2.0 ÁFENGI OG HEIMSMARKMIÐ SJÁLFBÆRRAR ÞRÓUNAR 2020 – 2030

Hér er skýrslan á íslensku í PDF
Hér er skýrslan á ensku í PDF

 

Hér er umsögn IOGT á Íslandi um innleiðingu Íslands á Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. IOGT á Íslandi hefur frá stofnun, árið 1884, unnið að þessum markmiðum og telur að fljótlegasta og skilvirkasta leiðin til að ná þeim sé að neyta ekki áfengis eða annarra fíkniefna.

Meðfylgjandi er ný og uppfærð útgáfa af bæklingum frá alþjóðahreyfingunni Movendi International,  um  neikvæð áhrif áfengis á Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Einnig fylgja nýjar upplýsingar um áfengi og COVID-19 frá Evrópuskrifstofu WHO.

Í bæklingnum eru tekin fyrir og sýnt hvernig áfengi hindrar og tálmar að við náum að uppfylla 14 af Heimsmarkmiðunum 17.

Movendi hreyfingin er helsti viðmælandi á heimsvísu í gagnreyndum ráðstöfunum á samfélagsgrunni til að koma í veg fyrir og draga úr því tjóni sem áfengi og önnur vímuefni valda. Almannaheillasamtökin IOGT á Íslandi eiga veg og vanda að þessari útgáfu á íslensku

Áfengisneysla er meðal stærstu áhrifaþátta á sjúkdómabyrði heimsins og lætur íslenskt samfélag ekki ósnortið, frekar en önnur. Við teljum að bæklingurinn sé mikilvægt innlegg í umræðu og ákvarðanatöku í áfengismálum á Íslandi. Það er von okkar að meðfylgjandi samantekt komi að góðum notum við stefnumörkun í lýðheilsumálum á Íslandi.

IOGT er tilbúið að að kynna samantektina og ræða nánar um einstök markmið. Drögum saman úr beinum og óbeinum kostnaði samfélagsins vegna neyslu áfengis og annarra vímuefna. Fjármunir eru samt ekki aðalatriðið þegar mannslíf eru í húfi. Heilbrigði og lýðheilsa þjóðarinnar er að veði. Áfengi kemur við sögu í yfir 200 sjúkdómstilfella og er þekktur krabbameinsvaldur.

Flestum er ljóst að áfengisneysla er meðal stærstu áhrifaþátta sjúkdómabyrði heimsins, líka á Íslandi, en hér er sýnt hve víðtæk og skaðleg áhrif áfengisneysla hefur á flest öll svið samfélagsins, bæði hér á Íslandi og á heimsvísu. Bæklingurinn er mikilvægt innlegg í umræðu, stefnumörkun,og ákvarðanatöku um hvernig við náum Heimsmarkmiðunum fyrir árið 2030 en það er ljóst að til að ná þeim þarf að lyfta Grettistaki í forvörnum gegn neyslu áfengis- og annarra fíkniefna, bæði á Íslandi og í öllum heiminum. Alþingi, ríkisstjórn, ríkisstofnanir, fyrirtæki, félagasamtök, og almenningur verða því að leggjast á eitt til að minnka neysluna og stíga þannig stórt skref að heimsmarkmiðunum.

Bæklingur 2.0 um áhrif áfengis á Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.

Share This Post