IOGT á Íslandi

IOGT á Íslandi halda úti ýmsum verkefnum sem hafa að leiðarljósi að byggja upp og styrkja einstaklinga. IOGT hefur haft á stefnuskrá sinni að bæta samfélagið í öllum sínum verkefnum. Sagan ber með sér að IOGT hefur komið víða við og á eftir að gera margt í framtíðinni. Hér á vefnum gefst tækifæri til að kynna sér sumt af því sem er í boði og hvað er á bakvið.  Eitt af verkefnum IOGT eru forvarnir á breiðum grunni. IOGT er í samstarfi við mörg önnur félagasamtök og lætur sér varða það sem er að gerast á þeim vettvangi.


 

25.05.2016
Áfengisiðnaðurinn skorar á EM 2016
IMG_5402
Þar sem ég horfði á sjónvarp í gærkvöldi eftir fréttir sá ég sérstaka áfengisauglýsingu tengda EM í fótbolta og ég hugsaði að áfengisiðnaðurinn er stór sigurvegari á íþróttahátíðinni sem er að fara í gang í Frakklandi. Sigurinn er á heimsvísu. Sigur áfengisiðnaðarins felst fyrst og fremst í þeim aðgangi sem áfengisiðnaðinum er veittur að okkar auglýsingamarkaði sem er lögbrot. Meira
03.05.2016
Ný stjórn IOGT á Íslandi
IOGT á Íslandi

Ný stjórn var kjörin á Landsþingi IOGT í kvöld og óskum við þeim velfarnaðar og þökkum þeim sem hafa lagt okkur lið til þessa dags.

Formaður: Björn Sævar Einarsson, Varaformaður Jakob Gunnarsson, Ritari Jóna Karlsdóttir, Gjaldkeri Stefnir Páll Sigurðsson. Meðstjórnendur eru; Anna S. Karlsdóttir, Jóhannes Ævar Hilmarsson, Inga G. Aradóttir, Loftur B. Hauksson og Kristín Þóra Gunnarsdóttir. Varamenn eru Guðjón B. Eggertsson, Mjöll Matthíasdóttir og Guðlaugur Fr. Sigmundsson.

Meira
30.04.2016
Landsþing IOGT 3. maí 19:00
IOGT á Íslandi

Landsþing Bindindissamtakanna IOGT á Íslandi
 þriðjudaginn 3. maí 2016 
Brautarholti 4a kl.19:00 – 22:00
Súpa og brauð á undan fundi.
Kaffiveitingar eftir fund.
Fjölmennum félagar.

Meira
30.04.2016
Ungass
Ungass Auglýsing IOGT og Ísland
Vel heppnuð ráðstefna var í samstarfi IOGT og íslenska ríkisins þar sem staðfest var að okkar forvarnastefna virkar einstaklega vel og þarf að standa vörð um hana. Meira