Karlmenn fá krabbamein sem er oft hægt að forðast. Það þarf að hafa í huga að áfengisneysla er leiðandi áhættuþáttur fyrir krabbameinum karla. Við þurfum að efla vitund, viðbrögð og stefnu yfirvalda sem eru ennþá ófullnægjandi.

IOGT á Íslandi – leggur krafta sína í að auka vitneskju um krabbameinsbyrði hér og á heimsvísu og taka skref í áttina að koma betur í veg fyrir og draga úr krabbameini. Þörfin fyrir að auka krabbameinsvarnir og stýringu áfengisneyslu á Íslandi er gífurleg. Sem dæmi, varar WHO (Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni) við því að haldi núverandi þróun áfram mun heimurinn sjá 60% aukningu á krabbameinstilfellum næstu tvo áratugi. Mesta aukningin (áætluð 81%) í nýjum tilvikum mun eiga sér stað í lág-og meðaltekjulönd, þar sem lífslíkur er nú minnstar.

„Reyndar hafa vísindin vitað síðan á níunda áratugnum að áfengi veldur krabbameini. En við höfum áhyggjur af því að vitund almennings og stefna yfirvalda hafa hingað til verið ófullnægjandi. “

Áfengi olli því að 10,3 milljón lífsár töpuðust á heimsvísu árið 2016 vegna krabbameina, sem þýðir 4,2% af öllum æviárum sem tengjast örorku vegna krabbameins. Stærsti einstaki áhættuþátturinn fyrir brjóstakrabbameini á heimsvísu er áfengi. Áfengi veldur 650.000 dauðsföllum á hverju ári sem tengist krabbameinum. Nýleg gögn benda til þess að hlutfall krabbameins sem rekja megi til að neysla áfengis um allan heim hefur aukist.

Stór hluti áfengistengds krabbameins er upprunninn í lítilli áfengisneyslu. Fyrirbyggjandi aðgerðir á samfélagslegum grundvelli eru best til þess fallnar til að draga úr áfengistengdu krabbameini. Það er skattlagning, reglur um aðgengi að áfengi og áfengisauglýsingabann. „Krabbamein sem rekja má til áfengis er að hægt að koma í veg fyrir – með gagnreyndum aðferðum, hagkvæmum lausnum og áhrifaríkri áfengisstefnu, “segir Aðalsteinn Gunnarsson framkvæmdastjóri IOGT á Íslandi. “Gögn sýna það, að upplýsa fólk, auka vitund og skilning á krabbameinsáhættu vegna áfengis leiðir til meiri stuðnings við áfengisforvarnir og áfengislögin. Þetta mun leiða til verulegrar lækkunar á dánartíðni vegna krabbameins. Reikna má út að hægt er að draga úr dauðsföllum vegna krabbameins um 10% með bættri áfengisstefnu og með því að draga úr heildarneyslu áfengis um 30% á hvern íbúa. „Við skorum á stjórnvöld að setja forvarnir í þann í forgang sem þær eiga skilið sérstaklega gegn krabbameini út frá áfengisneyslu með innleiðingu áhrifaríkrar áfengisstefnu sem inniheldur sérstaka álagningu á áfengi, takmarkað aðgengi og auglýsingabann. „Við köllum eftir samfélagssamtali um raunveruleg áhrif áfengis, svo sem á krabbamein, til að vekja athygli almennings. “