Umsögn Núll Prósent hreyfingarinnar 2017
Logo Null Prosent

Umsögn Núll Prósent hreyfingarinnar um frumvarp til laga um breytingu á lögum um verslun með áfengi og tóbak, lögum um aukatekjur ríkissjóðs, áfengislögum og lögum um gjald á áfengi og tóbaki, með síðari

breytingum (smásala áfengis) - 146. löggjafarþing 2016-2017. Þingskjal 165 - 106. mál.[1]

Núll Prósent ungmennahreyfing IOGT er alfarið á móti þessu frumvarpi. Undanfarin ár hefur risið upp bylgja þekktra aðila sem telja að áfengi passi ekki lengur inn í sinn lífsstíl. Fjöldi fólks kvartar undan þrýstingi áfengisiðnaðarins og kallar eftir minni áfengisneyslu í samfélaginu.

Hér er um að ræða tillögu sem varðar mikla samfélagslega hagsmuni. Við förum þess á leit að fulltrúar okkar á Alþingi tryggi henni vandaða málsmeðferð sem byggir á langtímastefnumörkun í forvörnum og lýðheilsu. Heimsbyggðin horfir núna til Íslands sem fyrirmyndar í forvarnamálum vegna góðs árangurs.[2]

Meira
Umsögn Æskunnar um áfengisfrumvarp 2017
IOGT tillaga 1 valið merki PNG
Barnahreyfing IOGT á Íslandi tekur skýra afstöðu gegn frumvarpinu sem eykur frelsi til sölu áfengis og tekur úr gildi auglýsingabann sem gildir um áfengi. Frumvarpið gengur freklega á rétt barna og ungmenna til að vera laus við þrýsting frá áfengisiðnaðinum um að þau byrji áfengisneyslu. Æskan Barnahreyfing IOGT á Íslandi óskar eftir því að þingmenn, samtök, félög og hreyfingar sem vinna með einum eða öðrum hætti að hagsmunum barna og ungmenna geri slíkt hið sama. Það er stefna okkar að vernda hag barna gegn óæskilegum utanaðkomandi áhrifum sem gætu haft áhrif á líf þeirra. Meira
Opið bréf Nordan til þingmanna
facebook 1

hér kemur frá þeim opið bréf til þingmanna vegna frumvarps um breytingar á áfengislöggjöfinni

Nordan, sem eru regnhlífasamtök forvarnasamtaka á norðurlöndum og við Eystrasalt hafa með stuðningi EUROCARE og 62 annarra evrópskra og alþjóðlegra stofnana og samtaka hefur sent opið bréf til allra alþingismanna þar sem þeir eru hvattir til að hætta við frumvarp um að afnema ríkiseinkasölu á áfengi og banni við áfengisauglýsingum.  

Meira
Einkahagsmunaaðilum á að halda frá áfengissölunni
Per_Leimar_foto_Nathalie_C._Andersson

Stöðugt er vegið að ríkiseinkasölu áfengis.  Í Wasington ríki var  ríkiseinkasala áfengis aflögð eftir að tillaga þess efnis var samþykkt í kosningum. Sterk gróðasjónarmið réðu för og einstaklingshyggjan varð yfirsterkari.

Hér birtist grein um afleiðingar á tilslökunum á áfengislögum í sænska tímaritinu ACCENT sem er tekin saman af Eva Ekeroth. 

http://www.accentmagasin.se/politik/privata-vinstintressen-bor-hallas-borta-fran-alkohol/

Meira
Áfengisfrumvarpið - Blekkingarleikur
Róbert Haraldsson
Greinargerðin fyrir áfengisfrumvarpinu sem nú liggur illu heilli enn og aftur fyrir Alþingi er römmuð inn af fullyrðingum sem virðast þjóna því eina hlutverki að afvegaleiða þingmenn og almenning. Meira
Þegar heimilið er hættulegasti staðurnn,
Facebook cover CoA

Þegar heimilið er hættulegasti staðurnn, þarf samfélagið að stíga inn í og ​​veita skjól og skapa umhverfi sem leyfa börnum að vera börn.

• Fjöldi barna sem búa á heimilum sem eru eyðilögð af áfengisvanda er óstjórnlega mikill miðað við öll þau lönd um allan heim sem eru ekki einu sinni að kanna málið.

Börn sem alast upp í fjölskyldum með áfengisvandamála verða oftar fyrir líkamlegu og / eða tilfinningalegu ofbeldi og vanrækslu, Það setur þau í mikilli hættu:

1. þau eru fimm sinnum líklegri til að þróa átröskun.

2. þau  eru þrisvar sinnum líklegri til að fremja sjálfsmorð.

3. Þau eru næstum fjórum sinnum líklegri til að þróa með sér áfengisvanda síðar á ævinni.

Hér má sjá bréf sem alþjóðahreyfing IOGT sendi frá sér í tilefni viku barna alkahólista.

Meira
Fyrir hverja?
Gudmundur_1
Alveg örugglega ekki fyrir börn og unglinga og þar með ekki heldur fyrir foreldra. Alls ekki fyrir  Meira
Þorragleði IOGT
Þorragleði IOGT 2017 fór fram í félagsheimili IOGT Víkurhvarfi 1 í Kópavogi þriðjudagskvöldið 31. janúar og voru 76 gestir sem skemmtu sér í góðra vina hópi. Maturinn kom frá Múlakaffi og var einróma álit allra gesta að vel hafi til tekist. Jóna Karlsdóttir stýrði skemmtiatriðum og var veislustjóri. Félagar og gestir fluttu vísur og gamanmál og sungu. Meira
Æskustarfið er hafið
Sigurbjörg Helga Sigurgeirsdóttir
Skráning er að hefjast á nýtt námskeið Æskunnar „Heima Alein", sem er sjálfstyrkingarnámskeið, með verkefnum, leikjum og þrautum við hvers hæfi, þar sem börn geta verið þau sjálf.
Verkefnið er opið strákum og stelpum frá 6 til 13 ára frá janúar til maí.
„Heima Alein" verkefnið er í öruggu umhverfi Æskunnar, þar sem áhersla er lögð á að hafa gaman og skemmta sér fyrir alvöru.
Með leik og starfi muni börnin læra sitt lítið af hverju eins og að elda sér hollan mat, sauma, gæta plantna ofl. verkefninu er ætlað að þróa samskiptafærni, virkni og samstöðu allan tímann.
Markmið okkar:
Bindindi- öll verkefni okkar ganga út á að benda á leiðir til að lifa lífinu án áfengis eða annarra vímuefna. Æskan er öruggt umhverfi fyrir börn.
Lýðræði - Í Æskunni er að fá allar þátt og taka ákvarðanir. Starfsemi þar sem börn geta haft áhrif verður bæði skemmtilegra og meira hvetjandi.
Láttu barnið þitt verða hluta af spennandi fræðsluverkefni! (takmarkaður fjöldi).
Meira
Þolinmæði okkar er á þrotum!
IOGT á Íslandi
Þolinmæði forvarasamtaka er á þrotum. Brot á áfengislögum flæða yfir okkur frá áfengisiðnaðinum sem svífst einskis í markaðssetningu. Lögin eru skýr og það af góðri ástæðu. Áfengi er engin venjuleg neysluvara! Áfengisauglýsingar og markaðssetning áfengis leiðir til þess að neytendur byrja fyrr og nota meira áfengi en ella.
Hið virta vísindatímariti Addiction mun birta sérstaka útgáfu Í dag með efni sem fjallar um markaðssetningu áfengis. Nokkrir af mest leiðandi vísindamönnum heims hafa unnið í 40 ár eða meira með frjálsum félagasamtök í forvörnum (þ.mt IOGT International) til að margfalda bergmál í fjölmiðlum og netmiðlum. http://onlinelibrary.wiley.com/…/10.11…/add.v112.S1/issuetoc
Við skulum ekki sætta okkur lengur við svona freklegan yfirgang áfengisiðnaðarins gagnvart okkur, okkar börnum og ungmennum. Við viljum ekki að neinir hvetji okkar börn og ungmenni til neyslu.
IOGT á Íslandi
Meira
Kostnaður vegna ölvunarslysa fjórfaldast milli ára. Fleiri aka eftir einn.
helgi_seljan
Bindindissamtökin IOGT óska landslýð öllum gleðilegs árs með þökk fyrir liðveizlu svo margra við málstað heilbrigðra og hollra lífshátta. Hlutverk okkar samtaka, sem eru nú rúmlega 130 ára gömul, er fyrst og síðast barátta gegn böli áfengisins. Sannleikurinn er sá að söm er þörfin fyrir kröftugt andóf gegn ásókn áfengisauðvaldsins sem einskis svífst og hefur ótakmarkaða fjármuni til sinnar óþokkaiðju. Sárara er þó að sjá þá sem ég kalla þjóna þessa auðvalds reyna að auka sem mest á þann vanda er af áfenginu stafar, raunveruleikinn falinn á bak við allt frelsishjalið, því flærð ar hjali um góðar guðaveigar án allra illra afleiðinga, sem einkennir þessa orðræðu alla. Meira
Áramótakveðjan 31.12.2016
iogt_leggdulid2
 Það er ærin ástæða fyrir því að IOGT er starfandi á Íslandi og við óskum eftir réttmætu tækifæri til að leggja lið í að efla lýðheilsu og styrkja samfélagið. Meira
Hvít Jól
Hvit_Jol_Oll_born

Hvít Jól eru framundan þar sem börnin óska eftir að halda vímulaus jól. Mörg börn kvíða rauðum dögum almanaksins þar sem foreldrar þeirra neyta áfengis og vilja þess vegna Hvít Jól. Átakið gengur vel og hvetjum við félaga sérstaklega til að hnippa í fólk í kringum sig og bjóða þeim að kvitta á heimasíðuna til að undirstrika hve áríðandi að hátíð barnanna sé vímulaus hátíð. Hér er tengill á skráningarsíðuna www.hvitjol.is

Meira
Hvít Jól jólatréskemmtun
Jólaboð
Hvít Jól jólatréskemmtun Víkurhvarfi 1 þriðju hæð
Þriðjudaginn 27. desember klukkan 16:00 – 18:00
 
Meira
Áfengisneysla veldur krabbameinstengdum dauðsföllum á Íslandi!
460_alkohol_rapport

Nú er búið að þýða 2016/2017 skýrsluna Áfengi og samfélagið. IOGT heldur utan um skýrsluna í samvinnu við læknasamfélagið á norðurlöndum. Hér er hægt að sjá með góðum skýringum hvernig áhætta á myndun 7 tegundum krabbameins tengist áfengisneyslu óháð magni neyslunnar.

Hér má lesa skýrsluna á ensku

Meira
Áfengi veldur þúsund krabbameinstengdum dauðsföllum á ári í Svíþjóð
460_alkohol_rapport

Ný skýrsla IOGT í Svíþjóð og sænska læknasamfélagið sýnir að árlega látast þúsund af krabbameini sem tengist áfengisneyslu!

Hér er hægt að lesa skýrsluna!

Meira
Köllum á frelsi
iogt_leggdulid2

Vímulausi dagurinn

Köllum á frelsi!

Við hjá bindindissamtökunum IOGT á Íslandi köllum eftir frelsi........

Meira
Vímulaus lífsstílll ungmenna FSU
FSU
Það voru flottir krakkar í Fjölbrautarskóla Suðurlands sem fengu heimsókn frá IOGT og Núll Prósent á Vímuvarnadögum skólans Meira
Orange day 25 okt. 2016
Köllum á frelsi
Magic drink nóv 013

Í dag er 25. október og 25. hvers mánaðar köllum við á frelsi. Það er IOGT sem er með verkefni út um víða veröld þar sem unnið er gegn kynbundnu ofbeldi gegn konum og stúlkum. Við köllum á frelsi frá kynbundnu ofbeldi og minnum á að kynbundið ofbeldi helst í hendur við neyslu áfengis og annara vímuefna. Í kvöld verður boðið upp á appelsín í Víkurhvarfi!

Vika 43

Vika 43 – forvarnavikan 2016

Rafrettur og unga fólkið

Verum vakandi

Vika 43 er árlegt samstarfsverkefni FRÆ og SAFF (Samstarfs félagasamtaka í forvörnum. Rúmlega 20 félagasamtök eiga aðild að því.) frá árinu 2004. Markmiðið er m.a. að varpa ljósi á forvarnastarf sem unnið er á vettvangi félagasamtaka og vekja athygli landsmanna á mikilvægi forvarna, einkum forvörnum gagnvart börnum og unglingum. Í Viku 43 hefur sjónum einkum verið beint til foreldra og annarra uppalenda, hlutverks þeirra og ábyrgðar.

Stöndum vörð um góðan árangur í tóbaksvörnum meðal barna og ungmenna

Meira
Áfengisiðnaðurinn skorar á EM 2016
IMG_5402
Þar sem ég horfði á sjónvarp í gærkvöldi eftir fréttir sá ég sérstaka áfengisauglýsingu tengda EM í fótbolta og ég hugsaði að áfengisiðnaðurinn er stór sigurvegari á íþróttahátíðinni sem er að fara í gang í Frakklandi. Sigurinn er á heimsvísu. Sigur áfengisiðnaðarins felst fyrst og fremst í þeim aðgangi sem áfengisiðnaðinum er veittur að okkar auglýsingamarkaði sem er lögbrot. Meira
Ný stjórn IOGT á Íslandi
IOGT á Íslandi

Ný stjórn var kjörin á Landsþingi IOGT í kvöld og óskum við þeim velfarnaðar og þökkum þeim sem hafa lagt okkur lið til þessa dags.

Formaður: Björn Sævar Einarsson, Varaformaður Jakob Gunnarsson, Ritari Jóna Karlsdóttir, Gjaldkeri Stefnir Páll Sigurðsson. Meðstjórnendur eru; Anna S. Karlsdóttir, Jóhannes Ævar Hilmarsson, Inga G. Aradóttir, Loftur B. Hauksson og Kristín Þóra Gunnarsdóttir. Varamenn eru Guðjón B. Eggertsson, Mjöll Matthíasdóttir og Guðlaugur Fr. Sigmundsson.

Meira
Landsþing IOGT 3. maí 19:00
IOGT á Íslandi

Landsþing Bindindissamtakanna IOGT á Íslandi
 þriðjudaginn 3. maí 2016 
Brautarholti 4a kl.19:00 – 22:00
Súpa og brauð á undan fundi.
Kaffiveitingar eftir fund.
Fjölmennum félagar.

Meira
Ungass
Ungass Auglýsing IOGT og Ísland
Vel heppnuð ráðstefna var í samstarfi IOGT og íslenska ríkisins þar sem staðfest var að okkar forvarnastefna virkar einstaklega vel og þarf að standa vörð um hana. Meira
Málþing IOGT
Plakat 13 apríl 2

Málþing var haldið 13. apríl á vegum Háskóla Íslands (Tómstunda- og félagsmálafræðibraut MVS ) og IOGT á Íslandi í samvinnu við Krabbameinsfélagið, ​Fræðslu og forvarnir og Samstarf félagasamtaka í forvörnum.

Þar fluttu erindi: Árni Guðmundsson Uppeldis- og menntunarfræðingur og aðjúnkt við tómstunda- og félagsmálabraut Háskóla Íslands, Per Leimar Framkvæmdastjóri áfengisstefnumörkunar hjá samtökunum IOGT-NTO í Svíþjóð, starfaði áður m.a. fyrir Systembolaget í Svíþjóð og Lára G Sigurðardóttir Læknir, doktor í lýðheilsuvísindum og fræðslustjóri Krabbameinsfélagsins.

Meira
Málþing 13. apríl 2016
Plakat 13 apríl 2
Meira
Nýtt húsnæði IOGT í Víkurhvarfi 1
afhending
Meira
Gudmundur_1

Guðmundur Löve framkvæmdastjóri SÍBS skrifar í SÍBS blaðið um áfengisfrumvarpið.

Fyrir hverja?

