IOGT á Íslandi

IOGT á Íslandi halda úti ýmsum verkefnum sem hafa að leiðarljósi að byggja upp og styrkja einstaklinga. IOGT hefur haft á stefnuskrá sinni að bæta samfélagið í öllum sínum verkefnum. Sagan ber með sér að IOGT hefur komið víða við og á eftir að gera margt í framtíðinni. Hér á vefnum gefst tækifæri til að kynna sér sumt af því sem er í boði og hvað er á bakvið.  Eitt af verkefnum IOGT eru forvarnir á breiðum grunni. IOGT er í samstarfi við mörg önnur félagasamtök og lætur sér varða það sem er að gerast á þeim vettvangi.


 

17.03.2017
Umsögn IOGT á Íslandi 2017
IOGT á Íslandi

Umsögn IOGT á Íslandi um ,,frumvarp um breytingu á lögum um verslun með áfengi og tóbak, lögum um aukatekjur ríkissjóðs, áfengislögum og lögum um gjald af áfengi og tóbaki, með síðari breytingum (smásala áfengis). 146. löggjafarþing 2016–2017. Þingskjal 165  —  106. mál.“ [1]

IOGT á Íslandi leggst gegn umræddu frumvarpi og telur að samþykkt þess muni leiða til aukinnar áfengisneyslu í landinu. Það mun auka þann vanda sem neysla áfengis veldur. Áfengi er engin venjuleg neysluvara heldur lífrænt leysiefni, eitur sem er notað sem hugbreytandi vímuefni og er fíkniefni og eiturlyf. Áfengi hefur mikla sérstöðu sem lögleg vara og fráleitt að um hana þurfi að gilda sömu viðmið og ýmsar aðrar vörur. [2]

Bindindissamtökin IOGT vinna mikið með almenningi í grasrótarstarfi, þar kemur fram mikil andúð samfélagsins á frumvarpinu og er fjöldi kannana sem staðfesta það.[3]

Meira
16.03.2017
Umsögn Núll Prósent hreyfingarinnar 2017
Logo Null Prosent

Umsögn Núll Prósent hreyfingarinnar um frumvarp til laga um breytingu á lögum um verslun með áfengi og tóbak, lögum um aukatekjur ríkissjóðs, áfengislögum og lögum um gjald á áfengi og tóbaki, með síðari

breytingum (smásala áfengis) - 146. löggjafarþing 2016-2017. Þingskjal 165 - 106. mál.[1]

Núll Prósent ungmennahreyfing IOGT er alfarið á móti þessu frumvarpi. Undanfarin ár hefur risið upp bylgja þekktra aðila sem telja að áfengi passi ekki lengur inn í sinn lífsstíl. Fjöldi fólks kvartar undan þrýstingi áfengisiðnaðarins og kallar eftir minni áfengisneyslu í samfélaginu.

Hér er um að ræða tillögu sem varðar mikla samfélagslega hagsmuni. Við förum þess á leit að fulltrúar okkar á Alþingi tryggi henni vandaða málsmeðferð sem byggir á langtímastefnumörkun í forvörnum og lýðheilsu. Heimsbyggðin horfir núna til Íslands sem fyrirmyndar í forvarnamálum vegna góðs árangurs.[2]

Meira
15.03.2017
Umsögn Æskunnar um áfengisfrumvarp 2017
IOGT tillaga 1 valið merki PNG
Barnahreyfing IOGT á Íslandi tekur skýra afstöðu gegn frumvarpinu sem eykur frelsi til sölu áfengis og tekur úr gildi auglýsingabann sem gildir um áfengi. Frumvarpið gengur freklega á rétt barna og ungmenna til að vera laus við þrýsting frá áfengisiðnaðinum um að þau byrji áfengisneyslu. Æskan Barnahreyfing IOGT á Íslandi óskar eftir því að þingmenn, samtök, félög og hreyfingar sem vinna með einum eða öðrum hætti að hagsmunum barna og ungmenna geri slíkt hið sama. Það er stefna okkar að vernda hag barna gegn óæskilegum utanaðkomandi áhrifum sem gætu haft áhrif á líf þeirra. Meira
06.03.2017
Opið bréf Nordan til þingmanna
facebook 1

hér kemur frá þeim opið bréf til þingmanna vegna frumvarps um breytingar á áfengislöggjöfinni

Nordan, sem eru regnhlífasamtök forvarnasamtaka á norðurlöndum og við Eystrasalt hafa með stuðningi EUROCARE og 62 annarra evrópskra og alþjóðlegra stofnana og samtaka hefur sent opið bréf til allra alþingismanna þar sem þeir eru hvattir til að hætta við frumvarp um að afnema ríkiseinkasölu á áfengi og banni við áfengisauglýsingum.  

Meira