Breiðfylking forvarnarsamtaka ræðir við ráðherra um lýðheilsu og ólöglega netsölu áfengis (english version below)
Þann 14. mars 2024 átti breiðfylking forvarnarsamtaka fund með dómsmálaráðherra til að undirstrika að lýðheilsa gangi framar markaðsvæddri netsölu áfengis. Óskað var eftir að ræða hvernig tryggja megi að landslögum sé fylgt og lýðheilsa varin eins og lög gera ráð fyrir. Á fundinum voru fulltrúar Samtakanna Fræðslu og forvarna-félags áhugafólks um forvarnir og heilsueflingu, Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum, IOGT á Íslandi og SAFF-Samstarf félagasamtaka í forvörnum, en sömu samtök stóðu að málþingi um lýðheilsu og áfengi þann 13. febrúar 2024 (upptaka af málþingi).
Áfengi sent heim á nokkrum mínútum í ólöglegri samkeppni við ÁTVR
Samtökin hafa áhyggjur af því að ekki skuli vera farið að landslögum hvað varðar rekstur netsölu með áfengi á Íslandi. Sú netsala sendir áfengi heim til einstakra neytenda á innan við 30 mínútum úr vöruhúsi sem er innanlands og er því smásala í samkeppni við ÁTVR. Neytendur geta einnig sótt vöruna beint í vöruhúsið. Í svari dómsmálaráðherra til Alþingis þann 11. desember 2023 er staðfest að slík sala sé ólögleg m.a. með staðfestingu á fyrri túlkun ráðuneytisins á lögunum frá 4. desember 2015 og tilkynningu um að til standi að lögleiða söluna. Netsalan fer því ekki fram í lagalegu tómarúmi eins og netsalarnir hafa reynt að halda á lofti.
Samtökin styðja gildandi lýðheilsustefnu og hafna að smásala í gegnum netið verði lögleidd
Ráðherra vill lögleiða heimild til reksturs innlendra vefverslana með áfengi í smásölu til neytenda eins og fram kom í ofangreindu svari ráðherra til Alþingis og leggja ÁTVR niður. Forvarnarsamtökin komu því á framfæri að þau hafna slíku. Lögleiðing væri kúvending á gildandi stefnu þar sem einkasala ríkis á áfengi er fyrirkomulag til að takmarka og stýra aðgengi að áfengi til að draga úr skaðlegum áhrifum og vernda ungt fólk gegn neyslu. Þá væri slíkt í hrópandi mótsögn við lýðheilsustefnu stjórnvalda til 2030 sem samþykkt var samhljóða á Alþingi nýlega. Þar segir m.a. að Íslendingar verði meðal fremstu þjóða í lýðheilsustarfi sem byggist á bestu vísindaþekkingu og reynslu. Þar segir einnig að stjórnvöld skuli hafa lýðheilsu að leiðarljósi við alla áætlanagerð og stefnumótun.
Einkasala ÁTVR er sterkasta forvörnin ásamt verðlagningu
Vitað er að einkasala ríkis á áfengi er ein virkasta forvörnin ásamt verðlagningu eins og vísindarannsóknir hafa sannað. Þess vegna er ekkert tilefni fyrir til slökun við að halda fast í gagnreynda áfengisstefnu eins og WHO bendir á í nýlegu bréfi til heilbrigðisráðherra þann 18. júlí 2023. Á fundinum drógu forvarnarsamtökin fram að gildandi lög og stefnur hafa lýðheilsu og samfélagslega ábyrgð að leiðarljósi. Slík rök vegi meira en markaðsvæðing áfengissölu með tilheyrandi samkeppni um að selja sem mest áfengi til sem flestra. Verði netsmásalan lögleidd falla því lýðheilsurök Íslands um að einkasala ÁTVR í smásölu sé grundvölluð á lýðheilsu og gangi því upp innan EES/ESB svæðisins.
Ráðherra ræður ekki einn
Samtökin bentu á að þótt ráðherra vonist eftir lagabreytingum í framtíðinni er ekki búið að breyta lögunum enn. Lögin standa. Dómsmálaráðherra ræður ekki einn. Ekkert bendir til þess að lögunum verði breytt á næstunni. Bæði heilbrigðisráðherra sem og varaformaður þingflokks Vinstri grænna og formaður velferðarnefndar Alþingis styðja ekki lögleiðingu smásölu áfengis í gegnum netið. Heilbrigðisráðherra vill þvert á móti herða reglur um áfengissölu. Raunveruleikinn veldur að sjálfsögðu netsölunum hugarangri eins og fram kom í erindi Félags atvinnurekenda til stjórnvalda árið 2021. Raunveruleikinn er sá að ólöglegar netsölur áfengis starfa nú óáreittar í trássi við einkaleyfi ÁTVR á smásölu og afhendingu áfengis á Íslandi. Þeim hefur stórfjölgað og eru nú 15-20 talsins að talið er. Slík staða er óásættanleg. Með þessum hætti er ekkert gefið fyrir lýðheilsu og forvarnir.
Netsala áfengis til ungmenna og eldri borgara
Samtökin telja að netsala áfengis beinist mest að tveimur hópum, eldri borgurum og ungmennum. Samtökin hafa áhyggjur af því að sá góði árangur sem náðst hefur varðandi ungmenni með “íslensku leiðinni“ glutrist niður. Íslenska leiðin felur í sér tvær stoðir. Þær eru takmarkað aðgengi að áfengi með einkasölu ÁTVR ásamt framúrskarandi og faglegu tómstunda- og íþróttastarfi. Ekki má kippa annarri stoðinni undan. Þá eru áhyggjur af vaxandi áfengisneyslu eldra fólks.