Alveg örugglega ekki fyrir börn og unglinga og þar með ekki heldur fyrir foreldra. Alls ekki fyrir þolendur heimilisofbeldis eða annarra ofbeldisglæpa. Ekki fyrir fórnarlömb umferðarslysa. Heldur ekki fyrir heilbrigðis- og tryggingakerfið eða löggæsluna. Þaðan af síður fyrir geðsjúka eða fyrir þá sem eiga á hættu að fá slíkan sjúkdóm, þar sem áfengisneyslan er stærsti einstaki áhættuþátturinn.

Meira
Kristina Sperkova

Fréttir af heimsók Kristina Sperkova alþjóðaforseta IOGT sem flutti nokkur erindi í heimsókn sinni til okkar þar sem við fjölluðum um mikilvægi öflugra forvarna og hve frumvarp um frjálsa sölu áfengis vinnur gegn lýðheilsu og réttindum barna og ungmenna í landinu.

Frétt á visir.is

Frétt á ruv.is

Viðtal í fréttum RÚV

Fyrirlestrar á Náum áttum:

Kristina Sperkova

Aðalsteinn Gunnarsson 

Raddir unga fólksins

Meira
Hádegisfundur IOGT
IOGT á Íslandi

Hádegisfundur IOGT

Árangursrík forvarnastefna er allra heill

Miðvikudaginn 17. febrúar 2016

IOGT býður til hádegisfundar miðvikudaginn 17. febrúar næstkomandi í Brautarholti 4a þar sem rætt verður um hvernig sú forvarnastefna sem fylgt hefur verið á Íslandi hefur reynst í að halda aftur af neikvæðum afleiðingum áfengisneyslu hér á landi.

Meira
Rannsóknarskýrsla janúar 2016
Forskarrapport-15-16-600x438

IOGT á Íslandi leggur hér fram gögn til stuðnings þess að leyfa ekki frjálsa verslun með áfengi. Um er að ræða nýja rannskóknarskýrslu sem gefin var út í janúar 2016 þriðja árið í röð af IOGT í Svíþjóð og Sænska Læknafélaginu.

Þemað fyrir 2015 – 2016 er óbeinar afleiðingar áfengisneyslu, samband við skaðsemi tengda áfengisneyslu einstaklinga, á samfélagið og þá sem eru í nánasta umhverfi þess sem neytir áfengis.

Hægt er að nálgast skýrsluna á netinu á sænsku og ensku

Meira
Umsögn IOGT um áfengisfrumvarpið
N8feb2016-1 auglýsing
Meira
Náum Áttum 17. feb
N8feb2016-1 auglýsing

Verndum börnin

Alþjóðastefna í vímuvörnum

17. febrúar 2016 Grand hótel Reykjavík

Okkur er ljóst að nauðsynlegt er að draga fram í dagsljósið að við eigum öll að taka þátt í umræðunni um vímuvarnir þar sem það snertir börnin okkar og framtíð þeirra.

Árni Einarsson verður fundarstjóri sem kallar eftir skoðunum frjálsra félagasamtaka, stofnana og yfirvalda á Íslandi á hvernig verja eigi börnin okkar.

Aðalsteinn Gunnarsson framkvæmdastjóri IOGT á Íslandi: veitum börnum vímulaust umhverfi.

Kristina Sperkova forseti alþjóðahreyfingar IOGT: Við verðum, getum og ætlum að hafa áhrif. Erindi er flutt á ensku.

Innlegg frá Ungmennaráðum Umboðsmanns barna og Barnaheilla Save the children Iceland Ungt fólk tapar á slökun í vímuvernd

Meira
Árni Matthíasson
Viðleitni til að auka óhamingju Árni Matthíasson mbl
Meira
Allraheill
facebook 1
IOGT á Íslandi er vakandi á verðinum um mikilvægi forvarna í landinu og leggur áherslu á að ekki sé slakað á utanumhaldi stjórnvalda á áfengisverslun í landinu. Á alþingi liggur fyrir frumvarp um breytingar á áfengislögunum þar sem lagt er til að áfengisverslun sé gefin frjáls. IOGT leggur til að frumvarpinu verði hafnað og sett verði meira fé til þeirra forvarnasamtaka sem sinna forvörnum í dag. Meira
Jólaball Æskunnar og Komið og dansið
IMG_6726
Æskan ásamt Komið og dansið hélt jólaballi í Danshöllinni, Drafnarfelli 2 30. desember síðastliðinn og voru um eitt hundrað gestir sem höfðu mjög gaman Meira
Dagskrá IOGT vorið 2016
IOGT á Íslandi

Fundirnir fara fram í félagsmiðstöð IOGT í Brautarholti 4a, þriðjudagskvöld kl.20:00.

Kaffimorgnar IOGT eru í Vinabæ Skipholti 33, laugardagsmorgna kl.10:30-11:30

Gömludansakvöldin eru í Danshöllinni Drafnarfelli 2 í efra Breiðholti 21:00 – 24:00.

Barnastúkan Æskan er í félagsmiðstöð IOGT í Brautarholti 4a, þriðjudaga 17:00 – 18:00

0% ungmennahreyfingin hittist í Brautarholti 4a, föstudagskvöld kl.20:00 – 22:00 – 23:30

Köllum á frelsi átak gegn kynbundnu ofbeldi er 25. hvers mánaðar Orange day

Leikhúsferð er í Þjóðleikhúsið á Spaugstofuna fimmtudagskvöld 19:30 tryggið ykkur miða í tíma

Afmælisdagur Æskunnar er 9. maí og verður dagskrá kynnt síðar.

Náum áttum á Grand hótel Reykjavík Sigtúni kl 08:15 með skírskotun í UNGASS 2016 ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna 19.-21. apríl 2016.

Meira
Framkvæmdastjóri IOGT
adalsteinn_gunnarsson
Aðalsteinn Gunnarsson hefur verið ráðinn til starfa frá áramótum fram yfir landsþing IOGT í maí. Framkvæmdanefnd IOGT mun standa þétt við bakið á Aðalsteini í þeim undirbúningi sem er framundan. Við hvetjum félaga til að láta sig málin varða og vera í sambandi við skrifstofu IOGT sími 5111021 eða á iogt@iogt.is. Meira
Drögum úr kynbundnu ofbeldi
orginal screen

Appelsínugulum heiminn í gegnum áfengisstefnu

Gerum heiminn appelsínugulari með skýrri áfengisstefnu.

 

Á þessu ári er 16 daga herferð Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi. Átak sem keyrt er undir þemanu ”Orange the world: end violence against women and girls." eða "Appelsínugulum heiminn:. Endu ofbeldi gegn konum og stúlkum" Meðvitund um skaða og ráðstafanir gegn neikvæðum afleiðingum áfengisneyslu getur spilað öflugt hlutverk í að hjálpa til við að enda kynbundið ofbeldi.

Meira
Einkasala ríkisins á smásölu áfengis er mikilvægur hornsteinn í árangursríkri áfengismálastefnu Íslendinga!
Árni Einars Nordan

Eftirfarandi ályktun var samþykkt á ársþingi NordAN sem haldið var í Helsinki, 23. október 2015:

The Nordic Alcohol and Drug Policy Network (NordAN) hvetur fulltrúa á Alþingi Íslendinga eindregið til þess að hafna frumvarpinu sem liggur nú fyrir Alþingi um að leggja niður einkasölu ríkisins á smásölu áfengis og heimila sölu áfengis í almennum verslunum.

# Aðalfundurinn hvetur alþingismenn til þess að standa vörð um eina best þekktu og árangursríkustu forvörnina í áfengismálum , þ.e. einkarétt ríkisins til smásölu á áfengi.

Meira
Sátt um áfengisstefnu rofin?
Róbert Haraldsson
Engin söluvara veldur jafn víðtækum skaða og áfengi sem bitnar m.a. á einstaklingum, fjölskyldum, atvinnulífinu, réttarkerfinu og heilbrigðiskerfinu. Mikill fjöldi einstaklinga vinnur hörðum höndum að því að lágmarka þann skaða, t.d. með því að hjálpa fjölskyldum sem lagðar hafa verið í rúst vegna áfengisneyslu. Margir af þessum einstaklingum eru á launaskrá hjá ríkinu, aðrir gefa tíma sinn í sjálfboðavinnu, og sumir vinna hjá félagasamtökum sem eru fjármögnuð að hluta af ríkinu og að hluta af frjálsum framlögum einstaklinga. Meira
Víti dæmt á UNICEF og David Beckham
logo IOGT int org

Opið bréf til UNICEF

Víti á UNICEF og David Beckham                                                                   29.09.15
 

Við virðum svo sannarlega og kunnum að meta þá ætlun UNICEF að hlýða á raddir barna um allan heim og leyfa þeim að bera fram áhyggjuefni sín, og það í hjarta Sameinuðu þjóðanna.

Hins vegar, með fullri virðingu, teljum við að samstarfið við herra Beckham sé illa ráðið og óviðeigandi.

Meira
Áfengi er böl
iogt-leggdulid2
Það þarf að veita börnum
og ungmennum „frelsi“ frá
þeirri ánauð, sem ofneyzla
foreldris á áfengi er.
Meira
Maritafræðslan
Marita Logo a 2014
Gleðifréttir hjá Maritafræðslunni. smile emoticon 
20 funda markmiðinu náð í september.
Maritafræðslan heldur á bilinu 200 til 230 fræðslufundi á hverju skólaári. 
Yfirleitt hefur verið mesta álagið í október, nóvember, janúar, febrúar og mars. í þessum álagsmánuðum höfum við þurft að halda allt uppí 40 til 50 fundi á mánuði til þess að anna eftirspurn. Hinir mánuðirnir, eins og t.d. september, hafa kannski verið með 4-10 fundi. Þetta er mjög óæskilegt og hefur framkvæmdastjórn Maritafræðslunnar verið að vinna að því að jafna álagið. 
Markmiðið náðist svo núna í september. Í fyrsta skipti í 18 ár hafa verið bókaðir 20 fundir í september og það er það vinnuálag sem hæfir. Vill framkvæmdastjórn þakka þeim skólum sem hafa hjálpað okkur að ná þessum markmiði. Þá er það næst að bóka október smile emoticon
http://marita.is
Meira
Vetrarstarf IOGT
IOGT á Íslandi

Vetrarstarf IOGT hefst með Framtíðarfundi í Brautarholtinu þann  8.september n.k. Vetrardagskrá IOGT liggur fyrir og verður boðið upp á veglegt félagsstarf þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Alþjóðlegur dagur IOGT er 3. október í minningu John B. Finch og verður hann haldinn hátíðlegur á kaffimorgni í Vinabæ.

Dagskrá vetrarins er komin á heimasíðu okkar www.iogt.is og fylgir hér með.

Allraheill átak IOGT verður lifandi í vetur þar sem við ætlum öll að vera virkir þátttakendur í að koma okkar skilaboðum á framfæri og fá til liðs við okkur alla sem eru í okkar nærumhverfi. Síðastliðið vor gekk okkur vel með að kynna átakið og þau gildi sem IOGT stendur fyrir. Viðurkenningar og þakklæti fengum við úr mörgum áttum í vor fyrir að standa vörð um almannaheill. Slagorð sem hefur verið stungið uppá að nota eru; IOGT stendur vörð um að ekki verði aukið aðgengi að áfengi. Bindindissamtökin IOGT á Íslandi blása til samstöðu gegn ágangi áfengisfyrirtækja. Það er markmið IOGT að standa vörð um lýðheilsu og almannaheill. Verndum börn og ungmenni fyrir ágangi áfengisframleiðenda! IOGT óskar eftir samstöðu um góð gildi. IOGT er vakandi og virkt afl í forvörnum?

Þú skiptir máli. Verum virkir þátttakendur sem félagar IOGT, verum áberandi, tökum með okkur gesti til að efla starfið og gera það líflegra. Sjáumst hress.

Meira
Góð reynsla af edrúlífi
IOGT á Íslandi

Æ fleiri opinbera reynslu sína af ágæti bindindis. Reglulega birtast viðtöl eða greinar þar sem fólk er sammála um að líf án áfengis sé reglulega gott.

Hér má finna nokkra tengla á greinar og viðtöl sem birst hafa nýlega.

Meira
Skýjarölt Fréttatilkynning
12.ágúst

Undirbúningur er hafinn fyrir “Skýjarölt” sem verður á Laugarnestanga þann 22. ágúst næstkomandi 14:00 – 18:00 . Æskan barnahreyfing IOGT á Íslandi ásamt öðrum verður þar með flugdrekahátíð og skemmtun.

Tilgangurinn með hátíðinni er að bjóða upp á skemmtun fyrir alla fjölskylduna og vekja athygli á félagsstarfi með börnum.

Nánari upplýsingar: Olga sími: 852 5009

https://www.facebook.com/Skyjarolt?fref=ts

Meira
Afhending undirskrifta
IMG_4765
Arndís Jóna Gunnarsdóttir fulltrúi Barnahreyfingar IOGT á Íslandi afhenti í morgun Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur undirskriftir gegn frumvarpi um frjálsa sölu áfengis sem söfnuðust á heimasíðu Allraheill, þar sem hún er yngst þingmanna og með skýra mynd um vernd barna og ungs fólks frá áfengisiðnaðinum. Meira
Danskvöld IOGT 8. maí
Danslogo

Danskvöld IOGT í Danshöllinni 8. maí 20:00 - 24:00

Föstudaginn 8. maí 2015 kl: 20:00 - 24:00

Danskvöld IOGT eru margrómuð og hafa verið vel sótt undanfarna vetur þar sem að stemningin er skemmtileg. Þeir sem hafa áhuga eru hvattir til að mæta með góða skapið og gesti og dansa í vímulausu umhverfi við lifandi tónlist. Skemmtilegir vinir okkar eru komnir erlendis frá til að læra af okkur hvernig á að skemmta sér. Tökum vel á móti þeim með ærlegu fjöri.

Meira
Börn og áfengi
Börn og vín

Áfengi - engin venjuleg neysluvara!

Rúnar Vilhjálmsson prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands hélt fyrirlestur á málþingi IOGT þar sem hann vakti athygli á því hve gífurlega aðgengi hefur aukist síðustu áratugi og hve mikil sprenging yrði í aðgengi ef frumvarp um frjálsa sölu áfengis næði fram að ganga. Rúnar sýndi fram á fylgni aukins aðgengis til þessa og aukinnar áfengisneyslu. Rúnar tók fram að vel virðist ganga með börn á grunnskólaaldri og þakkar það forvarnastarfi frjálsra félagasamtaka. Rúnar vitnaði í stefnu stjórnvalda í áfengis og vímuvarnamálum og hve alvarlega frumvarp um frjálsa sölu áfengis vinnur gegn því. Þar segir "Ein mikilvægasta aðgerðin til að draga úr skaðlegum áhrifum og vandamálum tengdum neyslu áfengis og annarra vímugjafa er að takmarka aðgengi. Það er meðal annars gert með aðhaldsaðgerðum varðandi sölufyrirkomulag áfengis....................... Rúnar hafði sem sín lokaorð að þessi þjóðfélagstilraun gæti orðið dýrkeypt og afar erfitt að snúa til baka þótt vilji alþingis stæði til þess síðar. (Glærur Rúnars)

Meira
Mættu menn nokkuð af nema
helgi_seljan

Nei við áfengisfrumvapi - skrifaðu undir undiskriftarlistann! www.allraheill.is

Grein eftir Helga Seljan birtist í Morgunblaðinu í dag

Mættu menn nokkuð af nema
Þegar ég á minni þingtíð barðist gegn innleiðingu bjórsins þá var ætíð allgóður meirihluti alþingismanna sem hafði allan vara á sér varðandi það að l..............

.............Ég vildi því allra náðarsamlegast beina því til þeirra í forsætisnefnd Alþingis að þau fái doktor Rúnar til að halda erindi sitt fyrir þingheim og sýna um leið staðreyndir máls á svo skýran máta að jafnvel þeir tregustu fái nokkuð af lært. Mættu menn þá nokkuð af nema. 


