Hjólasöfnun Barnaheilla
Save the children Iceland með Æskunni og fleirum
Hjólasöfnun Barnaheilla hófst formlega á 23. mars þegar Friðrik Dór Jónsson, söngvari, afhenti fyrstu hjólin á blaðamannafundi í Sorpu við Sævarhöfða. Hjólasöfnun Barnaheilla gengur út á það að fólk gefur hjól sem það er hætt að nota. Sjálfboðaliðar gera hjólin upp og þau eru svo gefin börnum sem ekki geta eignast hjól á annan hátt.
Hjólasöfnunin fer nú fram í sjöunda sinn. Erna Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla, sagði í viðtali við Jóhann Bjarna Kolbeinsson í hádegisfréttum RÚV að söfnunin hafi alltaf gengið mjög vel. „Þjóðin tekur vel við sér á hverju ári. Við getum glaðst yfir því að yfir 1.500 börn hafa fengið hjól í gegnum þessa söfnun og gaman að segja frá því að oft koma sömu hjólin til okkar aftur. Þetta er því gott verkefni, bæði lýðheilsu- og umhverfislega séð.“
Tekið er á móti hjólum á endurvinnslustöðvum Sorpu á Dalvegi í Kópavogi, Breiðhellu í Hafnarfirði, Sævarhöfða, Ánanaustum og Jafnarseli í Reykjavík og Blíðubakka í Mosfellsbæ. Söfnunin stendur til 10. maí. Byrjað verður að úthluta hjólum um miðjan apríl.
Hjólasöfnunin er samstarfsverkefni Æskunnar barnahreyfingar IOGT, Sorpu, Rauða kross Íslands, Hjólafærni og annarra.
IOGT á Íslandi stendur fyrir góð gildi.
IOGT trúir á jafnrétti án tillits til kyns, litarháttar, uppruna, trúar eða stjórnmálaskoðana.
IOGT stendur fyrir bræðralag allra manna allra þjóða.
IOGT vill að allir eigi gæfuríkt líf án vímuefna.
HVER STUND TELUR
Því fyrr sem einstaklingar velja sér vímulausan lífsstíl komar þeir til með að eiga gæfuríkara líf. Samfélagið verður heilla eftir því sem fleiri eru vímulausir.