Beðið árum saman eftir niðurstöðu lögreglu
Vitað er að ÁTVR kærði netsölu þann 16. júní árið 2020 til lögreglu. Lögreglan hefur ekki komist að niðurstöðu í málinu þótt bráðlega séu liðin fjögur ár. Engar haldbærar skýringar hafa komið fram á þeim drætti. Forvarnarsamtökin hafa viðað að sér gögnum um netsölu áfengis frá ráðuneytum og stofnunum á grundvelli upplýsingalaga. Meðal þeirra gagna er minnisblað lögmannsstofu, unnið fyrir ÁTVR, um dóm Hæstaréttar Svíþjóðar í Winefinder málinu sem féll 7. júlí 2023. Í minnisblaðinu er dómurinn, sem fjallaði um netsölu áfengis, rakinn og komist að þeirri niðurstöðu að „Netsalarnir sem selja áfengi á íslenskum markaði selja vörur sem hafa þegar verið fluttar inn til landsins og tollafgreiddar. Slík sala er smásala hér á landi sem brýtur gegn einkarétti ÁTVR til smásölu áfengis og er því ólögleg.“
Beðið eftir Godot
Forvarnarsamtökin og fleiri lýðheilsuþenkjandi aðilar hafa reynt að fá svör frá stjórnsýslunni, sem helst tengist þessum málum, svo brugðist verði við þeirri ólögmætu stöðu sem nú er uppi. Hvorki lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, Halla Bergþóra Björnsdóttir, dómsmálaráðherra, Guðrún Hafsteinsdóttir, fjármála- og efnahagsráðherra, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, Umboðsmaður Alþingis, Skúli Magnússon, Ríkissaksóknari, Sigríður J. Friðjónsdóttir, né aðrir hafa enn brugðist við. Enginn tekur á þessu máli. Stjórnsýslan hefur ekki í áravís brugðist við þessari stöðu. Í réttarríki á ekki að þurfa að bíða eftir að lögum sé fylgt.
Í lok fundar afhentu samtökin ráðherra framangreind gögn. Einnig var afhent áskorun til alþingismanna frá 13. febrúar 2024 um að standa vörð um lýðheilsu og einkaleyfi ÁTVR til smásölu áfengis.
Gögn afhent ráðherra:
- Áskorun til alþingismanna um að standa vörð um lýðheilsu og einkaleyfi ÁTVR til smásölu áfengis frá 13. febrúar 2024
- Kæra ÁTVR til lögreglu frá 16. júní 2020
- Bréf WHO til heilbrigðisráðherra um mikilvægi einkasölu áfengis frá 18. júlí 2023
- Þýðing forvarnarsamtaka á bréfi WHO til heilbrigðisráðherra um mikilvægi einkasölu áfengis frá 18. júlí 2023
- Minnisblað Málþings lögmannsstofu um dóm Hæstaréttar Svíþjóðar í Winefinder málinu, unnið fyrir ÁTVR, frá 18. desember 2023
- Bréf innanríkisráðuneytis um smásölu áfengis frá 4. desember 2015
Coalition urges Icelandic government to prioritize public health over online alcohol sales
21.03.2024 – On March 14, 2024, a coalition of Iceland´s preventive organizations met with the Minister of Justice to emphasize the importance of public health over the market-driven online sale of alcohol. The meeting included representatives from various organizations such as IOGT Iceland, the Parental Association Against Alcohol Advertising, and the Collaboration of Preventive Associations (SAFF), who have previously organized a symposium on public health and alcohol in February 2024.
The coalition expressed concerns about the illegal online alcohol sales that deliver products to consumers within 30 minutes from a local warehouse, bypassing the state’s retail monopoly, ÁTVR. The Minister of Justice had previously confirmed to the parliament in December 2023 that such sales are illegal, undermining public health policies and the existing legal framework designed to minimize alcohol-related harm by controlling access through ÁTVR’s monopoly.
Despite the Minister of Justice’s indication of a potential legislative change to legalize these online sales and possibly dismantle ÁTVR’s monopoly, the organizations firmly opposed such a move. They argued it contradicts the public health policy goals set for 2030, aiming to position Iceland among the leading nations in public health efforts, based on scientific evidence and experience.
Highlighting the effectiveness of the state monopoly and pricing policy as primary preventive measures against alcohol abuse, the coalition referenced WHO’s recent communication to the health minister, advocating for the maintenance of evidence-based alcohol policies. They stressed that legalizing online sales would compromise these objectives, as well as Iceland’s reputation within the EEA/EU framework for prioritizing public health over market liberalization.
Additionally, the organizations raised concerns about the targeting of online alcohol sales towards young people and the elderly, potentially undermining the significant progress made in youth prevention through „The Icelandic Model.“ This model combines restricted alcohol access with robust recreational and sports programs.
The meeting concluded with the organizations presenting documents to the Minister of Justice and issuing a challenge to parliament members to protect public health and ÁTVR’s retail monopoly on alcohol. The situation remains tense, with no immediate legislative action anticipated, as both the Minister of Health and key parliamentary figures oppose the legalization of online alcohol retail, highlighting the ongoing struggle to align national policies with public health priorities.