>> Dæmin frá Bretlandi og Frakklandi, að ekki sé um Rússland talað, ættu að vera okkur til viðvörunar 

Meira
Ályktun Svæðisráðs IOGT
1-IMG_4427

Áfengi er engin venjuleg neysluvara!
Nei við áfengisfrumvapi - skrifaðu undir undiskriftarlistann! www.allraheill.is

Reykjavík 21. apríl 2015 

Aðalfundur Svæðisráðs IOGT skorar eindregið á hið háa Alþingi að standa við það markmið íslenskrar heilbrigðisstefnu sem Alþingi hefur samþykkt sem felst í því að draga sem allra mest úr þeim skaða sem áfengið veldur þjóðinni og vinna markvisst að því með öllum ráðum að móta löggjöf sem þjónar því ágæta marki sem heilbrigðisstefnan byggir á.

Það væri í hrópandi mótsögn við þá stefnu svo og þau stefnumið sem alþjóðlegar heilbrigðisstofnanir hafa sett sér, ef Alþingi ætlar að brjóta svo alvarlega gegn öllu þessu með því að láta undan ásókn markaðsaflanna í þá veru að auka stórlega aðgengi að áfengi.

Það er einmitt eitt þeirra alvarlegu hættumerkja sem WHO ( Alþjóða heilbrigðismálastofnunin) setur á oddinn í þessum málum alveg sér í lagi til varnar ungu fólki og ómótuðu, að aðgengi að áfengi séu settar verulegar skorður svo sem nú er raunin hér.

Frumvarp þess eðlis sem nú liggur fyrir Alþingi er andhverfa þessa og allir sem um málið fjalla af skynsemi og yfirvegun telja að aukið aðgengi þýði aukna neyslu sem aftur leiðir af sér enn alvarlegra böl sem þó er ærið fyrir. Frumvarp Vilhjálms Árnasonar og félaga ber því að fella á Alþingi.
IOGT hefur hafið undirskriftasöfnun gegn frumvarpinu, sérstaklega til varnar börnunum okkar undir kjörorðinu Allra heill og undirtektir eru ágætar: Fólkinu í landinu er ekki sama, það vill óbreytta stefnu í þessum málum, það sér í gegnum þá blindu græðgi markaðarins sem hér býr að baki og segir það allra heill að sporna gegn þessum ófögnuði. Því ber að hafna frumvarpinu.

Meira
Allraheill hjá Torfa
Allraheill 1

860 voru búnir að skrá sig á undirskriftalistann á heimasíðunni www.allraheill.is og þökkum við fyrir stuðninginn.

Aðalsteinn Gunnarsson og Björn Sævar Einarsson fóru í viðtal á Útvarp Sögu til Torfa Geirmundssonar og má heyra viðtalið hér.

http://www.utvarpsaga.is/images/eldri/efni/torfi9415.mp3

Meira
Áfengi, aðgengi og lýðheilsu
facebook 1

Málþing IOGT var haldið í félagsmiðstöð IOGT, Brautarholti 4a, þriðjudaginn 31. mars 2015 með yfirskriftinni Áfengi - engin venjuleg neysluvara!

Málþingið var haldið í tilefni að IOGT hefur hrundið af stað undirskriftasöfnun gegn frumvarpi um frjálsa sölu áfengis sem liggur fyrir þingi

Fundarstjóri var Aðalsteinn Gunnarsson framkvæmdastjóri IOGT á Íslandi en frummælendur voru þeir Rúnar Vilhjálmsson, prófessor í félagsfræði sem fjallaði um "Áfengi, aðgengi og lýðheilsu" og Valdór Bóasson formaður IOGT á Íslandi sem fjallaði um "Skýra stefnu IOGT í áfengisforvörnum".

 

Meira
Allraheill Facebook
Allraheill 1

Auðvelt er að skrifa undir átakið okkar á heimasíðunni www.allraheill.is

Endilega takið þátt og hvetjið þá sem eru í kringum ykkur.

Áskorun til þingmanna
Allraheill 1

Reykjavík 31. mars 2015

ÁSKORUN TIL ÞINGMANNA VEGNA ÁFENGISFRUMVARPS                                      

Bindindissamtökin IOGT á Íslandi, Núll prósent og Barnahreyfing IOGT á Íslandi skora á þingmenn að hafa réttindi barna og ungmenna í fyrirrúmi þegar ákvörðun um áfengisfrumvarpið er tekin. Öllum þingmönnum var sendur eftirfarandi tölvupóstur í dag:

Kæri þingmaður

Fyrir Alþingi er nú til meðferðar frumvarp nr. 17 til laga um verslun með áfengi og tóbak, þar sem lagt er til að sala áfengis verði gefin frjáls og einkasala ÁTVR á smásölu áfengis verði aflagt. Við hvetjum þig eindregið til að huga að þeirri aukningu á neikvæðum afleiðingum sem aukið aðgengi að áfengi mun hafa á velferð barna og ungmenna, áður en þú greiðir atkvæði um frumvarpið.

Við viljum minna þig á að samkvæmt 3. gr. barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem nú er hluti af íslenskum lögum, ber þér að setja hagsmuni barna í forgang þegar þú tekur ákvarðanir sem hafa áhrif á börn með einum eða öðrum hætti. Hagsmunir barna af því að njóta verndar gegn skaðlegum áhrifum áfengis eiga því að vega þyngra en hugsanlegir hagsmunir fullorðinna af því að geta keypt áfengi í almennum verslunum. Má í því sambandi einnig benda á að íslenska ríkinu er skylt að gera allar viðeigandi ráðstafanir, þar á meðal á sviði löggjafar, til þess að vernda börn gegn skaðlegum áhrifum áfengis og annarra vímuefna, sbr. meðal annars 33. gr. Barnasáttmálans. Í viðhengi má lesa umsögn IOGT á Íslandi um frumvarpið. http://sw.swapp.lausn.is/doc/2891

Við hvetjum þig einnig til þess að kynna þér rannsóknir og afstöðu fagfólks á sviði heilbrigðis- og félagsmála til frumvarpsins, sjá til dæmis á heimasíðu embættis landlæknis. http://www.landlaeknir.is/um-embaettid/frettir/frett/item24908/Afengi-og-heilsa-landsmanna

Æ fleiri málsmetandi aðilar leggjast með okkur á árarnar í baráttunni við að halda hlífiskyldi yfir börnum og ungmennum. Þessa daga fer fram undirskriftarátak á netinu, www.allraheill.is til að undirstrika það sem kemur fram í könnunum, að meirihluti þjóðarinnar er á móti frjálsri sölu áfengis.

Meira
Allraheill
Allraheill 1
Meira
Hjólasöfnun Fréttatilkynning
Hjolasofnun_mynd_segl+
Fréttatilkynning 24. mars 2015
Lumar þú á reiðhjóli í geymslunni? - Gefðu barni hjól og komdu hjólinu aftur í umferð –
Miðvikudaginn 25. mars hefst árleg hjólasöfnun Barnaheilla – Save the Children á Íslandi sem unnin er í samstarfi við Æskuna barnahreyfingu IOGT og Íslenska fjallahjólaklúbbinn. Þetta er í fjórða sinn sem Barnaheill standa fyrir söfnun á notuðum reiðhjólum fyrir börn og unglinga. Söfnunin stendur til 30. apríl 2015 og verður hjólum safnað á endurvinnslustöðvum Hringrásar og Sorpu á höfuðborgarsvæðinu og á pósthúsum á landsbyggðinni.
Hjólin eru ætluð börnum sem ekki hafa kost á því að kaupa sér reiðhjól. Hægt er að sækja um hjól hjá félagsþjónustu sveitarfélaganna. Hjólin verða afhent nýjum eigendum að loknum viðgerðum í maí.
Sjálfboðaliðar gera hjólin upp undir styrkri stjórn sérfræðinga í reiðhjólaviðgerðum á vegum Íslenska fjallahjólaklúbbsins og Æskunnar, barnahreyfingar IOGT. Á facebook-síðu hjólasöfnunarinnar getur fólk fylgst með og skráð sig til þátttöku í viðgerðum.
Meira
Aukið aðgengi
orginal screen

Áfengi er engin venjuleg neysluvara!

-Áfengi hefur mikla sérstöðu sem neysluvara og fráleitt að um hana þurfi að gilda sömu viðmið og ýmsar aðrar vörur.

Meira en eitt af hverjum fjórum dauðsföllum meðal ungra karlmanna ( á aldrinum 15 – 29 ára) í aðildarríkjum Evrópusambandsins, og eitt af hverjum tíu dauðsföllum meðal ungra kvenna á sama aldri, eru vegna áfengisneyslu (s.s. vegna umferðarslysa, sjálfsvíga, ofbeldir o.s.frv.).

Heimild: Alcohol in Europe: A public health perspective. A report for the European Commission, Institute of Alcohol Studies, UK 2006

Aukið Aðgengi – aukin neysla – aukinn vandi

Samþykkt frumvarps um frjálsa sölu áfengis mun leiða til mikillar fjölgunar dreifingarstaða áfengis og auka aðgengi að áfengi gífurlega.

Einkasala ríkisins á áfengi er dæmi um víðtæka leið til að stýra aðgengi að áfengi. Sú tilhögun að smálala áfengis sé í höndum verslana ÁTVR, sem eru í eigu og ábyrgð stjórnvalda, er mikilvægur þáttur í forvörnum sem óráðlegt er að fórna.

Heimild: Alcohol: No ordinary commodity-research and public policy 2005

Meira
Fjölmiðlarýni
10410527_859672554075332_5991233880379174359_n

Krakkarnir í Núll prósent Suðurnes gerðu kynningarmyndband við verkefnið Zoom in media sem má sjá hér.

Meira
Alþjóðleg vika barna alkóhólista
COA
Æskan Barnahreyfing IOGT og Núll prósent eru hluti af ACTIVE og frá 8. til 14. febrúar minnir Active og aðildarfélög þess á alþjóðlega viku barna alkóhólista. Í Evrópu eru 9 milljón börn alkóhólista - börn og unglingar sem búa í fjölskyldum þar sem annar eða báðir foreldrar eru haldnir fíkn í áfengi. Mjög oft, taka þessi börn og unglingar upp hlutverk fullorðinna allt of snemma í lífi sínu, þeir lifa í fátækt eða finna fyrir útilokun í umhverfi sínu. Meira
Málþing IOGT 6. feb
_DSC0451

Morgunfundur IOGT var haldinn  föstudaginn 6. febrúar 2015 í Norræna húsinu kl.8:15 – 10:00

Áfengi - engin venjuleg neysluvara!

Hér er hægt að sjá erindi frummælenda eftir því sem þau berast:

Hér má sjá frétt af mbl.is Er áfengi eins og kex og brauð?

Meira
Fréttatilkynning IOGT International

Áfengi veldur krabbameini.
Hvað ætlum við að gera í því?
Tvær staðreyndir og þrjár leiðir til breytinga

Svona er yfirskriftin á fréttatilkynningu alþjóðahreyfingar IOGT sem tekur undir á alþjóðadegi gegn krabbameini.

Meira
Morgunfundur IOGT
IOGT á Íslandi

  Morgunfundur IOGT verður haldinn  föstudaginn 6. febrúar 2015 í Norræna húsinu kl.8:15 – 10:00

Skráning fer fram á heimasíðu IOGT: www.iogt.is

Áfengi - engin venjuleg neysluvara!

Frummælendur:

„Þoli illa að fólk drekki í kringum mig“: Margrét María Sigurðardóttir, Umboðsmaður barna

Áfengi í umferðinni: Einar Guðmundsson, Brautin, Bindindisfélag ökumanna

Stefnumótun í áfengisvörnum: Rafn M. Jónsson, frá Landlækni

Áfengissala hvar og hversvegna: Kjell-Ove Oscarsson, NGR

Frelsi frá þrýstingi áfengisiðnaðarins: Róbert H. Haraldsson, IOGT á Íslandi

Fundarstjóri: Aðalsteinn Gunnarsson Framkvæmdastjóri IOGT á Íslandi

Meira
Morgunfundur IOGT
IOGT á Íslandi

Morgunfundur IOGT

Áfengi - engin venjuleg neysluvara!

föstudaginn 6. febrúar 2015

Norræna húsinu kl.8:15 – 10:00 

Skráning á: www.iogt.is

Meira
Dagskrá IOGT vorið 2015
IOGT á Íslandi
Dagskrá IOGT fyrir vorið 2015 hefur verið ákveðin og birt á heimasíðunni okkar. Undir flipanum Viðburðir 2015 er hægt að skoða hvað er næst á dagskrá. Það er  Meira
Mikið og mikilvægt hagsmunamál
IOGT á Íslandi

Í fréttablaðinu í dag er áróður áfengisiðnaðarins áberandi í frétt af hagsmunabaráttu Sjálfstæðisflokksins.

Sjálfstæðismenn segja að um sé að ræða "mikið og mikilvægt hagsmunamál" fyrir borgarbúa.

"Áfengi er hluti af neysluvöru borgarbúa og ljóst að fáar og illa staðsettar áfengisverslanir ríkisins vinna gegn markmiði aðalskipulags, að umhverfi daglegrar verslunar borgarbúa verði hverfisvæddara," segir meðal annars í ályktunartillögunni sem borgarstjórn vísaði til umsagnar hjá umhverfis- og skipulagssviði.

Við viljum benda á að Áfengi er engin venjuleg neysluvara!

Meira
uMaskína könnum frumvarp 15.des

Samkvæmt nýrri könnun Maskínu er umtalsverð andstaða meðal Íslendinga við hugmyndum um að leyfa sölu á áfengi í matvöruverslunum. Aðeins 22,7% aðspurðra segjast hlynntir sölu bjórs og léttvíns í matvöruverslunum. Rúm 58% eru andvíg eða stendur á sama. 14,6% vilja leyfa frjálsa sölu á öllu áfengi.

Við þökkum fyrir samstöðu þjóðarinnar gegn frumvarpi um breytingar á áfengislögum. Skilaboðin eru skýr til þingmanna að leyfa ekki frjálsa sölu áfengis.

Meira
Áfengi er engin venjuleg neysluvara!
uBarna jóla hvað- morgunblaðið 11 des bls 74

 IOGT á Íslandi kallar eftir því að við látum í okkur heyra til að alþingismenn styðji ábyrga forvarnastefnu sem er í gildi og felli frumvarpið um breytingar á áfengislögum.

Meira
Hvít Jól 2014
Skráning 8 des

Hvít Jól átakið er komið vel af stað og er ánægjulegt hve margir hafa skráð sig sem fulltrúar átaksins. Jólaball verður í Vinabæ þriðjudaginn 30. desember milli 16:00 og 18:00. Fylgist með á Facebook líka

 

Meira
IOGT fréttir 56

Fréttabréf IOGT nr. 56 er komið út með fullt af fróðleik.

Meira
Vímulausi dagurinn 25. Nóvember

25. hvers mánaðar er vímulaus dagur þar sem við köllum á frelsi í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi. 25. nóvember næst komandi er áberandi þar sem við leggjum meiri áherslu á sýnileikann en venjulega. Opinn fundur verður í félagsmiðstöð IOGT í Brautarholti 4a kl.20:00 allir velkomnir. Verkefninu er ætlað að vekja athygli á vímulausum lífsstíl og að áfengisneysla er ekki alltaf viðeigandi.

Meira
Markaðsöflin ræna gleðinni
Naum_attum

Vilborg Oddsdóttir félagsráðgjafi flytur erindi um markaðssetningu jólanna á morgunverðarfundi samtakanna Náum áttum á morgun. Þar er spurt: "Eru jólin hátíð allra barna?" Vilborg segir fólk eiga erfitt með að standa undir tilbúnum væntingum. Ég geri það að umtalsefni hvernig jólin eru markaðssett og hvernig það reynist þeim hópi sem leitar til okkar hjá Hjálparstofnun kirkjunnar afar erfitt að standa undir þeim væntingum
Ég geri það að umtalsefni hvernig jólin eru markaðssett og hvernig það reynist þeim hópi sem leitar til okkar hjá Hjálparstofnun kirkjunnar afar erfitt að standa undir þeim væntingum sem umhverfið býr til," segir Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi hjá Hjálparstofnun kirkjunnar, en hún flytur erindið "Markaðssetning jólanna" á morgunverðarfundi samtakanna Náum áttum, sem haldinn verður á Grand Hóteli í fyrramálið.

