VIÐ TRÚUM Á BREYTINGAR

Vefir IOGT á Íslandi hafa ekki verið uppfærðir í langan tíma. Það er því gleðiefni að núna er undirbúningsvinnu lokið og byrjað að setja efni á vefinn sem þarf að vera svo félagar og almenningur geti fundið upplýsingar um samtökin og okkar starf. Það er Heimir Óskarsson sem hefur lagt okkur lið við að setja upp vefinn og kennt okkur hvernig á að nota hann. Félagar eru hvattir til að senda okkur efni og ábendingar um það sem á að koma fram á vefnum.