Málþingið ber upp á 16. júní, en þá er liðinn hálfur áratugur síðan ÁTVR kærði netsöluaðila áfengis. Forvarnarsamtökin hafa lengi kallað á að niðurstaða fáist í þeim kærum, án árangurs. Þá hafa samtökin skorað á yfirvöld að hvika í engu frá samþykktri lýðheilsustefnu til ársins 2030 og markmiðum gildandi laga um einkasölu ÁTVR á áfengi. Á málþinginu er fjallað um stefnu stjórnvalda í áfengis- og vímuvörnum, íþróttahreyfinguna og forvarnir, nýja skýrslu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar og um stöðu ÁTVR í ljósi ferils kærumála á hendur netsöluaðilum áfengis. Fjallað er um afstöðu Íslendinga til bindindismála í gegnum tíðina á líflegan hátt og starf forvarnarsamtaka. Þá verða pallborðsumræður þar sem þingmenn lýsa afstöðu stjórnmálaflokka til lýðheilsu og áfengis. Málþingið verður haldið í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins kl.13.-15 Öll eru velkomin á þeim að kostnaðarlausu. Dagskrá málþingsins: Kl.13:00 Setning og tilgangur málþings Árni Einarsson framkvæmdastjóri Fræðslu og forvarna –félags áhugafólks um forvarnir og heilsueflingu Kl.13:00 Ávarp DrHans Henri P. Kluge Umdæmisstjóri skrifstofu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar fyrir Evrópu (fjarávarp) Kl. 13:20 Lýðheilsa og ný áfengis-og vímuvarnarstefna Ávarp Alma D Möller heilbrigðisráðherra Kl.13:30 Íþróttahreyfingin og áfengisforvarnir Ávarp Willum Þór Þórsson forseti Íþrótta-og Ólympíusambands Íslands Kl. 13:40 Hvernig má nýta skýrslu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Nordic alcoholmonopolies-Understanding their role in a comprehensive alcoholpolicy and public health significance á Íslandi. María Heimisdóttir landlæknir Kl.13:50 Staða ÁTVR í ljósi ferils kærumála á hendur netsöluaðilum áfengis Bjarki Már Baxter lögmaður Kl.14:00 “Alls engir skrælingjar…”-Íslendingar, áfengið og orðsporið Fjallað um afstöðu Íslendinga til bindindismála í gegnum tíðina á líflegan hátt. Stefán Pálsson sagnfræðingur Kl.14:10 Panelumræður-Erum við á réttri leið? Viðhorf alþingismanna til lýðheilsu og áfengis. Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir (Flokkur Fólksins) Ingibjörg Isaksen (Framsókn) Sigríður Á. Andersen (Miðflokkur) Sigurþóra Bergsdóttir (Samfylking) Vilhjálmur Árnason (Sjálfstæðisflokkur) og Grímur Grímsson (Viðreisn). Panelstjórnandi Eyrún Magnúsdóttir blaðamaður Kl. 14:45 Mikilvægi þess að koma réttum upplýsingum til almennings-Starf forvarnarsamtaka Björn Sævar Einarsson formaður IOGT á Íslandi og Árni Guðmundsson formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum Kl.14:55 Málþingsslit Siv Friðleifsdóttir málþingsstjóri
Næstkomandi mánudag, þann 16. júní, standa IOGT á Íslandi, Fræðsla og forvarnir – félag áhugafólks um forvarnir og heilsueflingu, Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum, og SAFF-Samstarf félagasamtaka í forvörnum fyrir málþinginu fyrir málþinginu Flöggum fána lýðheilsu! – málþing um áfengi og lýðheilsu.