ALLRAHEILL

Allraheill átak IOGT verður lifandi í vetur þar sem við ætlum öll að vera virkir þátttakendur í að koma okkar skilaboðum á framfæri og fá til liðs við okkur alla sem eru í okkar nærumhverfi. Síðastliðið vor gekk okkur vel með að kynna átakið og þau gildi sem IOGT stendur fyrir. Viðurkenningar og þakklæti fengum við úr mörgum áttum í vor fyrir að standa vörð um almannaheill. Slagorð sem hefur verið stungið uppá að nota eru; IOGT stendur vörð um að ekki verði aukið aðgengi að áfengi. Bindindissamtökin IOGT á Íslandi blása til samstöðu gegn ágangi áfengisfyrirtækja. Það er markmið IOGT að standa vörð um lýðheilsu og almannaheill. Verndum börn og ungmenni fyrir ágangi áfengisframleiðenda! IOGT óskar eftir samstöðu um góð gildi. IOGT er vakandi og virkt afl í forvörnum?

  • Áfengi er engin venjuleg neysluvara!

  • Aukið aðgengi að áfengi eykur áfengisneyslu!

  • Forvarnir eru mikilvægar til að auka lýðheilsu!

  • Börn eiga skilið að alast upp í vímulausu umhverfi!

IOGT á Íslandi heldur út átakinu Allraheill sem er með heimasíðuna www.allraheill.is undirskriftasíðuna og facebook síðuna sem er átaksíða til að auka hag almennings og efla vímulausan lífsstíl.
Allraheill er undirskriftarátak gegn frumvarpi um frjálsa sölu áfengis og að heimila áfengisauglýsingar
IOGT standa á bakvið undirskriftarátakið og hafa unnið í forvörnum á Íslandi síðan 1884
Áfengi er engin venjuleg neysluvara. Það er okkar hlutverk að vernda börn og ungmenni fyrir neikvæðum afleiðingum áfengisneyslunnar.

ALLAR STUNDIR SKIPTA MÁLI

Áfengissýki hefur vaxið gríðarlega í Bandaríkjunum síðustu áratug
Nærri einn af hverjum fjórum fullorðnum Bandaríkjamönnum undir þrítugu féllu undir skilgreininguna á alkóhólisma.

Áfengi er engin venjuleg neysluvara. Samt eru til íslenskir stjórnmálamenn sem berjast fyrir framleiðendur þess eiturlyfs, að auðvelda og auka aðgengi og lækka verð á eiturlyfinu. Reyna brjóta niður áfengisvarnir sem virka. Til hvers? Einkavæða gróðann, ríkisvæða tapið?

Vissir þú að ungmenni verða fyrir tvöfalt meiri áfengisáróðri en fullorðnir?
Þrýstingur áfengisiðnaðarins er svo gríðarlegur að enginn er óhultur. Lögvarinn réttur barna og ungmenna er þverbrotinn til þess að þau byrji fyrr neyslu og noti meira áfengi yfir ævina.

Setjum velferð barna og unglinga og okkar sjálfra í forgang og höfnum frumvarpi um aukið aðgengi að áfengi með undirskriftum okkar áwww.allraheill.is skrifið undir og dreifið sem víðast.

Share This Post

CHANGE A LIFE TODAY

ÁFENGI ER ENGIN VENJULEG NEYSLUVARA.

VOLUNTEER
DONATE NOW