Við hvetjum til að vörur Carlsberg verði sniðgengnar hvar sem er í heiminum
Við hvetjum til að vörur Carlsberg verði sniðgengnar hvar sem er í heiminum þar sem þeir taka sína ítrustu einkahagsmuni og hagnað fram yfir mannréttindi og frið. Við viljum minna á að 3 milljónir manns deyja árlega ótímabærum dauða vegna neyslu áfengis í heiminum. Áfengisiðnaðurinn svífst einskis til að ná sér í sinn hagnað. Stysta leiðin til að stuðla að friði, koma í veg fyrir óeirðir, ofbeldi og ofríki er að draga úr neyslu áfengis í heiminum.