HEIMA ALEIN

Heima Alein barnastarf Æskunnar barnahreyfingar IOGT er hafið. Starfið fer fram í félagsmiðstöð IOGT Víkurhvarfi 1 á Vatnsendahæðinni í Kópavogi.

Heima Alein er sjálfstyrkjandi námskeið þar sem krakkarnir læra að treysta eigin færni til að standa á eigin fótum.

Heima Alein námskeiðin eru aldursskipt í tvo hópa. Yngri hópurinn er á mánudögum 17:00 – 18:00 og eldri hópurinn er á þriðjudögum 17:00 – 18:00

Námið fer fram í gegnum leik og er ansi mikið fjör á milli alvörumálanna.