Kópavogur 4. mars 2022

Fréttatilkynning IOGT á Íslandi

 

Hvers vegna styður Carlsberg við ógnarstjórn Pútins þegar önnur fjölþjóðleg fyrirtæki flýja?

Flest ríki heims fordæma ógnarstjórn Pútins fyrir árás á Úkraínu.

Meginþorri fjölþjóðlegra fyrirtækja slíta núna á tengsl sín við Pútín og hætta starfsemi í Rússlandi. Stóru olíufélögin BP og SHELL hafa tilkynnt með áberandi hætti opinberlega lokanir á þeirra starfsemi í Rússlandi. Hins vegar heldur Carlsberg enn þá áfram samstarfi við hernaðarmaskínu Pútins öfugt við fjölda annara fyrirtækja.

Hvers vegna er Carlsberg enn þá í Rússlandi?

Carlsberg verður áfram í Rússlandi á meðan fjöldi annara fjölþjóðlegra fyrirtækja hverfa þaðan vegna innrásar Vladimir Pútin í Úkraínu og þeirra fjárhagshafta sem aðrar þjóðir hefa sett á Rússland. Höft sem eru sett á Rússland af Bandaríkjunum og Evrópusambandsins og miða að því að trufla efnahaginn til að flýta fyrir enda innrásar í Úkraínu.

Höftin hvetja fyrirtæki með starfsemi í Rússlandi til að draga sig til hlés. Hins vegar heldur Carlsberg áfram með sína starfsemi.

Hvers vegna heldur Carlsberg enn þá í tengsl sín við Rússlandi?

Svarið liggur í gríðarlegum hagnaði áfengisframleiðandans á starfsemi sinni í Rússlandi.

Meira en þriðjungur markaðshlutar Carlsberg (39%), fjórðungur af tekjum (25%), og næstum fjórðungur af hagnaði (24%) kemur frá mið og austurhluta Evrópu samkvæmt ársskýrslunni 2021. Fyrir Carlsberg er þetta mjög ábatasamur markaður sem að megninu er stýrt frá Rússlandi. Í fyrra jók Carlsberg bjórneyslu um 4.9% sem jók tekjurnar um 10.1%

Carlsberg í Rússlandi er með átta verksmiðjur, 27% markaðshlut og situr í öðru sæti á markaðnum.

Carlsberg framleiðir mest af bjór í Rússlandi í gegnum eignarhald sitt á Baltika Breweries. Megnið af aðdrætti Baltika, framleiðsla og neytendur eru staddir í Rússlandi sem dregur úr áhrifum viðskiptahindrana annara þjóða.

Þetta sýnir að áfengisiðnaðurinn þrífst á og græðir gríðarlega á markaðnum í Rússlandi. Sannarlega fær Carlsberg gríðarlega mikið af sínum blóðpeningi þar.

Við hvetjum til að vörur Carlsberg verði sniðgengnar hvar sem er í heiminum þar sem þeir taka sína ítrustu einkahagsmuni og hagnað fram yfir mannréttindi og frið.

Við viljum minna á að 3 milljónir manns deyja árlega ótímabærum dauða vegna neyslu áfengis í heiminum. Áfengisiðnaðurinn svífst einskis til að ná sér í sinn hagnað.

Stysta leiðin til að stuðla að friði, koma í veg fyrir óeirðir, ofbeldi og ofríki er að draga úr neyslu áfengis í heiminum.

Nánari upplýsingar: https://movendi.ngo/news/2022/03/01/beer-giant-carlsberg-stays-tied-to-putins-regime/