Meira
Jólabindindið er komið í hús!
Hvít Jól lógó

Á hverju ári kemur jólabindindið í hús hjá okkur frekar snemma. Jóla-andinn færist yfir okkur í byrjun nóvember og við förum að hugsa um hvernig mun piparkökuhúsið líta út þetta árið. Hvað við hlökkum til að eiga stund með fjölskyldunni í huggulegheitum fram að jólum. Skreyta heimilið, setja upp jólaljósin, fara á jólatónleika, heitt súkkulaði og piparkökur.

Meira
Áskorun SAMFO haustið 2014
IOGT14skjarno1
Hér er áskorunin frá SAMFO haustið 2014. Meira
Áfengi er engin venjuleg neysluvara
IOGT - int logo

Til að undirstrika skoðun IOGT á að áfengi er engin venjuleg neysluvara gaf alþjóðahreyfing IOGT út þýðingu á skýrslunni "Alcohol no ordanary commidity" á Mandarin fyrir íbúa í Asíu.

IOGT á Íslandi hefur lengi stuðst við skýrsluna eins og heibrigðisyfirvöld margra landa við gerð forvarnastefnu sinnar.

Hér birtist fréttin af heimasíðu alþjóðahreyfingar IOGT.

Meira
Aukið aðgengi barna að áfengi - nei takk!
IOGT á Íslandi

Við viljum þakka þeim fjölmörgu sem hafa verið í sambandi við okkur undanfarna daga og vikur sem erum að vinna í forvörnum á Íslandi með börnum, foreldrum, fagmönnum og starfsfólki í umhverfi barna. Okkur er ljóst að við þurfum að koma skilaboðum okkar á framfæri þannig að þeir sem taka ákvarðanir geri það með réttar upplýsingar að leiðarljósi.

IOGT fagnar nú 130 ára afmæli og hvetur þingmenn til að samþykkja ekki frumvarp um frjálsa sölu áfengis. 

Meira
Einu sinni – einu sinni enn.
helgi_seljan

Helg Seljan formaður fjölmiðlanefndar IOGT skrifaði grein í Morgunblaðið fyrir stuttu sem birtist hér.

Enn skal róið á áfengismiðin af óþreytandi vinum gæsalappafrelsisins sem sjá í þessu aukinn gróða verzlana og ekkert hirt um heilbrigðisrök eða félagsleg, enn síður horft til þess að áfengisneyzla muni aukast.

Meira
Áfengi í matvöruverslanir
IOGT á Íslandi

Nýtt frumvarp um sölu áfengis í matvöruverslunum var til umfjöllunar á þessum fyrsta fundi Náum áttum í vetur miðvikudaginn 1. október. Mikil umræða er nú að hefjast um þetta frumvarp en það er ekki í fyrsta sinn sem þingmenn leggja fram tillögu sem þessa sem m.a. kveður á um að einkasala ríkisins ÁTVR verði færð í hendur einkaaðilum.  Á fundinum voru 3 fyrirlesarar;  Hildigunnur Ólafsdóttur sagði frá rannsóknum um áhrif aukins aðgengis á áfengi, Þóra Jónsdóttir talaði út frá Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og Árni Guðmundsson talaði um markaðsáhrif aukins framboðs á börn og ungmenni.  Fundurinn var vel sóttur og haldinn að venju á GRAND hótel í Reykjavík

Meira
Alþjóðadagur IOGT 3. október
IOGT á Íslandi

Innilegar hamingjuóskir á alþjóðadegi IOGT. 

Vetrarstarf IOGT fer vel af stað í vetur. Fyrsti fundur vetrarins var 30. september þar sem stúkan Framtíðin hélt flottan fund með góðu kaffi á eftir. Alþjóðadagur IOGT er í dag 3. október þar sem félagar héldu upp á daginn á alþjóðavettvangi hver með sínum hætti. 4. október er kaffimorgun í Vinabæ. 10. október verður Gömludansakvöld í Danshöllinni þar sem fólk skemmtir sér við undirleik Hauks Ingibergssonar. Einingin heldur sinn fyrsta fund  þriðjudaginn 14. október þar sem stjórnin heldur utan um dagskrána.

Meira
Frelsi barna er í húfi
adalsteinn_gunnarsson

Af tilefni þess að enn hefur verið lagt fram frumvarp um að leyfa sölu áfengis í matvöruverslunum finnst okkur við hæfi að minna á hag barna.

Meira
130 ára afmæli IOGT
Boðskort_130_ára_afmæli
Dagskrá IOGT haustið 2014
IOGT á Íslandi
Fljótlega byrjar félagsstarf IOGT haustið 2014
Fundir deilda fara fram í félagsmiðstöð IOGT í Brautarholti 4a, þriðjudagskvöld kl.20:00.
Kaffimorgnar IOGT eru í Vinabæ Skipholti 33, laugardagsmorgna kl.10:30-11:30
Gömludansakvöldin eru í Danshöllinni Drafnarfelli 2 í efra Breiðholti 20:00 – 23:30.
Barnastúkan Æskan er í félagsmiðstöð IOGT í Brautarholti 4a, þriðjudaga 17:00 – 18:00
0% ungmennahreyfingin hittist í Brautarholti 4a, föstudagskvöld kl.20:00 – 22:00
0% Suðurnes hittist í 88 húsinu á þriðjudagskvöldum kl.20:00 – 22:00
Bingó er spilað í Vinabæ miðvikudags, föstudags og sunnudagskvöld 19:15
Þú skiptir máli. Verum virkir þátttakendur sem félagar IOGT, verum áberandi, tökum með okkur gesti til að efla starfið og gera það líflegra. Sjáumst hress.
Hér má sjá dagskrána og á viðburðir
Meira
Stóri reiðhjólaviðgerðardagurinn
Hjolasofnun_mynd_segl+

HJÓLASALA OG STÓRI VIÐGERÐARDAGURINN

20. júní 2014 - 13:59:44

Næstkomandi föstudag, 27. júní kl .12-16, standa Barnaheill – Save the Children á Íslandi fyrir hjólasölu á þeim hjólum sem ganga af í Hjólasöfnun samtakanna. 

Söfnunin hefur gengið vel vel í ár og hafa nú þegar safnast um 300 hjól. Öll börn sem sótt hafa um fá hjól úr söfnuninni. 

Á miðvikudaginn, 25. júní, verður Stóri viðgerðardagurinn haldinn í Síðumúla 35 kl. 16-18. Við auglýsum eftir handlögnum sjálfboðaliðum með verkfæri til að leggja okkur lið þá.

Um leið og við óskum þeim börnum sem fá hjól úr söfnuninni til hamingju með hjólin, langar okkur að þakka ómetanlegt framlag sjálfboðaliða og sérfræðinga í reiðhjólaviðgerðum frá Æskunni, barnahreyfingu IOGT og Íslenska fjallahjólaklúbbnum - sem og Sorpu og Hringrás  sem söfnuðu hjólunum á endurvinnslustöðvum sínum.

Verkefnið hlaut styrk úr Lýðheilsusjóði.

 

 

Meira
HJÓLASÖFNUN BARNAHEILLA
Hjolasofnun_mynd_segl+

Ungmennin í Núll Prósent Suðurnes komu í Síðumúla 35 (að neðanverðu) í gærkvöldi og tóku til hendinni. Í Síðumúla 35 erum við með aðstöðu til að gera við hjólin sem safnast saman á gámastöðvunum í átakinu okkar.

Meira
Frá þekkingu til Samvinnu
Barnakanína012Við erum

Á þeim fjórum dögum hittust EFEY fulltrúar og fulltrúar IOGT á Íslandi og samstarfssamtaka. Fulltúarnir könnuðu aðstæður og juku samhengi til að dýpka þekkingu sína á starfseminni, skilning á ramma sem þeir starfa í Rúmeníu og á  Íslandi og til að gera fyrstu skrefin í að þróa sjálfbært samstarf. Þrátt fyrir mismun á samsetningu ríkjanna hvað varðar félagsleg, efnahagsleg og menningarlegan bakgrunn, unnu fulltrúarnir sameiginlega úr áskorun til að virkja æskuna til  þátttöku og að skapa viðeigandi ramma þar sem þeir geta fullkomlega notið réttinda sinna. Upphafspunkt sem leitast við sameiginlegt áhyggjuefni til að stuðla að heilbrigðu líferni meðal ungs fólks, hafa fulltrúar samstarfsaðilanna sem taka þátt í undirbúningnum orðið sammála um nauðsyn þess að þróa samstarf með frumkvæði sem ætlað að leiðbeina ungmennafélögunum um aðgerðir gagnvart þátttöku og kynningu og virðingu fyrir lýðræðislegum gildum og mannréttindum . Í þessu sambandi , hafa þátttakendurnir þegar grundvallaði samstarfið og fyrirhuga næstu skref í samvinnunni.

Meira
LUMAR ÞÚ Á REIÐHJÓLI Í GEYMSLUNNI?
Hjolasofnun_mynd_segl+

LUMAR ÞÚ Á REIÐHJÓLI Í GEYMSLUNNI?

- GEFÐU BARNI HJÓL OG KOMDU HJÓLINU AFTUR Í UMFERÐ -

Hjólasöfnun Barnaheilla – Save the Children á Íslandi er hafinn. Að þessu sinni er hún unnin í samstarfi við Æskuna barnahreyfingu IOGT og Íslenska fjallahjólaklúbbinn. Þetta er í þriðja sinn sem staðið er fyrir söfnun á notuðum reiðhjólum fyrir börn og unglinga, en söfnunin stendur til 15. júní 2014.

Meira
WFAD Stokkhólmi 19.maí
_MG_4875
Það er í þróuninni á forvarnastefnu sem er í jafnvægi, takmörkun á vímuefnaneyslu, og grípur inn í neyslu til að veita þeim leið til bata. Í stað þess að lögleiða lyf, getur upplýst forvarnastefna beislað réttarvörslukerfið í að útiloka vímuefnamarkaði, auðvelda einstaklingum inngöngu í meðferð og takmarka fangelsun óhuggulegra afbrotamanna. 
Hegningarlögum sem beint er gegn ólöglegri fíkniefnaneyslu er stórt liður í stefnu til að bæta lýðheilsu og draga úr vímuefnaneyslu og bæta heilsu, öryggi og framleiðni tapi sem tengjast vímuefnaneyslu. Þetta eru þættir í farsælli forvarnastefnu. Þessi forvarnastefna undirstrikar að vímuefnaneysla er óásættanlegt.
Meira
HJÓLASÖFNUN BARNAHEILLA HEFST Á MÁNUDAG
Hjolasofnun_mynd_segl+

Mánudaginn 26. maí hefst hjólasöfnun Barnaheilla – Save the Children á Íslandi. Að þessu sinni er hún unnin í samstarfi við Æskuna barnahreyfingu IOGT og Íslenska fjallahjólaklúbbinn. Þetta er í þriðja sinn sem staðið er fyrir söfnun á notuðum reiðhjólum fyrir börn og unglinga, en söfnunin stendur til 15. júní 2014.

Meira
Vímulaust framboð
IOGT á Íslandi

IOGT á Íslandi fagnar áhuga framboðanna á að hafa sína kosningafundi, viðburði og kosningaskrifstofur vímulausar.

Meira
Guðlaugur Fr. Sigmundsson Veteran
42_IMG_5449

Á nýafstöðnu Landsþingi IOGT var Guðlaugur Fr. Sigmundsson framkvæmdastjóri Vinabæjar sæmdur Veteran orðu IOGT.

Meira
Landsþing IOGT 2014
IOGT á Íslandi

Nú er Landsþing IOGT á Íslandi yfirstaðið.

Við viljum þakka öllum þeim sem sóttu þingið og gerðu það svo glæsilegt sem það var. Mætingin hefur ekki verið eins góð í mörg ár, svo góð að bæta þurfti við borðum og stólum.

Meira
Landsþing IOGT
IOGT á Íslandi

Landsþing IOGT er í dag. 6.maí í félagsmiðstöð IOGT Brautarholti 4a.

Þingið hefst með súpu og brauði klukkan 19:00

Félagar og fulltrúar eru hvattir til að mæta

Meira
Frá þekkingu til Samvinnu
Barnakanína012Við erum
Meira
Áfengi er böl
spirits-big-150x150
 
„Áfengi er böl. Kannski var það enn þá meira böl fyrir hundrað árum en það er nú.
Meira
Aðalfundur Svæðisráðs
IOGT á Íslandi

Aðalfundur Svæðisráðsins var í gær og tókst mjög vel. Boðið var upp á súpu og brauð klukkan sjö sem undirbúin var af ferðanefnd Æskunnar barnahreyfingar IOGT. Róbert Gränz var valinn fundarstjóri og stýrði fundinum af röggsemi.

Meira
Spil og dans í Vinabæ
Auglýsing Spil&dansA4

Spil og Dans IOGT í Vinabæ verður á laugardaginn kemur, 5. apríl. Vel hefur tekist á skemmtuninni í Vinabæ  í vetur. Spilað hefur verið á 8 -14 borðum og hefur verið létt yfir spilafólkinu. Danshljómsveitin Klassík byrjar að spila 21:30 og líkar fólki það vel að byrja svo snemma. Yfir 50 - 60 manns hafa tekið sporið á gólfinu þegar mesta fjörið var en vel hefði verið hægt að koma öðru eins á gólfið til viðbótar. Við hlökkum til að hitta allt skemmtilega fólkið sem nýtur þess að koma.

 

 

Meira
Kaffimorgun
IOGT á Íslandi

Kaffimorgun IOGT Vinabæ

Skipholti 33 105 Reykjavík

Laugardagsmorguninn 5. apríl

10:30 - 11:30

 

Kaffimorguninn er tilvalin stund til að hittast og spjalla saman
í vinalegu umhverfi um heima og geima.


Nefndin hefur undirbúið kaffimorgnana undanfarin ár og á þakkir skilið.
Það er stefna IOGT að skapa aðstæður fyrir fólk að hittast í vímulausu umhverfi
og má segja að þessi stund sé þar til fyrirmyndar.

Félagar og aðrir eru hvattir til að fjölmenna og taka með sér gesti því maður er manns gaman.

Meira
Köllum á frelsi
Magic drink nóv 013

Í dag er 25. mars og 25. hvers mánaðar köllum við á frelsi. Það er IOGT sem er með verkefni út um víða veröld þar sem unnið er gegn kynbundnu ofbeldi gegn konum og stúlkum. Við köllum á frelsi frá kynbundnu ofbeldi og minnum á að kynbundið ofbeldi helst í hendur við neyslu áfengis og annara vímuefna.

 

Í tilefni dagsins ætlum við að hittast í kvöld í félagsheimili IOGT, Brautarholti 4a 20:30 þar sem Einingin er með fund og ætla ungmennin að stjórna dagskránni. Boðið verður upp á töfradrykkinn sem blandaður verður sérstaklega í tilefni dagsins. Höfundurinn Guðmundur Ragnar Jónasson segir það auðvelt að útbúa óáfenga drykki sem allir geta notið sín með.

Meira
Valentínusardagur og Börn Alkóhólista

Fréttatilkynning vitundarvakningarviku Barna Alkóhólista

Meira
Vika barna alkóhólista
 
Hér er flott myndband sem foreldrasamtökin Lasinen lapsuus gáfu út í Finnlandi 2012
sem skýrir á einstakan hátt sjónarhorn barna gagnvart áfengisneyslu.
 
 
Hvernig sjá börnin okkur þegar við erum undir áhrifun áfengis.
 
Tölum upphátt og breytum venjum okkar varðandi áfengisneyslu.
 
