnar snerta alla þætti samfélagsins. Allir ráðherrar þurfa að verjast ágangi áfengisiðnaðarins. Forvarnastefna ríkisstjórnarinnar þar að vera sterk og styðjast við þau lög sem hafa varið samfélagið gegn árásum vímuefnaiðnaðarins. Við þurfum sannarlega að efla forvarnir þó sérstaklega grasrótina sem hefur lyft grettistaki oft og mörgum sinnum til að koma samfélaginu á þann stað þar sem við fáum að njóta okkar. Ríkisvaldið þarf að tryggja að við fáum frelsi undan áfengisiðnaðinum til að velja okkur vímuefnalausan lífsstíl. Allir í samfélagið þurfa að gæta sinna bræðra og systra. Einstaklingar, hópar, félög og fyrirtæki verða að gæta sín á að hvetja ekki aðra til að byrja að neyta áfengis eða annara vímuefna. Þeir sem vinna með fullorðnum, börnum og ungmennum þurfa að vera góð fyrirmynd í þeirra lífi. Það þarf allt þorpið til að ala upp barn. Það er okkar hlutverk að huga hvert að öðru. Við þurfum að verja náungann okkar fyrir ágangi iðnaðarins. Við öll vitum að ég á að gæta bróður míns. Við þurfum að fylla líf okkar með góðum stundum þar sem við getum frjáls gert það sem okkur langar mest með þeim sem okkur þykir vænt um. Við þurfum að gæta okkar á að láta ekki gríðarlega vel skipulagða markaðssetningu blekkja okkur til að halda að áfengi sé nauðsyn. Áfengi er engin venjuleg neysluvara. Það er sýn okkar að samfélag sem er laust undan oki áfengis og annara vímuefna muni ganga margfalt betur og efla einstaklingana sem þar eru og auka vellíðan.