TIM STOCKWELL Á ÍSLANDI
IOGT á Íslandi og FRÆ-Fræðsla og forvarnir bjóða fulltrúum ýmissa stofnana og félagasamtaka sem láta sig forvarnir, lýðheilsu, velferð og almannaheill varða, til umræðufundar með með Tim Stockwell, prófessor við háskólann í Viktoríu í Kananda, fimmtudaginn 28. september kl. 16:00 – 17:30 í Víkurhvarfi 1 í Kópavogi.
Tim Stockwell er forstöðumaður Miðstöðvar vímuefnarannsókna í Bresku Kólumbíu í Kanada (Centre for Addictions Research of British Cloumbia) og fór fyrir alþjóðlegum hópi vísindamanna sem rannsakaði fyrir sænsku áfengisverslunina (Systembolaget) líkleg áhrif þess að einkavæða smásölu áfengis.
Tim er staddur hér á landi til þess að kynna skýrslu sem hópurinn gaf út síðastliðið vor um niðustöður sínar. Í henni eru teknar fyrir mjög áleitnar grundvallarspurningar um hver yrðu líkleg áhrif einkavæðingar smásölu áfengis. Er hægt að reikna áhrifin í mannslífum, heilsufari, almannaöryggi, afbrotum, slysum, álagi á heilbrigðiskerfið, heildarneyslu áfengis eða áhrif á börn?
Þér er hér með boðið á fundinn og við hlökkum til sjá þig!
Vinsamlega láttu vita hvort þú sjáir þér fært að mæta.
adalsteinn@iogt.is sími:895 5030