Æskan er brothætt.
 
börn eiga ekki að þola að búa við misnotkun áfengis hjá foreldrum
 
Foreldrafélagið fékk styrk frá finnsku áfengisversluninni ALKO  til að gera mynbandið. 
Myndbandið fékk gríðarlega sýningu strax um alla veröld og var fjallað um það 
í mörgum fjölmiðlum þar sem þörfin var brýn, efnið alvarlegt og útspilið vel heppnað.
Meira
Spil og dans í Vinabæ
Auglýsing Spil&dansA4

Vel tókst til á skemmtuninni í Vinabæ sl. laugardag. Spilað var á 8 borðum og var létt yfir spilafólkinu. Danshljómsveitin Klassík byrjaði að spila 21:30 og líkaði fólki það vel að byrja svo snemma. Yfir 50 manns voru á gólfinu þegar mesta fjörið var en vel hefði verið hægt að koma öðru eins á gólfið til viðbótar. Næsta skemmtun verður 8. mars og hlökkum við til að hitta allt skemmtilega fólkið sem nýtur þess að koma. Hægt er að skoða myndasýningu frá kvöldinu hér

Meira
IOGT 130 ár á Íslandi
IOGT á Íslandi

Í dag 10. janúar eru 130 ár síðan IOGT hóf starfsemi á Íslandi. Það er gaman að segja frá því að ennþá kemur IOGT víða við sögu í félags og forvarnastarfi á Íslandi. Í dag ætlum við að fá okkur vínarbrauð með kaffinu, minnast þeirra sem ruddu brautina og fagna þeim sem halda fána okkar á lofti. Tilfinning okkar er sú að merki okkar muni rísa hærra mun fáni okkar bókstaflega fara á toppin af hæstu tindum heims á þessu ári. Markmið IOGT er enn það sama, að skapa betri heim þar sem einstaklingar fá notið sín til fulls í vímulausu umhverfi. Vinnan okkar er ennþá sú sama, að minna á að börn okkar eru ekki betur komin með auknu aðgengi að vímuefnum. Fylkjum liði og látum okkur máli skipta í forvörnum.

Dagskráin fram á vorið er mjög fjölbreytt og geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi. Verkefni okkar 2014 eru meðal annars: Félagsstarf deilda, Gömludansakvöld, Félagsvist, Bingó, Dansleikir, Umhverfisátak, Vímulausa vikan, Hvít Jól, Reiðhjól fyrir alla, Barnastarf, Ungmennastarf, Köllum á frelsi, Óáfengir drykkir, Orange day, Kaffimorgnar, Þorragleði, Landsþing, Aðalfundir, Félagafjölgunarverkefni, Alheimsmót, Evrópumót barna og ungmenna, Ferðalög, Skilaboð til almennings, Morgunverðarfundir, Málþing, Leiðtogaskóli, Bindindisdagur fjölskyldunnar, Opin hús, Samstarfsverkefni, Marita, Vertu þú Sjálf/ur, Mannúðarverkefni og fleira.

Fylgist með á heimasíðu félagsins og facebook þar sem viðburðir og dagskrá eru auglýst.

Meira
IOGT á leið á toppinn
IOGT á Íslandi

IOGT á Íslandi er á leiðinni á toppinn. Þorsteinn Jakobsson félagi okkar í IOGT fjallaleiðsögumaður er á leiðinni á toppinn á sjö hæstu tindum í hverri heimsálfu.

Við óskum Fjallasteina velgengi og fylgjumst með honum á heimasíðu hans hér.

Meira
Dagskrá IOGT vorönn 2014
IOGT á Íslandi

Gleðilegt nýtt IOGT ár.

Dagskrá vorsins er komin á heimasíðuna og má sjá hér

Dagskráin hefst með kaffimorgni í Vinabæ þar sem við ætlum að eiga notalega stund.

Stofnfundur skemmtiklúbbs IOGT verður á laugardaginn 4. janúar kl.13:00 og hvetjum við alla til að mæta sem vilja leggja málefninu lið.

Meira
Á flakki með Lísu Páls
iogt-leggdulid2

Lísa Páls kom í heimsókn til okkar í Brautarholt 4a og tók púlsinn á starfi IOGT í dag. Lísa Páls gaf sér góðan tíma og talaði við Aðalstein Gunnarsson framkvæmdastjóra, Helga Laxdal Helgason formann Núll Prósent og Baldur og Guðbjörgu í Barnastúkunni Æskunni. Baldur Heiðar var með það á hreinu að fleiri ættu að koma í starfið hjá IOGT því að þar væri gaman.

Hér er hægt að hlusta á viðtalið http://ruv.is/sarpurinn/flakk/21122013-0

 
Meira
Jólabjór með jólaguðspjallinu??
helgiseljan
Helgi Seljan

Fáið ykkur jólabjór áður en þið syngið Heims um ból. Halelúja fyrir jólabjórnum. Og mér er raunar fyllsta alvara á bak við háðið, því svo hefur mér blöskrað hversu nafn jólanna er þarna misnotað á ósvífnasta hátt. Eða erum við ekki einhuga um að friðlýsa jólin fyrir öllu áfengi eða ætlum við að knékrjúpa valdi fjármagnsins einu sinni enn, þó áfengisneyzlan valdi nefnilega  hræðilega mörgu „hruninu“, allt yfir í hrun manneskjunnar. Heiðrið þessa helgu hátíð, svo sem vera ber, þannig að minningarnar verði skínandi bjartar og beri sannleika og kærleika vitni, víki hin voðastríð fyrir boðinu fagra:Friður á jörðu. 

IOGT, Bindindissamökin á Íslandi senda hátíðarkveðjur til landslýðs með ósk um áfengislaus jól, öllum til heilla.. 

Meira
Hvít Jól í Vinabæ 28. des
Hvít Jólaþorp jólaball 2013
Hvít Jól í Vinabæ er jólaskemmtun sem verður
laugardaginn 28. desember 2013 kl.14:00-16:00
Haukur Ingibergs leikur fyrir dansi og jólasveinninn kemur í heimsókn
verð aðeins 500.-kr. fyrir fullorðna og frítt fyrir börn
Félagar eru hvattir til að fjölmenna og taka með sér börn og barnabörn
Meira
Hvít Jól Núll prósent Suðurnesjum
IMG_4870

Hvít Jól á Suðurnesjum. Ungmennin í Núll prósent Suðurnes hittust í heimahúsi á mánudaginn var og buðu upp á piparkökubakstur í vímulausu umhverfi

Meira
Hvít Jól Núll prósent í Brautarholti
IMG_4935

Hvít Jól voru haldin í Brautarholti 4a í félagsmiðstöð IOGT á þriðjudaginn 10. desember þar sem ungmenni komu saman með börnum og fullorðnum og skáru út laufabrauð og steiktu

Meira
Óvinir mannréttinda gera sig klára í slaginn.
IOGT - int logo

Á mannréttindadaginn vilja alþjóðasamtök IOGT vekja athygli á þeim sívaxandi hindrunum sem stór iðnaðarfyrirtæki, sem versla með og framleiða áfengi, setja umræðu um mannréttindi og vernd þeirra.

Fréttatilkynning frá New York , BNA , ( frá 10. desember 2013 ) Þau alþjóðlegu markmið sem náðst hafa í vernd og eflingu mannréttinda er ógnað af ágengum fyrirtækjum.

Með því að misnota fríverslunarsamninga leitast þessi fyrirtæki við að grafa undan mannréttindabaráttunni í þeim tilgangi að gera stjórnvöldum erfiðara um vik að setja reglur um skaðlegar vörur og oft á tíðum siðlausa starfsemi.

Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna lýsti 10 des sem alþjóðadag mannréttinda árið 1950, í þeim tilgangi að kynna þjóðum heims Mannréttindayfirlýsinguna sem sameiginlegan grundvöll réttinda fyrir alla jarðarbúa. Mannréttindayfirlýsing sem er sameiginlegur staðall fyrir allt fólk og allar þjóðir. Árið 1993 , í kjölfar heimsráðstefnu um mannréttindi var Vínarsáttmálinn og aðgerðaáætluninni samþykkt. Í honum fólst stofnun embættis Mannréttindafulltrúa Sameinuðu þjóðanna með það verkefni að efla og vernda öll mannréttindi.

Meira
Ég hef tekið afstöðu.
Hvít Jól

Ég hef lofað að neyta ekki áfengis eða annara vímuefna hátíðisdagana 24. – 25. desember. Þessi ákvörðun var mér auðveld og eðlislæg vegna þess að ég neyti ekki áfengis eða annara vímuefna að jafnaði. Þessa ákvörðun tók ég með börnin mín að leiðarljósi. Ég vil vera í standi til að sinna þeim alsgáður enda er það slíkt ábyrgðarhlutverk að allrar athygli og skynsemi er krafist.

Meira
Ofbeldi gegn konum og stúlkum
Magic drink nóv 013
Ályktun frá fundi IOGT
BERLIN, GERMANY, (November 25, 2013) -- ofbeldi gagnvart konum og stúlkum er oft tengt áfengisneyslu.
En áfenginsneyslutengt ofbeldi má fyrirbyggja ef samfélög og stjórnvöld taka saman til sinna ráða.
Meira
Köllum á frelsi
Magic drink nóv 013

25. hvers mánaðar er IOGT með Köllum á frelsi verkefnið út um víða veröld þar sem unnið er gegn kynbundnu ofbeldi gegn konum og stúlkum.

Köllum á frelsi ( Inspire freedom) gengur út á að draga úr áfengisneyslu. 95 % Evrópubúa sjá áfengi sem aðalorsök kynbundins ofbeldis.

Mánudaginn 25. nóvember verður boðið upp á Töfradrykkinn sem blandaður verður sérstaklega í tilefni dagsins í félagsmiðstöð IOGT í Brautarholti 4a.

Meira
Verðum Ballfær
iogtdans2

Verðum ballfær
Dansnámskeið

Vinabæjarhópurinn stendur fyrir dansnámskeiði sem nefnist, VERÐUM BALLFÆR, í Danshöllinni við Drafnarfell í Breiðholti. Þetta er fjögurra kvölda námskeið og hefst sunnudaginn 10. nóvember kl. 20:00-22:00 og næstu þrjá sunnudaga þar á eftir. Verðinu er mjög stillt í hóf aðeins 5000.- fjögur skipti
Aðalmarkmið námskeiðanna er að kynna auðlærða dansa sem höfða til allra aldurshópa og að námskeiðin séu það stutt að allir telji sig geta fórnað þeim tíma til að kynnast dansi og dansgólfi. Námskeiðið eru kjörinn vettvangur fyrir þá sem vilja ná tökum á dansinum, verða ballfær,og geta sýnt snilli sína á dansgólfinu,eftir stutt, ódýrt og skemmtilegt dansnámskeið. Ágætu félagar og námskeiðsþátttakendur !! Í sameiningu skulum við útbreiða dansinn og auka þátttöku fólks í dansi. Dansgleðin lengi lifi.
Upplýsingar gefa Guðni í síma 8980418 og Þorkell í sími 8984596

Meira
Marita-fræðsla í 15 ár
Magnús vefmynd 2013

Flott verkefni sem förum með í skóla og tökum á málum eins og einelti. Magnús Stefánsson og Páll Óskar standa sig vel.

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2013/11/07/pall_oskar_sat_einn_i_sjo_ar_3/ 

Meira
Leyfum börnum að vera börn
IOGT á Íslandi

Við rákumst á grein á heimasíðu Menntaskólans á Akureyri þar sem ungmenni kemur með ábendingu um ábyrgð foreldra og fullorðinna varðandi heilbrigði barna:

Er það eðlilegt að berjast fyrir því að fá að bjóða 15 og 16 ára unglingum heim til sín í aðstæður sem bjóða upp á drykkju?

En ábyrgðin okkar gagnvart unglingum er sanngjörn. Á sama tíma er það líka eðlilegt að við séum spennt fyrir því að bjóða ný andlit velkomin. Ef við sameinum þessar hugleiðingar þá er  það ábyrgð okkar að bjóða ný andlit velkomin á heilbrigðan hátt.

Stöndum saman og leyfum börnum að njóta þess að vera börn.

Jónas Sigurbergsson

Meira
Félagsvist og dans hættir
IOGT á Íslandi
 
Félagsvist og dans IOGT í Vinabæ hættir
Vegna breyttra forsenda hættir IOGT með félagsvist og dans í Vinabæ.
 
Áður auglýst spilakvöld og dans í Vinabæ  laugardagskvöldið 9.nóvember fellur því niður.
Um leið og IOGT þakkar þeim sem sótt hafa spilakvöldin í haust og einnig þeim sem lagt hafa lið við framkvæmd kvöldanna, vilja samtökin hvetja þá sem vilja skemmta sér með þessum hætti að sækja spilakvöld og dansleiki hjá SÁÁ í Von við Efstaleiti.
 
IOGT heldur áfram með gömludansakvöldin í Danshöllinni, næst þann 22. nóvember. 
 
Stjórn Bindindissamtakanna  IOGT á Íslandi. 
Meira
Einingarkvöld
_DSC2942

Í kvöld verður opið hús í kvöld 20:30 með fundi stúkunnar Einingarinnar og allir eru velkomnir í vímulaust umhverfi.

Meira
Vímuvarnavikan
Vika 43 1

Vímuvarnavikan er handan við hornið. 21. - 28. október. IOGT hefur frá upphafi verið virkur þátttakandi í vikunni og lætur ekki sitt eftir liggja að þessu sinni. Heilmikil dagskrá verður á vegum IOGT tengt vikunni til að minna á nauðsyn forvarna. Félagar IOGT verða mikið á ferðinni til að kynna verkefnin og það sem er í boði í vímulausu starfi IOGT. Fylgist með á heimasíðunni www.iogt.is og á facebook slóðinni https://www.facebook.com/IogtAIslandi.

Meira
Ungtemplara andinn
Logo Null Prosent

15. október kl.20:30 ætlum við að hittast í Brautarholti 4a og rifja upp gömlu góðu dagana, gamla góða ungtemplara andann.
Nokkrir félagar ætla að koma með myndir og sýna frá gömlu góðu dögunum. Yngri félagar ætla að sýna hvernig andinn er í dag og bjóða upp á kók og prins.

Meira
Félagsvist og dans
013 10 12

Félagsvistin og dansinn í Vinabæ, Skipholti 33.

Næsta spilakvöld verður laugardaginn 12. október.

Danshljómsveitin Klassík leikur fyrir dansi sem dunar fram á nótt.

Meira
Ungtemplara andinn
Logo Null Prosent

15. október kl.20:30 ætlum við að hittast í Brautarholti 4a og rifja upp gömlu góðu dagana, gamla góða ungtemplara andann.
Nokkrir félagar ætla að koma með myndir og sýna frá gömlu góðu dögunum. Yngri félagar ætla að sýna hvernig andinn er í dag og bjóða upp á kók og prins.

Meira
Gömludansakvöld IOGT
Danslogo

Föstudaginn 11. október 2013 21:00 verður Gömludansakvöld í Danshöllinni í Drafnarfelli 2 í Breiðholti.

Meira
Núll prósent í Reykjanesbæ
IMG_5398

Núll prósent Suðurnes er í alvöru skráð og vottaður vettvangur fyrir fólk að hittast í vímulausu umhverfi.

http://www.reykjanesbaer.is/thjonusta/ithrottir-og-tomstundir/0--hreyfingin/

Flott hjá krökkunum okkar.

Meira
Félagsvist og dans
013 09 28

Næsta spilakvöld verður laugardaginn 28. september og verður búið að raða upp fleiri borðum þar sem nóg er af plássi í húsinu. Danshljómsveitin Klassík leikur fyrir dansi sem dunar fram á nótt.

Fylgist með á Facebook síðu IOGT https://www.facebook.com/IogtAIslandi

Skoðið myndirnar frá skemmtuninni 14. september hér: Myndasíða

Meira
Marita-fræðsla í 15 ár
Magnús vefmynd 2013

Viðtal við Magnús Stefánsson forvarnafulltrúi Maritafræðslu IOGT á Bylgjunni í morgun.

