Loading...
Fréttir og greinar2021-11-12T10:14:17+00:00

Umræðan á að snúast um okkur!

Umræðan á að snúast um lýðheilsu, barnavernd, mannréttindi, velferð einstaklinga og samfélags. Markaðsöflin mega ekki fá lausan tauminn til að auka notkun áfengis. Áfengi er engin venjuleg neysluvara og það veldur skaða hjá einstaklingi og samfélaginu upp á 150 milljarða króna á ári. Breytingarnar sem þrýst er á um hér munu auka þann kostnað um a.m.k.14%.

Ný skýrsla sýnir sögulega breytingu á áfengisvenjum ungs fólks í Svíþjóð

Ungt fólk um allan hinn vestræna heim drekkur minna. Í Svíþjóð hefur þessi samdráttur verið áberandi frá því snemma á tíunda áratugnum, þegar til dæmis 8 af hverjum 10 nemendum í níunda bekk drukku áfengi, samanborið við í dag þegar aðeins 4 af hverjum 10 gera það. Hlutfall 15-24 ára sem telja sig ekki þurfa áfengi til að skemmta sér hefur aukist úr 1 af tveimur árið 2009 í 3 af hverjum 4 í könnuninni í ár.

Breytum rétt

Á meðan fátækt, óréttlæti og ójafnrétti finnst, getur enginn unað sér hvíldar. Það þarf ekki að gera svo mikið til að breyta lífi, Hafið samband í dag og byrjið á breytingunni.

Go to Top