Samfélagsmynd
Við þurfum að verja náungann okkar fyrir ágangi iðnaðarins. Við öll vitum að við eigum að gæta systkyna okkar. Við þurfum að fylla líf okkar með góðum stundum þar sem við getum frjáls gert það sem okkur langar mest með þeim sem okkur þykir vænt um. Við þurfum að gæta okkar á að láta ekki gríðarlega vel skipulagða markaðssetningu blekkja okkur til að halda að áfengi sé nauðsyn. Áfengi er engin venjuleg neysluvara. Það er sýn okkar að samfélag sem er laust undan oki áfengis og annara vímuefna muni ganga margfalt betur og efli samfélagið.