Þar kemur Magnús inn á að forvarnir virka.

http://vefutvarp.visir.is/upptokur?itemid=21158

Meira
Félagsvist og dans
013 09 28

Næsta spilakvöld verður laugardaginn 28. september og verður búið að raða upp fleiri borðum þar sem nóg er af plássi í húsinu. Danshljómsveitin Klassík leikur fyrir dansi sem dunar fram á nótt.

 

Skoðið myndirnar frá skemmtuninni 14. september hér: Myndasíða

Meira
Marita-fræðsla í 15 ár
Magnús vefmynd 2013

Stutt viðtal við Magnús Stefánsson forvarnafulltrúa Maritafræðslu IOGT á Bylgjunni í morgun.

http://vefutvarp.visir.is/upptokur?itemid=20972

Meira
Morgunverðarfundur Náum Áttum
Náum áttum unglingar og vímuefni

Næsti morgunverðarfundur fjallar um unglinga og vímuefni.

Meira
Félagsvist og dans
013 08 07 Spilakvöld

Lukkan leikur við okkur, sjö níu þrettán. Nú styttist í að félagsvistin og dansinn hefjist í Vinabæ, Skipholti 33. Fyrsta spilakvöldið verður haldið laugardaginn 7. september og hefst félagsvistin stundvíslega kl 20:00. Eftir vistina verður dansað fram á nótt við undirleik Danshljómsveitarinnar Klassík. Veitingar verða seldar á vægu verði og kostar aðeins 1500.kr.- inn.

Meira
Marita-fræðsla í 15 ár
vikuviðtal
Umfjöllun um Marita-fræðsluna á Íslandi í Vikunni
og viðtal við Magnús Stefánsson framkvæmdarstjóra og forvarnarfulltrúa.
NÆLDU ÞÉR Í EINTAK OG LESTU UM ÞETTA FRÁBÆRA STARF!
Meira
Dagskrá IOGT haustið 2013
IOGT á Íslandi

Dagskrá IOGT haustið 2013 er komin á netið og er hér á bakvið.

Fundir deilda fara fram í félagsmiðstöð IOGT í Brautarholti 4a, þriðjudagskvöld kl.20:30.

Félagsvist og dans eru í Vinabæ Skipholti 33, laugardagskvöld kl.20:00-01:00

Kaffimorgnar IOGT eru í Vinabæ Skipholti 33, laugardagsmorgna kl.10:30-11:30

Gömludansakvöldin eru í Danshöllinni Drafnarfelli 2 í efra Breiðholti 21:00 – 24:00.

Barnastúkan Æskan er í félagsmiðstöð IOGT í Brautarholti 4a, þriðjudaga 17:00 – 18:00

0% ungmennahreyfingin hittist í Brautarholti 4a, föstudagskvöld kl.20:00 – 22:00 – 23:30

0% Suðurnes hittist í Gamla Grágás á mánudagskvöldum kl.20:00 – 22:00

Meira
Félagsvist og dans
013 08 07 Spilakvöld

Fyrsta spilakvöldið verður haldið laugardaginn 7. september.

Meira
Vertu þú sjálf/ur styrkt af ABC Barnahjálp
ABC lógó

ABC Barnahjálp hefur ákveðið að styrkja Vertu þú sjálf/ur verkefni Maritafræðslu IOGT veturinn 2013-2014.

Meira
Börnum stefnt í umhverfi áfengisneyslu
IOGT á Íslandi

Frétt úr Morgunblaðinu

Áfengi og íþróttir fara aldrei saman

http://www.mbl.is/sport/fotbolti/2013/06/06/bornum_stefnt_i_umhverfi_afengis/

Meira
Ályktun um íþróttaforvarnir
IOGT á Íslandi

Það er óviðeigandi að íþróttafélög, Knattspyrnusambandið og íþróttahreyfingin í heild taki að sér að halda kynningar sem hvetja til áfengisneyslu, hvað þá að selja áfengi.

Það er ólíðandi að stefna börnum inn í umhverfi þar sem áfengi er haft um hönd.

Hvernig yrði það tryggt að þeir sem eru undir áhrifum setjist ekki undir stýri á heimleið?

Meira
Bjórsala í Laugardalnum
chocolate_project_Cover_picture

Það er óviðeigandi að íþróttafélög, Knattspyrnusambandið og íþróttahreyfingin í heild taki að sér að halda kynningar sem hvetja til áfengisneyslu, hvað þá að selja áfengi.

Það er ólíðandi að stefna börnum inn í umhverfi þar sem áfengi er haft um hönd.

Meira
Trampolínið komið upp
606

Svanur Aðalsteinsson félagi í Æskunni og stúkunni Einingunni nr. 14 setti upp trampolínið í garðinum í góða veðrinu í gær.

Meira
Varðstaða Alþingis um markmið heilbrigðisáætlunar.
Helgi Seljan

Þá eru kosningarnar afstaðnar og eins og alltaf sýnist sitt hverjum um úrslit þeirra og ekki skulu þau gjörð að miklu umtalsefni hér. Miklar voru sveiflurnar og margt nýtt fólk kemur nú inn í sali Alþingis og skal þeim árnað allrar farsældar til starfa í þágu lands og lýðs sem og þeim er nú halda áfram. Eins og alltaf höfum við bindindismenn hugann við áfengismálin og framvindu þeirra. Þar er sótt á sem áður af gróðaöflum sem hvorki skeyta um skömm né heiður og víða er læðst að með lævísum áróðri í krafti fjármagnsins. Þá reynir á staðfestu þingmanna og vilja þeirra til að halda aftur af þeim öflum sem þar svífast einskis og huga aldrei að hinum skelfilegu afleiðingum sem við sjáum daglega hryggi-leg dæmi um í samfélaginu. Þó mér sé málið nokkuð skylt hlýt ég þó að vekja athygli á því, að það stjórnmálaafl á Alþingi sem harðast hefur gengið fram gegn þessum gróða-öflum og óneitanlega verið bezt á verði fyrir ásókninni galt mikið afhroð í kosningunum. Hvort það hefur einhverja merk-ingu varðandi málaflokkinn skal ósagt látið en hið bezta vonað.

Meira
Ungtemplara andinn

30. apríl kl.20:30 ætlum við að hittast í Brautarholti 4a og rifja upp gömlu góðu dagana, gamla góða ungtemplara andann.
Nokkrir félagar ætla að koma með myndir og sýna frá gömlu góðu dögunum. Yngri félagar ætla að sýna hvernig andinn 
sveif í sumar yfir Úlfljótsvatni í sumar, en þar komu saman 270 ungtemplarar frá 23 löndum Evrópu og gerðu sér glaðan dag.

Meira
Aðalfundur Svæðisráðs IOGT
Aðalfundarkökur

Aðalfundur Svæðisráðs IOGT var haldinn 16. apríl og var fjölmennur.

Meira
Umhverfisdagur Æskunnar og Núll prósent

Þriðjudaginn 9. apríl sinntu krakkar úr IOGT, Æskunni og Núll prósent  umhverfisverkefni á Lauganestanganum í Reykjavík.

Meira
Umhverfisdagur Æskunnar og Núll prósent
IMG01029-20120425-1847

Þriðjudaginn 9. apríl ætla krakkar úr Æskunni og Núll prósent að sinna umhverfisverkefni á Lauganestanganum í Reykjavík. Hist verður við listasafn Sigurjóns Ólafssonar http://lso.is/ klukkan 17:00 og tekið til hendinni til 18:00. Hlökkum til að hitta ykkur.

Meira
Náum áttum 14. mars
Naum_attum

Náum Áttum hélt morgunverðarfund á Grand hótel Reykjavík í morgun og var yfirskrift fundarins; Forvarnagildi íþrótta- og tómstundastarfs, hvað virkar og hvað virkar ekki?

Fundurinn var fjölmennur af fulltrúum sem hafa brennandi áhuga á forvarnastarfi á Íslandi.

Meira
Gömludansakvöld IOGT
Danslogo

 

Föstudaginn 15. mars 2013 21:00 verður Gömludansakvöld í Danshöllinni í Drafnarfelli 2 í Breiðholti.

 
Meira
Náum áttum 14. mars

 

N8 fundur á fimmtudegi; hvað virkar í forvörnum?

Að þessu sinni er yfirskrift fundarins; Forvarnagildi íþrótta- og tómstundastarfs, hvað virkar og hvað virkar ekki? og framsögumenn verða þeir Árni Guðmundsson, formaður foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum og lektor í tómstundafræðum við HÍ og dr. Viðar Halldórsson, félagsfræðingur og lektor hjá HR.  Þeir svara báðir þessari grunnspurningu í byrjun fundarins en síðan breytum við um fyrirkomulag og fundarstjóri stýrir svokölluðum „debat umræðum“ þar sem frummælendur hafa hver sitt púlt og fólk úr sal ásamt fundarstjóra spyrja þá báða spjörunum úr eða þar til fundi líkur kl. 10.00.

 

Meira
Forvarnaumræða
marita logo

 

Athyglisverð umræða um áfengis og vímuefnaforvarnir

http://vefutvarp.visir.is/upptokur?itemid=17207

Meira
Æskan
Barnakanína012Við erum

Grímuskemmtun verður hjá Æskunni 12. febrúar 17:00 í Brautarholtinu

Meira
Gömludansakvöld IOGT
Dansgleði 1

Mikil dansgleði var í Danshöllinni á föstudaginn 1. febrúar en þá var IOGT á Íslandi með gömludansakvöld

Meira
Gömludansakvöld IOGT
Danslogo

 

Föstudaginn 1. febrúar 2013 21:00 verður Gömludansakvöld í Danshöllinni í Drafnarfelli 2 í Breiðholti.

Meira
Þorragleði IOGT
þorri 3

Vel heppnuð þorragleði IOGT fór fram í Vinabæ í kvöld. um 

Meira
Norræna Góðtemplara ráðið
NGR januar 2013

 

Nú er að ljúka vel heppnuðum fundi Norðurlandaráðs IOGT sem fram hefur farið í félagsheimili IOGT, Brautarholti 4a. Yfir 26 gestir frá flestum Norðurlandaþjóðunum tóku þátt og eru aðstandendurnir ánægðir með þátttökuna. 

Í Kvöld verður kvöldvaka með mat á Cabin hótel þar sem Gunnar Þorláksson stýrir dagskránni og verður sungið, dansað og leikið.

Meira
Þorragleði IOGT 2013
Ísland_Olgu

Þorragleði IOGT verður haldin í Vinabæ Skipholti 33


þriðjudagskvöld 29. janúar 2013 og hefst klukkan sjö.
Félagar IOGT, Núll prósent, Barnahreyfingu IOGT,
vinir og velunnarar eru hvattir til að fjölmenna og
taka með sér gesti. 
Verðið er aðeins 4.000.-kr. og er kaffi og konfekt innifalið
ásamt skemmtiatriðum.

Skráning fer fram á skrifstofu IOGT
í síma 511 1021 og 895 5030
í netfang: iogt@iogt.is og á heimasíðu IOGT 
Meira
Alltaf á verði verið.
helgiseljan
Helgi Seljan

 

 Bindindissamtökin IOGT óska landslýð öllum árs, friðar og farsældar á nýju ári með þökk fyrir liðsinni svo ótalmargra fyrr og nú.

Menn spyrja gjarnan hvort eitthvert líf sé annars í þessum samtökum og félagseiningum þeirra. Við svörum því gjarnan þannig, að það sé einmitt ótrúlega mikið líf í ekki fjölmennari samtökum, sem okkar eindregni vilji stendur til að mega verða enn virkari en þó er nú.

Meira
29. janúar Þorragleði IOGT
þorri 3

 

Þorragleði IOGT verður haldin í Vinabæ Skipholti 33
þriðjudagskvöld 29. janúar 2013 og hefst klukkan sjö.
Félagar IOGT, Núll prósent, Barnahreyfingu IOGT og vinir eru hvattir til að fjölmenna og taka með sér gesti.
Verðið er aðeins 4000.-kr. og er kaffi og konfekt
innifalið ásamt skemmtiatriðum
 
Skráning fer fram á skrifstofu IOGT
í síma 511 1021, 895 5030
í netfang: iogt@iogt.is og á heimasíðu IOGT http://iogt.is/page/skraning_a_vidburdi
Meira
Nýárskveðja
IOGT á Íslandi

 

Reykjavík 2. janúar 2013

Gleðilegt nýtt IOGT ár og megi framtíðin brosa við ykkur.

Dagskrá IOGT vorið 2013 er komin út og mikið um að vera í okkar starfi. Félagsfundir eru í hverri viku, þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi ásamt danskvöldum, kaffimorgnum og heimsóknum.

 

Meira
IOGT á Íslandi býður öllum gleðileg Hvít Jól
Hvit_Jol_Oll_born

Í dag voru nær 800 búnir að skrá sig á vef Hvít Jól

Meira
400 skráðir í dag
IMG_0884

Í dag voru yfir 400 búnir að skrá sig á vef Hvít Jól að þeir ætli

Meira
Hvít Jól kaffimorgun
Hvit_Jol_Oll_born

Hvít Jól átakið okkar byrjar 1. desember og stendur til 6. janúar.

Meira
Jóladagatal Saman hópsinsa
Saman jóladagatal

 

Endilega takið virkan þátt í jóladagatali Samanhópsins sem birtir margar góðar hugmyndir um það sem gaman er að gera saman í desember.

 
Meira
Verðandi Frón stemning
Verðandi Frón 20 nóv1

Rífandi stemmning skapaðist í félagsheimili IOGT í Brautarholtinu á Verðandi Frón fundi í gærkveldi en leynigestur

Meira
Áfengisneysla á meðgöngu
spirits-big-150x150

Áfengisneysla á meðgöngu hefur áhrif á fóstur og framtíðarmöguleika einstaklingsins

Meira
Gömludansakvöld IOGT
Danslogo

 

Föstudaginn 16. nóvember 2012 21:00 verður Gömludansakvöld í Danshöllinni í Drafnarfelli í Breiðholti.

Meira
Einingarfundur
Barnakanína012Við erum

Einingin og Æskan eru með fundi 13. nóvember

Meira
Forvarnasjóður
Landlæknir

 

Stjórn Lýðheilsusjóðs hefur úthlutað styrkjum úr Lýðheilsusjóði fyrir árið 2012. Lýðheilsusjóður, áður forvarnasjóður hefur stutt mörg verkefni IOGT síðustu ár. Í ár hlaut IOGT 800.000 kr. til að framkvæma Hvít Hól verkefnið 2012. Hvít Jól verkefnið felst í að hvetja almenning til að njóta jólahátíðarinnar í vímulausu umhverfi með fjölskyldunni. Nafn verkefnisins Hvít Jól er tilvitnun í kvíða barna sem alast upp í kring um áfengisneyslu á heimilinu þó sérstaklega á rauðum dögum almanaksins.

Meira
Haustfundur IOGT Svæðisráðs
iogt_leggdulid2

30. október er haustfundur IOGT Svæðisráðs í félagsmiðstöð IOGT í brautarholti 4a klukkan 20:30. Á dagskrá eru innlegg frá Skátahreyfingunni, Maríu Björk Ingvadóttur og Núll Prósent. Félagar fjölmennið og takið virkan þátt í starfinu.

Meira
Vika 43
IOGT á Íslandi

 

Vika 43 byrjar á mánudaginn og verður áberandi í fjölmiðlum. 

Einingin verður með opinn fund á þriðjudaginn í Brautarholtinu klukkan 20:30

hér er auglýsingin fyrir vikuna

Meira
vika 43 Vímuvarnavikan 21. - 27. okt
VIKA 43 logo

 

IOGT á Íslandi er með í viku 43.
 
IOGT á Íslandi er með í viku 43, vímuvarnavikunni, www.vvv.is.
Meira
Náum áttum
naum attum okt 2012

 

Náum áttum hélt góðan morgunverðarfund í morgun á Grand hótel Reykjavík.

