Nýjustu rannsóknir styðja við okkur!

Velferð og heilsa samfélagsins, samfélagsbragurinn er að verða betri með hverjum deginum. Ungt fólk í dag velur sér að öllu jafna heilbrigða lífshætti því þeir sjá í gegnum markaðssetningu á óhollustunni. Það getur verið auðvelt að ná sér í upplýsingar ef við lyftum höfði yfir síbyljuna. Hávaðinn frá þeim sem eru að markaðssetja er oft til þess að yfirgnæfa staðreyndir og sannleikann. Ýmsir fylgja gagnrýnilaust málgjalli þeirra sem hafa endurtekið lygina svo oft að það hljómar sem sannleikur.

Hér horfum við sérstaklega á áfengisiðnaðinn, þá sem koma að framleiðslu, hönnun, selja, framreiða og hvetja aðra til að nota. Í dag eru risafyrirtækjasamsteypur sem halda utan um langflestar áfengistegundir sem svífast einskis í markaðssetningunni. Í allt of langan tíma hafa þeir komist upp með að brjóta niður forvarnir, ýta undir að áfengi verði veitt sem víðast, helst allstaðar.

Það eru góðar ástæður fyrir að takmarkanir verða að gilda um sölu áfengis í einkasölu ÁTVR. Áfengi er engin venjuleg neysluvara vegna þess að hún inniheldur Etanól sem veldur ölvun, er krabbameinsvaldandi, tengist 200 sjúkdómum, leysir upp fjölskyldur og einstaklinga þar sem það er mjög ávanabindandi.

Nýjasta rannsóknin um skaðsemi áfengis á heilann https://alcoholandsociety.report/written-reports/alcohol-and-the-brain/#9223372036854775807 sýnir skýrt fleiri skammtímaáhrif ásamt langtímaáhrifum sem geta verið óendurkræf