Landsþing IOGT skorar á alþingismenn að standa vörð um þá heilbrigðisstefnu sem stjórnvöld og alþingi hafa samþykkt og felst í því að draga úr skaða sem notkun áfengis og annarra vímuefna veldur.
Landsþing IOGT skorar á alþingismenn að vinna markvisst að því að styrkja þá löggjöf sem er í gildi og heilbrigðisstefnan byggir á.
Landsþing IOGT skorar á alþingismenn að taka mark á þeim varnaðarorðum sem lögð hafa verið fram gegn tilslökunum á áfengislögunum. Það er áríðandi að reynsla og þekking þeirra sem vinna í forvörnum hér á landi sem og erlendis sé virt.
Landsþing IOGT varar við gríðarlegum þrýstingi áfengisiðnaðarins sem sér tækifæri til að auka áfengissölu til muna. Aukin notkun áfengis mun valda samfélaginu stórtjóni í auknum kostnaði og þjáningum.
Landsþing IOGT hvetur alþingismenn, stjórnir sveitarfélaga, félagasamtök, fyrirtæki og almenning til að standa vörð um okkar samfélag, börn og ungmenni sem eru framtíð landsins. Ekki láta undan þrýstingi áfengisiðnaðarins.