Vímuefnaforvarnir hjá IOGT á Íslandi.
Við stöndum fyrir lífsháttum þar sem við erum laus frá áfengi og öðrum vímuefnum. Þar sem við erum frjáls til að vera virkir, áhugasamir borgarar sem vinna að því að skapa heilbrigt samfélag fyrir alla. Í langan tíma höfum við haft góð gildi að leiðarljósi sem sannarlega hafa reynst öllum vel. Bylgja mannúðar hefur risið undanfarin ár og snýst skoðun almennings til lífsins í dag um tengsl og samfélag – ekki neyslu. Þetta snýst um frelsi sem kemur að innan og raunverulegt sjálfstæði sem er óháð því sem kemur úr flöskum og glösum, pillum og púðri. Þetta snýst um sjálfbært val – ekki græðgi fyrirtækja.
Fulltrúar og fyrirtæki sem tengjast áfengisiðnaðinum fara offari þessa dagana til að telja almenningi trú um nauðsyn vímuefnanna. Aðilar halda því fram opinberlega að þeir séu að koma á jafnræði en í raun vinna þeir gríðarlegt tjón á samfélaginu. Ef sala áfengis er gefin frjáls eða slakað á þeim hömlum sem vernda okkur í dag mun kostnaður við neysluna aukast. Kostnaðurinn í dag er langtum meiri en öll innkoma sem ríkið fær í sinn hlut af sölunni. Það getur aldrei verið réttlætanlegt að á okkur sé lagður meiri kostnaður vegna neyslunnar hvað þá jafnréttismál. Það er alvarlegt þegar dómsmálaráðherra hvetur til þess að ítrustu viðskiptahagsmunir áfengisiðnaðarins séu teknir fram yfir lýðheilsusjónarmið.
Lífsstíll 21 aldarinnar snýst um hamingju sem fylgir því að tengjast öðrum, þekkja sjálfan þig, tileinka sér mikilvæg gildi og ganga í takt til að gera heiminn að betri stað fyrir alla.
Þetta snýst um að hafa almannaheill að leiðarljósi #HeartDriven – ekki gróða, eða egóið.
Þetta snýst um fjörið, hláturinn, fólkið, hlutina sem ekki er hægt að kaupa og neyta heldur það sem er raunverulegt og viðvarandi og meiriháttar.
#movendi #soberlife #developmentforall #healthforall #betterworld #sobermovement #alcoholfree #lifesetfree #joy #community #selfesteem #belonging #activism #austainability #sober #sobriety #joinus