DANSMENNING IOGT

IOGT á Íslandi hefur haldið dansmenningunni hátt á lofti frá stofnum 1884. Vel þekkt eru gömludansaböllin í Gúttó í gamla daga. Markmið IOGT er og hefur alltaf verið að skapa aðstæður fyrir fólk að hittast í vímulausu umhverfi og gera sér glaðan dag.

Gömludansakvöld IOGT eru margrómuð og hafa verið vel sótt undanfarna vetur þar sem að stemningin er skemmtileg. Þeir sem hafa áhuga eru hvattir til að mæta með góða skapið og gesti og dansa í vímulausu umhverfi við lifandi tónlist. Við höfum tryggt okkur Pál Sigurðsson sem spilar undir skemmtilega lifandi og vel valda tónlist. Skemmtilegir vinir okkar eru komnir erlendis frá til að læra af okkur hvernig á að skemmta sér. Tökum vel á móti þeim með ærlegu fjöri.

Dansnámskeið verður í félagsheimili IOGT Víkurhvarfi 1 dagana 31. október til 4. nóvember. Okkur er sérstök ánægja að kynna að boðið verður upp á Rússneska samkvæmisdansa hjá IOGT á Íslandi á í Víkurhvarfi 1 á þriðju hæðinni. Rússneska menningarmiðstöðin í samstarfi við IOGT á Íslandi bjóða til Dansveislu í Víkurhvarfi 1 á þriðju hæð. Af því tilefni kemur til okkar sérstakur gestur til að halda utan um námskeiðin þrjú sem og samkvæmið.
Námskeiðin eru:
þriðjudaginn 31. október kl.18:30-20:30,
fimmtudaginn 2. nóvember kl.18:30-20:30
og föstudaginn 3. nóvember 19:30-21:30.

Á laugardaginn 4. nóvember verður samkvæmisball 17:30-22:00 og kostar aðeins 1.500.-kr.

Fjölmennið og takið með ykkur gesti! Sjáumst hress!en þá fáum við leiðbeinenda frá Rússlandi til að kenna okkur Rússneska samkvæmisdansa. Við vorum með svipað námskeið á síðasta ári sem tókst framar vonum og endaði með flottu lokaballi á laugardegi.