Við trúum á breytingar

Þann 14. nóvember næstkomandi ætlum við að hafa opinn fund í kaffisalnum sem byrjar klukkan 19:00 með kvöldverði. Dagskrá fundarins verður tileinkuð skáldum og listamönnum Einingarinnar sem hafa verið virkir í gegnum tíðina. Umsjón með dagskránni hefur framkvæmdanefndin með Önnu Norðfjörð.

Einingin hefur í gegnum tíðina átt því láni að fagna að félagarnir hafa verið svo um munar virkir í félagsstarfinu frá stofnun Einingarinnar 1885. Í sögulegu samhengi má segja að Einingarfélagarnir hafi byrjað byltingu með því að kasta grjóti út í tjörnina í Reykjavík til að fylla upp land til að byggja nýtt félagsheimili IOGT. Það má segja að Einingin sé að stíga sín fyrstu spor í nýju félagsheimili IOGT í Víkurhvarfi 1 í Kópavogi. Til að ná meiri fótfestu og viðurkenningu í samfélaginu þurfum við nú að láta til okkar taka og bjóða almenningi að vera með.

Það er von okkar að þið fjölmennið og takið með ykkur gesti til að kynna þeim okkar heillandi félagsskap. Þessi fundur er liður í félagafjölgunarátaki okkar og er von okkar að fjölga félögum til muna.

  • IOGT á Íslandi stendur fyrir góð gildi.

  • IOGT trúir á jafnrétti án tillits til kyns, litarháttar, uppruna, trúar eða stjórnmálaskoðana

  • IOGT stendur fyrir bræðralag allra manna allra þjóða.

  • IOGT vill að allir eigi gæfuríkt líf án vímuefna

Dagskrá IOGT framundan er fjölbreytt og má sjá hér:

 

13/14.nóvember –       Heima Alein Barnastarf IOGT kl. 17:00

14.nóvember-            Einingin nr. 14 kl.19:00 Kvöldverður í boði stúkunnar.

15.nóvember-              Náum Áttum Morgunverðarfundur 8:30 – 10:00

17.nóvember-              Heima Alein Barnastarf IOGT kl. 17:00 – 22:00

20/21.nóvember-        Heima Alein Barnastarf IOGT kl. 17:00

21.nóvember-              Frón/Verðandi kl. 19:00 Vímulausi Dagurinn, vinnufundur

24.nóvember-              Gömludansakvöld í Danshöllinni 20:30 – 23:30

25.nóvember-              Orange Day Vímulaus dagur gegn kynbundnu ofbeldi

27/28.nóvember-        Heima Alein Barnastarf IOGT kl. 17:00

28.nóvember-            Einingin nr. 14 kl.19:00 Kvöldverður í boði stúkunnar.

01.desember-              Hvít Jól 1. desember til 6. janúar

02.desember-               Kaffimorgun í Vinabæ. kl.10:30 – 11:30

04/05.desember-         Heima Alein Barnastarf IOGT kl. 17:00

05.desember-             Freyja nr. 218 Jólafundur Hangikjöt með IOGT 19:00

11/12.desember-         Heima Alein Barnastarf IOGT kl. 17:00

12.desember-             Einingin nr. 14 Litlu jólin með sögum og súkkulaði

18/19.desember-         Heima Alein Barnastarf IOGT kl. 17:00

25.desember-               Orange Day-Vímulaus dagur gegn kynbundnu ofbeldi

28.desember-               Jólatréskemmtun í Víkurhvarfi kl.16:00

HVER STUND TELUR

Því fyrr sem einstaklingar velja sér vímulausan lífsstíl komar þeir til með að eiga gæfuríkara líf. Samfélagið verður heilla eftir því sem fleiri eru vímulausir.

DEILA ÞESSUM PÓSTI

BREYTTU LÍFINU Í DAG

Félagafjölgun IOGT og styrking félagsstarfsins haldast í hendur og er það hlutur félaga IOGT að fá með sér nýja félaga til að kynna sér hvað IOGT stendur fyrir.

Félagsheimili IOGT er í Víkurhvarfi 1 í Kópavogi  og er framkvæmdastjóri þar alla jafnan á dagvinnutíma. Sími: 511 1021 netfang: iogt@iogt.is vefur: www.iogt.is

Þú skiptir máli. Verum virkir þátttakendur sem félagar IOGT, verum áberandi, tökum með okkur gesti til að efla starfið og gera það líflegra. Sjáumst hress.

VOLUNTEER
DONATE NOW