Kópavogur 7. febrúar 2020

IOGT á Íslandi hefur í langan tíma haldið vörð um forvarnir í landinu. Nýverið stóð IOGT fyrir málþingi með FRÆ og SAFF þar sem kom fram að ástæða er til að kalla aftur eftir samstöðu þeirra sem koma að forvörnum með einhverjum hætti. Þær sterku forvarnir sem hafa verið við líði á Íslandi síðustu 20 ár eiga nú undir högg að sækja. Svo vel gengur á Íslandi að við erum farin að flytja út svokallað íslenska módelið. Í vetur hefur áfengisiðnaðurinn ýtt gríðarlega á ráðamenn að brjóta niður þær lagasetningar sem verja okkur gegn þeim vanda sem áfengisneysla veldur. Hjá stjórnvöldum er rætt um 6 tillögur sem fjalla um að draga úr forvörnum. Á Alþingi í dag liggja fyrir 3 frumvörp, Heimabrugg[1], Staðsetning útsölustaða ÁTVR[2] og Fjölmiðlalög[3]. Í samráðsgátt er fjallað um sölu áfengis á framleiðslustað[4] og vefsölu[5]. Í febrúar ætlar dómsmálaráðherra að leggja fram tillögu um afnám einkasölu áfengis á grundvelli Evrópureglugerðar[6].

6 árásir á þann frábæra árangur sem við höfum náð í forvörnum gagnvart ungu fólki. Það er áríðandi að ráðamenn þjóðarinnar átti sig á að þeir hafa fyrir hönd okkar skrifað undir samkomulag um að draga úr áfengisneyslu þjóðarinnar fyrir 2030. Við höfum 10 ár til að draga úr þeim vanda sem svo sannarlega fylgir neyslu áfengis. Rannsóknir sýna að áfengi er eitt af 10 skaðlegustu efnum á heimsvísu og árlega deyja 3 milljónir manns vegna áfengisneyslu.

[1] https://www.althingi.is/altext/150/s/0048.html

[2] https://www.althingi.is/altext/150/s/0053.html

[3] https://www.althingi.is/altext/150/s/0645.html

[4] https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=1555

[5] https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=1555

[6] http://iogt.is/2020/02/07/umsogn-iogt-um-reglugerd-2018302eb-um-vorur-og-thjonustu-a-netinu/