Allsgáð æska er samráðsvettvangur um vímuefnaforvarnir og valdeflingu foreldra sem hefur á stefnuskrá sinni að vera valdeflandi fyrir foreldra í forvörnum. Hópurinn samanstendur af fulltrúum frá Vímulausri æsku, IOGT á Íslandi og Olnbogabörnum. Allir fulltrúar hafa sína sérstöðu og leggja sitt af mörkum eftir bestu getu. Tilgangur hópsins er að valdefla foreldra í forvörnum með því að: • Styrkjum foreldra í foreldrahlutverkinu • Halda uppi umræðunni um lýðheilsu, td. í formi fræðslu • Foreldrar stjórni ferðinni • Setja skýr mörk og senda skýr skilaboð • Hvetja fjölskylduna til að vera saman á tímamótum og ekki leyfa foreldralaus partý • Örva samstarf heimilis og skóla • Styðja við hugmyndir um heilsueflandi skóla • Skilaboðin eiga að vera jákvæð og laus við reiði og biturð. Aðferðin: Stefnt er á að halda einn stóran þjóðfund árlega með hvetjandi fyrirlestrum, fræðslu um valdeflingu og vinnuhópum sem koma með tillögur að lausnum og svara hvaða viðmið eiga að gilda í samfélaginu um hlutverk foreldra. Tveggja tíma fundir verða einu sinni í mánuði með innleggjum frá ólíkum aðilum sem miða að kynningu á leiðum til að valdefla foreldra í forvörnum. Vettvangur vinnu okkar verður á grasrótarvettvangi í sjálfboðavinnu. Markmiðið er að miðla upplýsingum og draga fram í dagsljósið þá sem hafa eitthvað fram að færa sem er valdeflandi fyrir foreldra.

Næsta málþing verður í Gerðubergi 18. febrúar.