Rafn Jónsson hjá Landlækni, Emilía María Maidland og Lárus Blöndal 

Hér er frétt sem er tengd

 

Meira
Vetrarstarf IOGT hafið

Vetrarstarf IOGT fer vel af stað í vetur. Fyrsti fundur vetrarins var 2. október þar sem stúkan Freyja hélt flottan fund með góðu kaffi á eftir. Alþjóðadagur IOGT var 3. október þar

Meira
Alþjóðadagur IOGT
Meira
Alþjóðadagur ungmenna
ungar i lazer

12. ágúst er árlega alþjóða Ungmennadagur. Í Active eru allir dagar ungmennadagar og verðugir til að fagna. Við erum 28 samtök frá 22 ólíkum, evrópskum löndum sem berjumst fyrir bættum rétti ungmenna til að vera virkir borgarar. Að fagna 12. ágúst sérstaklega, þýðir fyrir okkur að fögnuð fyrir áralöngu starfi okkar, allstaðar í evrópu.

Meira
Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna

 

Ár hvert er 10. september tileinkaður forvörnum vegna sjálfsvíga víða um heim. Hér á landi er dagurinn einnig helgaður minningu þeirra sem fallið hafa fyrir eigin hendi.

Talið er að í heiminum öllum verði sjálfsvíg á 40 sek. fresti. Tíðni sjálfsvíga á Íslandi sveiflast frá ári til árs og er á bilinu 33–37 sjáfsvíg á ári undanfarin ár. Það segir okkur að tveir til þrír einstaklingar að meðaltali svipta sig lífi í hverjum mánuði á Íslandi

Að þessu sinni verður athygli vakin á sjálfsvígum og forvörnum gegn þeim með ýmsum hætti:

Meira
Kannabisneysla viðtal
Marita

 

Í Ísland í bítið var Magnús Stefánsson forvarnafulltrúi Marita fræðslu IOGT í viðtali við Kollu og Heimi.

Hér má hlusta á viðtalið http://vefutvarp.visir.is/upptokur?itemid=13313

Meira
Kannabisneysla veldur varanlegri greindarskerðingu
Meira
Haustið er komið
spirits-big-150x150

Haustið er komið og skólarnir eru að byrja. Foreldrar fyglja börnum sínum og kenna þeim að sneiða hjá áhættum sem eru í umhverfinu.

Meira
ACTIVE þingið
activelogos

Einar Einarsson formaður Núll prósent kosin í stjórn ACTIVE og skipaður þar sem tengiliður gagnvart IOGT international. Einar er að sjálfsögðu ánægður með kjörið og ætlar að leggja sig fram um að koma ungmennahugsjóninni á framfæri og efla starf Núll prósent og IOGT hér heima.

Meira
Sumarmót ACTIVE Núll prósent
IMG01077-20120521-1654

Núll prósent hélt sumarmót ACTIVE dagana 7. til 14. ágúst og voru yfir 250 gestir frá 25 löndum hjá okkur á Úlfljótsvatni yfir mótið. Mótið var vel heppnað og gestirnir undu sér vel í góðri aðstöðu sem skátarnir hafa reist.

Meira
Icebreaker 2012

 

Icebreaker 2012

sumarleikar Active, Núll prósent, IOGT

hefst 7. ágúst

Allt er að verða klárt.

fylgist með á slóðinni http://icebreaker2012.eu/index.php/program

Meira
Afstaða Forseta

Hér birtast svör forsetaframbjóðendanna sem svöruðu spurningum um áfengi og forvarnir um leið og þau berast okkur

   

   

Meira
Herdís Forseti

Bindindissamtökin IOGT á Íslandi, Núll Prósent og Barnahreyfing IOGT á Íslandi lögðu fram spurningalista fyrir forsetaframbjóðendur 2012

og svaraði Herdís Þorgeirsdóttir svona:

Meira
Hannes forseti

Bindindissamtökin IOGT á Íslandi, Núll Prósent og Barnahreyfing IOGT á Íslandi lögðu fram spurningalista fyrir forsetaframbjóðendur 2012

og svaraði Hannes Bjarnason svona:

Meira
Ari Forseti

Bindindissamtökin IOGT á Íslandi, Núll Prósent og Barnahreyfing IOGT á Íslandi lögðu fram spurningalista fyrir forsetaframbjóðendur 2012

og svaraði Ari Trausti Guðmundsson svona:

Meira
EM Í FÓTBOLTA
oh1

 

Tíminn er runnin upp og biðin er á enda fyrir unnendur fótbolta!  Föstudaginn 8. júní mun Evrópumeistaramót í fótbolta "UEFA EURO 2012 ™" hefjast. Fyrstu lið til að keppa eru Pólland og Úkraína. Á meðan keppnin stendur yfir sem er einn mánuður, 31 leikir, meira en 2790 mínútur verður IOGT í Brautarholtið með opnar dyr fyrir þá sem vilja horfa.  Komið og styðjið uppáhalds liðið ykkar horfið á áhugaverða leiki í góðum félagsskap.

Þeir sem vilja horfa hafi samband iogt@iogt.is 

Meira
Fótboltafár í Brautarholti
Meira
FIFA
Sigurbjörg Helga Sigurgeirsdóttir

Barnahreyfing IOGT á Íslandi tekur undir áskorun með fjölmörgum frjálsum félagasamtökum sem finnst óviðeigandi og afturför að þvinga Brasilíu til að taka upp áfengisstefnu sem stríðir gegn hagsmunum barna með því að stuðla að áfengisneyslu á fótboltaleikjum á heimsmeistaramóti í fótbolta í Brasilíu árið 2014. 

Meira
Forsetinn heiðraður
Forsetinn heiðraður

Forseti Íslands hlaut í gær heiðursverðlaun fyrir baráttu sína gegn fíkniefnum og forystu í forvarnamálum, bæði á Íslandi og á evrópskum vettvangi. Þau voru afhent á þingi Samtaka evrópskra borga gegn fíkniefnum, ECAD, sem í ár er haldið á Írlandi.

Meira
Maritafræðsla IOGT
Kannabis_ekki_neitt_gott

 

Magnús Stefánsson forvarnafulltrúi Maritafræðslu IOGT var í viðtali á Bylgjunni þar sem hann lýsti áhyggjum á stóraukinni kannabisneyslu hjá ungu fólki. Undanfarin ár hefur framleiðsla aukist um 760% og sölumennskan er með þeim hætti að um skaðlausa neyslu sé að ræða.

 

hér er hægt að hlusta á viðtalið 

http://vefutvarp.visir.is/upptokur?itemid=11529

Meira
Áfengisneysla
Gunnar_Smári_SÁÁ

Athyglisvert viðtal við Gunnar Smára formann SÁÁ http://www.ruv.is/sarpurinn/kastljos/10052012/gunnar-smari-form-saa-i-vidtali

 

Meira
Gömludansakvöld á Rás 1
Gömludansakvöld

 

Eins og svo margir vita hafa Gömludansakvöld IOG notið gífurlegra vinsælda síðastliðna vetur.

Í vetur kom Erla Tryggvadóttir dagskrárgerðarmaður á Ríkisútvarpinu í heimsókn til okkar

þar sem hún tók viðtöl við dansgesti um þeirra upplifun og festi stemmninguna á stafrænt upptökutæki.

Hér er kynning á þættinum á heimasíðu Rúv.

Erla Tryggvadóttir bregður undir sig betri fætinum og kíkir í Danshöllina í Drafnarfelli þar sem dansinn dunar svo sannarlega.

http://dagskra.ruv.is/nanar/14328/

Meira
Sjálfboðaliðar IOGT
IMG01050-20120503-1549
Meira
Gömludansakvöld á Rás 1
Gömludansakvöld

Gömludansakvöld IOGT í útsendingu hjá Erlu Tryggvadóttur á Rás 1 næstkomandi fimmtudag klukkan 17:00

 

Meira
Aðalfundur Svæðisráðs IOGT
Meira
Marita á landsvísu
marita logo

Magnús Stefánsson, forvarnarfulltrúi hjá Maritafræðslu IOGT, sótti Vopnafjörð heim í gær og ræddi við nemendur eldri bekkja Vopnafjarðarskóla í gærdag og foreldra barna í gærkvöldi. Vakti málflutningur Magnúsar mikla athygli en um er að ræða samstarfsverkefni sem kallast Maríta og er hluti forvarnarsviðs IOGT á Íslandi. Aðalverkefni þess er samstarf á vettvangi forvarnafélagsins Hættu áður en þú byrjar er varðar fræðslu um skaðsemi fíkniefna. Er Magnús fræðslufulltrúi verkefnisins en sem fyrr greinir er það bindindishreyfingin IOGT á Íslandi heldur úti Maritafræðslunni og helstu styrktaraðilar fræðslunnar eru Lýðheilsustöð og fyrirtæki. Hingað var forvarnarfulltrúinn kominn fyrir tilstuðlan Foreldrafélags Vopnafjarðarskóla og Sigríðar Jóhannesdóttur með stuðningi Vopnafjarðarhrepps.

Meira
Vertu þú sjálf/ur
barniogt2

 

Fyrsta innanlands-verkefni ABC

Nú í haust tók ABC barnahjálp í fyrsta sinn þátt í innlendu verkefni. Ákveðið var að styðja við Maritafræðslu IOGT, með því að kosta jákvæðar forvarnir fyrir nemendur og foreldra 5. og 6. bekkinga. 

Meira
Náum áttum morgunverðarfundur
N8mar2012sma

Fín umfjöllun um erindi á morgunverðarfudi Náum áttum hópnum sem var í morgun er hægt að finna á heimasíðu Morgunblaðsins

Meira
Vorið nálgast
IOGT á Íslandi

 

Nú hækkar sól og styttist í vorið. Við viljum þakka fyrir góða þátttöku í starfi IOGT í vetur og fögnum því hve vel stúkufundirnir eru sóttir. Heilmikil félagafjölgun hefur verið í sumum deildum og gleðjumst við yfir árangri einstakra félaga sem eru duglegir að taka með sér gesti. Það skiptir máli að við séum virk.

Næsta föstudagskvöld er Gömludansakvöld í Danshöllinni og hvetjum ykkur til að fjölmenna og taka með ykkur gesti. Haukur Ingibergsson leikur fyrir dansi og er það alltaf vel lukkað hjá honum.

Aðalfundur Svæðisráðs IOGT verður 20. mars í Brautarholti 4a eins og var auglýst í dagskrá vetrarins og hvetjum við félaga til að mæta. Dagskrá fundarins verður hefðbundin eins og undanfarin ár með skýrslu stjórnar og formanns. Kosið verður í stjórn Svæðisráðsins á fundinum og ákveðin fjárhagsáætlun næsta árs. Stjórnin er staðráðin í að hafa gott með kaffinu.

Barnastúkan Æskan hefur staðið sig vel í vetur og haldið úti dagskrá fyrir krakka sem vilja eiga uppbyggilega stund í vinalegu umhverfi. Æskan er með fundi sína í félagsmiðstöðinni Miðbergi í efra Breiðholti anna hvern þriðjudag klukkan 17:00-18:00 og eru allir velkomnir sem eru eldri en 6 ára.

Landsþing IOGT fer fram 5. maí næstkomandi í Brautarholti 4a og minnum við félagana á þegar nær dregur. Landsþing fór fram síðast 2010 í Gúttó í Hafnarfirði og var frábærlega vel heppnað. Það er von okkar að þingið núna verði ekki síðra.

Sjáumst áfram í vetur, verum virk í félagsstarfinu og hvetjum fleiri til liðs við okkur því okkar er málstaðurinn.

Meira
Maritafræðsla IOGT
marita logo

 

Magnús Stefánsson kom í Bylgjuviðtal af tilefni ályktunar Sambands ungra sjálfstæðismanna að lögleiða fíkniefni. Magnús sagði að neysla myndi margfaldast með lögleiðingu og bitna á þjóðfélaginu í heild

Hér er hægt að nálgast viðtalið:  http://vefutvarp.visir.is/upptokur?itemid=9824

Meira
Neikvætt áfengi!
spirits-big-150x150
Meira
Sjálfboðaliðar IOGT
euf

 

Sjálfboðaliðar á skrifstofu IOGT og 0%

Við höfum fengið samþykki fyrir styrk frá evrópusambandinu til að greiða kostnað vegna tveggja nýrra sjálfboðaliða 

við að byggja upp og nútímavæða ungmennahreyfingu IOGT 0%. 

Meira
Gömludansakvöld IOGT í Danshöllinni

 

Gömludansakvöld
Gömludansakvöld.jpg

Mætum öll á gömludansakvöldið í kvöld 3. febrúar

Dansklúbbur IOGT

Meira
FIFA þvingar ríkisstjórn Brasilíu til að breyta lögum

 Fifa, alþjóðlegu knattspyrnusamtökin, fara fram á að áfengi verði selt á öllum knattspyrnuvöllum í Brasilíu í heimsmeistarkeppninni (World Cup) 2014, stjórn Fifa vill fá einkarétt á sölu bjórs á öllum leikjum keppninnar. En áfengissala hefur verið bönnuð á knattspyrnuvöllum í Brasilíu sem hluti af aðgerðum ríkisstjórnarinnar til að draga úr ofbeldi í fótboltanum og til að bæta almenna lýðheilsu. Heilbrigðisráðherra landsins hefur hvatt þing til að viðhalda banninu í heimsmeistarakeppni Fifa.

Meira
Þorragleði í Vinabæ

 

Þorragleði IOGT verður haldin í Vinabæ Skipholti 33

þriðjudagskvöld 31. janúar 2012 og hefst klukkan sjö.
Félagar IOGT og 0% eru hvattir til að fjölmenna og taka með sér gesti. Verðið
er aðeins 3.800.-kr. og er kaffi og konfekt
innifalið ásamt skemmtiatriðum
 
Skráning fer fram á skrifstofu IOGT
í síma 511 1021, 895 5030
í netfang: iogt@iogt.is og á heimasíðu IOGT http://iogt.is/page/skraning_a_vidburdi

Skráning fer fram á skrifstofu IOGT

í síma 511 1021 og 895 5030
í netfang: iogt@iogt.is og á heimasíðu IOGT 
http://iogt.is/page/skraning_a_vidburdi

Meira
Boltinn í beinni
IOGT á Íslandi

Í dag verður boltinn í beinni í Brautarholti 4a félagsheimili IOGT.

Stemning á kantinum. Húsið opnar 14:45

Allir velkomnir.

Meira
Fréttabréf IOGT nr. 55
IOGT á Íslandi

 

Fréttabréf IOGT nr. 55 er komið út. Meðal annars er sagt frá Hvít Jól verkefninu, félagsstarfinu fram á vorið, félaga mánaðarins, fjölmiðlaátaki IOGT og ACTIVE sumarleikunum og fleiru.

Hér er hægt að lesa fréttabréf nr. 55

 
Meira
Dagskrá IOGT hafin á vorönn 2012
IOGT á Íslandi

Dagskrá IOGT fram á vorið er komið á netið.

félagar eru hvattir til að sækja fundi og taka með sér gesti.

Dagskrána er hægt að skoða nánar

hér http://iogt.is/id/2360

Meira
Takk fyrir Hvít Jól
IMG_0883

 

Takk fyrir Hvít Jól

Við þökkum fyrir undirtektirnar við Hvít Jól átakinu og öllum þeim sem gerðust fulltrúar átaksins. Um 400 manns gerðust beinir fulltrúar átaksins og báru þannig skilaboðin áfram út í samfélagið. Reynslan af átakinu er góð og tók fólk okkur fagnandi. Næstu jól höldum við aftur úti verkefninu og er þá líklegt að fleiri þekki til okkar og verði með. 

IOGT á Íslandi ásamt 0% voru með fulltrúa sína úti á torgum í átakinu og voru mjög jákvæð viðbrögð við því. Fólk sem átti tal við okkur um átakið óskaði líka eftir upplýsingum um IOGT og 0% sem standa á bakvið átakið. Fólkið gladdist mikið að heyra að IOGT er ennþá svo virkt í forvarnarstarfinu. 

