IOGT á Íslandi

IOGT á Íslandi halda úti ýmsum verkefnum sem hafa að leiðarljósi að byggja upp og styrkja einstaklinga. IOGT hefur haft á stefnuskrá sinni að bæta samfélagið í öllum sínum verkefnum. Sagan ber með sér að IOGT hefur komið víða við og á eftir að gera margt í framtíðinni. Hér á vefnum gefst tækifæri til að kynna sér sumt af því sem er í boði og hvað er á bakvið.  Eitt af verkefnum IOGT eru forvarnir á breiðum grunni. IOGT er í samstarfi við mörg önnur félagasamtök og lætur sér varða það sem er að gerast á þeim vettvangi.


 

10.01.2017
Æskustarfið er hafið
Sigurbjörg Helga Sigurgeirsdóttir
Skráning er að hefjast á nýtt námskeið Æskunnar „Heima Alein", sem er sjálfstyrkingarnámskeið, með verkefnum, leikjum og þrautum við hvers hæfi, þar sem börn geta verið þau sjálf.
Verkefnið er opið strákum og stelpum frá 6 til 13 ára frá janúar til maí.
„Heima Alein" verkefnið er í öruggu umhverfi Æskunnar, þar sem áhersla er lögð á að hafa gaman og skemmta sér fyrir alvöru.
Með leik og starfi muni börnin læra sitt lítið af hverju eins og að elda sér hollan mat, sauma, gæta plantna ofl. verkefninu er ætlað að þróa samskiptafærni, virkni og samstöðu allan tímann.
Markmið okkar:
Bindindi- öll verkefni okkar ganga út á að benda á leiðir til að lifa lífinu án áfengis eða annarra vímuefna. Æskan er öruggt umhverfi fyrir börn.
Lýðræði - Í Æskunni er að fá allar þátt og taka ákvarðanir. Starfsemi þar sem börn geta haft áhrif verður bæði skemmtilegra og meira hvetjandi.
Láttu barnið þitt verða hluta af spennandi fræðsluverkefni! (takmarkaður fjöldi).
Meira
10.01.2017
Þolinmæði okkar er á þrotum!
IOGT á Íslandi
Þolinmæði forvarasamtaka er á þrotum. Brot á áfengislögum flæða yfir okkur frá áfengisiðnaðinum sem svífst einskis í markaðssetningu. Lögin eru skýr og það af góðri ástæðu. Áfengi er engin venjuleg neysluvara! Áfengisauglýsingar og markaðssetning áfengis leiðir til þess að neytendur byrja fyrr og nota meira áfengi en ella.
Hið virta vísindatímariti Addiction mun birta sérstaka útgáfu Í dag með efni sem fjallar um markaðssetningu áfengis. Nokkrir af mest leiðandi vísindamönnum heims hafa unnið í 40 ár eða meira með frjálsum félagasamtök í forvörnum (þ.mt IOGT International) til að margfalda bergmál í fjölmiðlum og netmiðlum. http://onlinelibrary.wiley.com/…/10.11…/add.v112.S1/issuetoc
Við skulum ekki sætta okkur lengur við svona freklegan yfirgang áfengisiðnaðarins gagnvart okkur, okkar börnum og ungmennum. Við viljum ekki að neinir hvetji okkar börn og ungmenni til neyslu.
IOGT á Íslandi
Meira
10.01.2017
Kostnaður vegna ölvunarslysa fjórfaldast milli ára. Fleiri aka eftir einn.
helgi_seljan
Bindindissamtökin IOGT óska landslýð öllum gleðilegs árs með þökk fyrir liðveizlu svo margra við málstað heilbrigðra og hollra lífshátta. Hlutverk okkar samtaka, sem eru nú rúmlega 130 ára gömul, er fyrst og síðast barátta gegn böli áfengisins. Sannleikurinn er sá að söm er þörfin fyrir kröftugt andóf gegn ásókn áfengisauðvaldsins sem einskis svífst og hefur ótakmarkaða fjármuni til sinnar óþokkaiðju. Sárara er þó að sjá þá sem ég kalla þjóna þessa auðvalds reyna að auka sem mest á þann vanda er af áfenginu stafar, raunveruleikinn falinn á bak við allt frelsishjalið, því flærð ar hjali um góðar guðaveigar án allra illra afleiðinga, sem einkennir þessa orðræðu alla. Meira
31.12.2016
Áramótakveðjan 31.12.2016
iogt_leggdulid2
 Það er ærin ástæða fyrir því að IOGT er starfandi á Íslandi og við óskum eftir réttmætu tækifæri til að leggja lið í að efla lýðheilsu og styrkja samfélagið. Meira