Rekstur ÁTVR byggir á augljósum lýðheilsu- og samfélagsástæðum sem felast meðal annars í því að takmarka aðgengi að áfengi og vinna gegn misnotkun áfengis og skaðlegum áhrifum þess.
Ólögleg netsala áfengis grefur undan markmiðum yfirvalda gagnvart almannaheillasjónarmiðum.
Á meðan ólögleg netsala áfengis hefur ekki verið stöðvuð hafa fjölmargar netverslanir sprottið upp. Með einföldum hætti má finna á þriðja tug netverslana sem selja og afhenda áfengi ólöglega beint af innlendum lager til neytenda. Hefur ÁTVR fengið upplýsingar um að m.a. ungmenni undir lögaldri, nýkomin með bílpróf, keyri áfengið út til jafnaldra sinna sem segja að það hafi aldrei verið auðveldara en nú að nálgast áfengi. Þá eru áfengisverslanir eða „afhendingarstaðir“ áfengis farnir að spretta upp víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu.
Lesa má ársskýrslu ÁTVR sem kom út á dögunum. Hér er hægt að sjá inngangin sem Ívar forstjóri skrifaði: