IOGT á Íslandi

IOGT á Íslandi halda úti ýmsum verkefnum sem hafa að leiðarljósi að byggja upp og styrkja einstaklinga. IOGT hefur haft á stefnuskrá sinni að bæta samfélagið í öllum sínum verkefnum. Sagan ber með sér að IOGT hefur komið víða við og á eftir að gera margt í framtíðinni. Hér á vefnum gefst tækifæri til að kynna sér sumt af því sem er í boði og hvað er á bakvið.  Eitt af verkefnum IOGT eru forvarnir á breiðum grunni. IOGT er í samstarfi við mörg önnur félagasamtök og lætur sér varða það sem er að gerast á þeim vettvangi.


 

02.05.2017
Landsþing IOGT

Landsþing IOGT 2. maí 2017 19:00

Landsþing IOGT í Víkurhvarfi 1 á þriðju hæð Þriðjudagskvöld 19:00
Landsþing IOGT verður haldið á auglýstum tíma, þriðjudaginn 2. maí 2017 klukkan 19:00.
Byrjað verður með mat og eru fulltrúar hvattir til að mæta.  
Meira
04.04.2017
Opið bréf til dómara Gettu betur
Björn Sævar Einarsson

Kæri Steinþór, ég kýs frekar að trúa því að þessi orð þín séu sögð í hugsunarleysi en að þú sért svona hliðhollur áfengisiðnaðinum og ég óska þér alls hins besta.

Meira
01.04.2017
Allraheill
facebook 1

Aðalsteinn Gunnarsson skrifaði í Morgunblaðið

Stjórnvöld, sveitarfélög og fjölmörg almannasamtök hafa með stefnumörkun og beinum aðgerðum með sterku lagaumhverfi, unnið markvisst að því að draga úr áfengisneyslu íslenskra ungmenna með góðum árangri. Þeim árangri má ekki stofna í hættu. Við hvetjum því alþingismenn til þess að fella frumvarpið.

Meira
17.03.2017
Umsögn IOGT á Íslandi 2017
IOGT á Íslandi

Umsögn IOGT á Íslandi um ,,frumvarp um breytingu á lögum um verslun með áfengi og tóbak, lögum um aukatekjur ríkissjóðs, áfengislögum og lögum um gjald af áfengi og tóbaki, með síðari breytingum (smásala áfengis). 146. löggjafarþing 2016–2017. Þingskjal 165  —  106. mál.“ [1]

IOGT á Íslandi leggst gegn umræddu frumvarpi og telur að samþykkt þess muni leiða til aukinnar áfengisneyslu í landinu. Það mun auka þann vanda sem neysla áfengis veldur. Áfengi er engin venjuleg neysluvara heldur lífrænt leysiefni, eitur sem er notað sem hugbreytandi vímuefni og er fíkniefni og eiturlyf. Áfengi hefur mikla sérstöðu sem lögleg vara og fráleitt að um hana þurfi að gilda sömu viðmið og ýmsar aðrar vörur. [2]

Bindindissamtökin IOGT vinna mikið með almenningi í grasrótarstarfi, þar kemur fram mikil andúð samfélagsins á frumvarpinu og er fjöldi kannana sem staðfesta það.[3]

Meira