 

Meira
Jólakveðja
IMG_0883

 

IOGT á Íslandi óskar öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári

Með þökk fyrir samstarfið og ósk  um velgengi á nýju ári

Meira
Frá IOGT á Íslandi í tilefni af jólum
Hvít Jól lógó

 

Frá IOGT á Íslandi í tilefni af jólum

Aðalsteinn Gunnarsson Framkvæmdastjóri skrifar

 
Virðum rétt barna, líka rétt þeirra gagnvart neyslu áfengis.
Hugur okkar leitar að góðum gildum í aðdraganda jóla. Hugurinn leitar til þeirra sem um allan heim beita sér fyrir friðsamlegri baráttu sína fyrir grundvallar mannréttindum. 
Meira
Marita
magnús marita

 

Sterk og viðbúin Maritafræðsla verður í félagsmiðstöð IOGT Brautarholti 4a

fimmtudagskvöldið 8. desember klukkan 20:00

Hér er gott tækifæri fyrir gesti og félaga að sjá hvernig verkefnið er framkvæmt

Gestir verða á fundinum frá Svíþjóð sem vilja gjarnan hitta okkur

góðar veitingar verða í boði

 

Meira
kaffimorgun og Hvít Jól
renningur_1

Kaffimorguninn í Vinabæ þann þriðja desember tókst vel og voru gestir ánægðir með að fá tækifæri til að hittast í svo föngulegum hóp. Aðalsteinn Gunnarsson framkvæmdastjóri IOGT á Íslandi kynnti átak IOGT sem verður haldið á lofti í desember, Hvít Jól

Meira
Jólamarkaður Skálatúns

 

Jólamarkaður

 

Undirbúningur jólamarkaðar
 

Jólamarkaður Vinnustofa Skálatúns verður haldinn þann 1. desember frá kl. 11:00 – 17:30.

 

Meira
Opið hús IOGT
Brautarholt 4a upplyfting

 

Opið hús IOGT Brautarholti 4a þriðjudagskvöldið 29. nóvember klukkan 20:30. Nýja félagsheimilið verður vígt formlega og eru léttar veitingar í boði. Félagar og gestir eru hvattir til að fjölmenna.

 

Meira
Fréttabréf IOGT nr. 54
IOGT á Íslandi

 

Fréttabréf IOGT nr. 54 er komið út. Meðal annars er sagt frá Hvít Jól verkefninu, félagsstarfinu fram að jólum, opnunarhátíð IOGT hússins í Brautarholti 4a,

0% starfinu, stofnfundi hollvinasamtaka Unu í Garði, Vertu þú sjálfur, Sterk og viðbúin, Marita, Hvað ef og frumvarpi um algjört bann við áfengisauglýsingum.

 

Hér má sjá fréttabréfið

Meira
Opið Hús
Hvað Ef?
Hvað ef

15. nóvember 2011 klukkan 19:30

 

Við bjóðum til
STÓRSÝNINGAR á HVAÐ EF á stóra sviði Þjóðleikhússins þann 15 nóv. kl. 19.30 í tilefni þess að nú þegar hafa yfir 10.000 unglingar,foreldra og kennarar séð sýninguna frá frumsýningu í október 2010, í Kassanum Þjóðleikhúsi.

 

 

Meira
Vímuvarnavikan 2011 Undirritun
VIKA 43 logo

 

Vímuvarnavikan 2011 
Undirrituð yfirlýsingu Viku 43 um að virða beri rétt barna til lífs án neikvæðra afleiðinga áfengis- og vímuefnaneyslu
Meira
Vímuvarnavikan 2011 vika 43
vika 43 2011 banner

 

Vímuvarnavikan 2011 vika 43. Réttur barna á Íslandi til að lifa án áreitis áfengisneyslu eða annarra vímuefna.

Meira
Ný heimasíða Alþjóðahreyfingar IOGT
logo IOGT int org

Alþjóðahreyfing IOGT opnaði nýja heimasíðu í gær

Meira
Félagsheimili IOGT í Brautarholti 4a
Brautarholt 4a upplyfting

Unnið er að andlitsupplyftingu á nýju félagsheimili IOGT í Reykjavík.

Meira
Vetrarstarf IOGT hefst
_DSC2918

Vetrarstarf IOGT hefst með kaffimorgni IOGT í Vinabæ á laugardaginn kemur. 

Meira
Sjálfboðaliði 0%
IMG_4359

 

Amy er sjálfboðaliði á vegum Evrópu unga fólksins verkefnisins http://www.euf.is/euf/Default.asp og vinnur á skrifstofu 0% í Brautarholti 4a í Reykjavík.

Amy heldur utan um mörg verkefni sem eru í gangi hjá 0% og er að setja upp heimasíðu 0% http://nullprosent.is/page/umnullprosent

0% hreyfingin hefur stækkað mjög mikið undanfarið ár og er enn að eflast. Mikil starfsemi verður í vetur á mörgum stöðum og geta ungmenni sótt um að stofna deildir á sínum heimaslóðum með stuðningi frá 0% og IOGT.

 

Meira
0% hópurinn

 

Frábærir krakkar hafa hist í Brautarholtinu í sumar og skemmt sér konunglega. Krakkarnir hafa opið hús á miðvikudögum og föstudögum 20-23.

Nokkrir úr hópnum eru að undirbúa ferð sína á sumarnámskeið í Lettlandi þar sem að við hittum krakka frá IOGT frá mörgum löndum Evrópu.

 

Meira
Heimsókn til IOGT í Noregi
Aðalsteinn_Gunnarsson_og_Roald_Heggernes

Aðalsteinn Gunnarsson framkvæmdastjóri IOGT á Íslandi átti góðan fund með fulltrúum IOGT í Noregi um helgina um nýjungar í starfinu og viðbætur við það sem er í gangi.

Meira
Nýr formaður SÁÁ
Gunnar_Smári_SÁÁ

 

 

Þórarinn Tyrfingsson, sem verið hefur formaður SÁÁ, undanfarin 22 ár gaf ekki kost á sér til endurkjörs á aðalfundi félagsins sem fram fór í dag, fimmtudaginn 26. maí.

Í hans stað var Gunnar Smári Egilsson kosinn formaður.

 

 

Við óskum SÁÁ innilega til hamingju með nýja formanninn. Megi honum fylgja lukka fyrir starfið. Við hlökkum til að halda áfram samstarfi á vettvangi áfengis og vímuvarna eins og við höfum gert í gegnum tíðina.
Aðalsteinn Gunnarsson framkvæmdastjóri IOGT á Íslandi
Meira
Foreldraverðlaun
Foreldraverðlaun

 

IOGT tilnefnd til foreldraverðlauna.

Foreldraverðlaun Heimilis og skóla voru afhent í sextánda sinn í dag, 24. maí kl. 15:00 í Þjóðmenningarhúsi við Hverfisgötu. Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra afhenti verðlaunin. Aðalsteinn Gunnarsson framkvæmdastjóri IOGT tók við viðurkenningu fyrir tilnefninguna í Þjóðmenningarhúsinu.

Meira
Sjálfboðaliðar IOGT
EVS_Ísland

IOGT hefur fengið til liðs sjálfboðaliða frá Evrópusambandinu sem starfa fyrir okkur í heilt ár. Karl Häggroth og Amy Nylander eru frá Örebro í Svíþjóð og komu til okkar 2. maí og hafa komið sér fyrir í Hafnarfirði og una vel við sitt.

Meira
Einingarkvöld
Einingarfáni

 

Einingarfélagar hittast í kvöld.

Dagskráin er í höndum Einilundar og Birkilundar aðila.

Meðal annars verða sýndar myndir frá upphafsárunum og flutningnum austur.

Kaffi verður eftir fundinn.

Félagar eru hvattir til að koma.

Meira
Páskar 2011
IOGT_Páskar

 

IOGT á Íslandi óska öllum gleðilegra páska með von um að allir eigi góðar stundir í vímulausu umhverfi.

Mikið hefur verið að gerast í ungmennastarfi IOGT og hafa krakkarnir verið mikið í fjölmiðlum að undanförnu

hér má sjá nokkrar slóðir sem má skoða:

http://issuu.com/fjardarposturinn/docs/fp-2011-16-skjar/1

http://www.bleikt.is/lesa/0hopurinnadnakrokkumadurenthauprofavimugjafa

Meira
Bara Gras?
Kannabis_ekki_neitt_gott

 

Mánudaginn 4. apríl, kl. 16.30 verður haldið málþing í hátíðarsal Rimaskóla þar sem fjallað verður um skaðsemi kannabisefna. Það eru 22 samtök sem standa að málþinginu. Á málþinginu flytja erindi:Helga Margrét Guðmundsdóttir, ráðgjafi,  Andrés Magnússon, geðlæknir, Jón Sigfússon, Rannsóknir og greining,  Karl Steinar Valsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, Sverrir Jónsson, læknir SÁÁ og Guðbjörg Erlingsdóttir, ráðgjafi hjá Foreldrahúsi.

Meira
Gömludansakvöld
Gömludansakvöld

Mætum öll á gömludansakvöldið í kvöld

Dansklúbbur IOGT

Meira
Kaffimorgun Vinabæ
iogt_leggdulid2

 

Minnum á kaffimorguninn í Vinabæ á laugardagsmorguninn kl.10:30

Meira
Bara Gras?
Kannabis_ekki_neitt_gott

 

Málþing um skaðsemi kannabisefna

 

Mánudaginn 4. apríl, kl. 16.30 verður haldið málþing í hátíðarsal Rimaskóla þar sem fjallað verður um skaðsemi kannabisefna. Það eru 22 samtök sem standa að málþinginu. Á málþinginu flytja erindi:Helga Margrét Guðmundsdóttir, ráðgjafi,  Andrés Magnússon, geðlæknir, Jón Sigfússon, Rannsóknir og greining,  Karl Steinar Valsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, Sverrir Jónsson, læknir SÁÁ og Guðbjörg Erlingsdóttir, ráðgjafi hjá Foreldrahúsi.

Meira
Málþing IOGT
IOGT á Íslandi

 

Breytt dagskrá í kvöld

Vegna óviðráðanlegra orskaka fellur Marita fræðslan niður í kvöld en í staðinn er flutt erindi frá Foreldrahúsi

 

Meira
Facebook IOGT Gras
Boðskort_Kannabis

 

IOGT hefur sett upp facebook síðu í tilefni átaks gegn kannabis

http://www.facebook.com/pages/IOGT-Gras/119703648105586

Meira
Kannabis ekki neitt gott
Kannabis_ekki_neitt_gott
Meira
Verum vakandi. Bara gras?
Boðskort_Kannabis
Meira
IOGT í viðtali í Ísland í bítið á Bylgjunni
Í_bítið_á_Bylgjunni

 

Magnús Stefánsson frá Marita fræðslunni og Aðalsteinn Gunnarsson frá IOGT á Íslandi ræddu forvarnir og kannabisneyslu unglinga

 

Hér má hlusta á viðtalið: http://www.visir.is/section/MEDIA98&fileid=CLP3033

Meira
Kannabisneysla unglinga
magnús marita

Magnús Stefánsson frá Marita fræðslunni var í viðtali í morgun á Ísland í bítið og má hlusta á það hér: http://www.visir.is/section/MEDIA98&fileid=CLP2820

Meira
Áfengismenningin takmarkar ungar konur
iogthond

Ungar stúlkur eru sérstaklega berskjaldaðar vegna ríkjandi viðhorfa til áfengisneyslu í okkar samfélagi.

Meira
Alþjóðlegur kvennadagur
logo ACTIVE

 

ACTIVE evrópusamtök ungs fólks innan IOGT hafa sent frá sér fréttatilkynningu í tilefni af alþjóðadegi kvenna

IOGT á Íslandi vinnur að jafnrétti án tillits til kynþáttar, litarháttar, stöðu eða stjórnmálaskoðana.

http://sw.swapp.lausn.is/doc/2429?wosid=false

Meira
Ársþing 0% ályktar gegn lækkun áfengiskaupaaldurs
0stjornin2011_360

 

0% sér þörf fyrir því að skapa vímulausa skemmtun fyrir ungt fólk“ sagði Einar Einarsson nýkjörinn formaður 0% hreyfingarinnar á Íslandi.

Meira
Gömludansakvöld
Gömludansakvöld

 

Gömludansakvöld IOGT í Danshöllinni Drafnarfelli 2 föstudagskvöldið 2. febrúar 21:00

Haukur Ingibergs spilar og heldur uppi fjörinu.

Verðið er aðeins 1.000. kr-

Allir velkomnir

Gömludansakvöld IOGT í Danshöllinni Drafnarfelli 2 föstudagskvöldið 2. febrúar 21:00

Haukur Ingibergs spilar og heldur uppi fjörinu.

Verðið er aðeins 1.000. kr-

Allir velkomnir

Gömludansakvöld IOGT í Danshöllinni Drafnarfelli 2 föstudagskvöldið 2. febrúar 21:00

Haukur Ingibergs spilar og heldur uppi fjörinu.

Verðið er aðeins 1.000. kr-

Allir velkomnir

Gömludansakvöld IOGT í Danshöllinni Drafnarfelli 2 föstudagskvöldið 2. febrúar 21:00

Haukur Ingibergs spilar og heldur uppi fjörinu.

Verðið er aðeins 1.000. kr-

Allir velkomnir

Meira
Þorragleði í Vinabæ
_DSC2890

 

Þorragleði IOGT verður í Vinabæ Skipholti 33 Reykjavík. Gleðin er opin öllum sem vilja gera sér glaðan dag í vímulausu umhverfi.

Miðaverði er aðeins 3500 krónur og er posi á staðnum.

Matur, drykkur, gleði, kaffi og konfekt

Skráning á viðburðinn er hér

Meira
Málþing IOGT í Norræna húsinu
Málþingsmynd

 

 

Málþing IOGT í Norræna húsinu

IOGT, hugmyndin um bindindi 

- öfgar eða samfélagsleg ábyrgð

mánudaginn  24. janúar 2011 kl.10:00-11:30

í boði IOGT

Málþing IOGT í Norræna húsinu

IOGT, hugmyndin um bindindi 

- öfgar eða samfélagsleg ábyrgð

mánudaginn  24. janúar 2011 kl.10:00-11:30

í boði IOGT

Málþing IOGT í Norræna húsinu

IOGT, hugmyndin um bindindi 

- öfgar eða samfélagsleg ábyrgð

mánudaginn  24. janúar 2011 kl.10:00-11:30

í boði IOGT

Meira
Skrifstofa IOGT flytur
Aðalsteinn_á_skrifstofu

 

IOGT á Íslandi hefur flutt skrifstofu framkvæmdastjórans upp um eina hæð í Brautarholti 4a. Aðalsteinn Gunnarsson hefur fært sig um set til hagræðingar þar sem ungmennastarf IOGT hefur vaxið svo hratt í haust. Tveir sjálfboðar eru komnir til starfa og hjálpa til við að byggja upp og styrkja ungmennastarfið. Aðalsteinn verður að öllu jöfnu á starfandi á skrifstofunni en sinnir erindum út á við samhliða. Símanúmer skrifstofunnar er áfram 511 1021.

Meira
Fréttabréf IOGT nr. 52
2888917_03logoiogt1

 

Fréttabréf IOGT nr.52er komið út. Dagskrá vorsins 2011 er á baksíðu ásamt umfjöllun um afmælishátíð Einingarinnar sem hélt upp á 125 ára afmælið 23.11.2010.

 

Hér má sjá fréttabréfið

Meira
Martin og Fanny

 

Martin Wolfors og Fanny Gelotte eru komin til Íslands en þau vinna með barna og ungmennahreyfingum IOGT að uppvexti og velferð næstu mánuði.

Við bjóðum þau velkomin til okkar.

Meira
Nýárskveðja
2888917_03logoiogt1

 

IOGT á Íslandi óskar öllum gleðilegs árs og farsældar.

 
Meira
Þetta gerðist

 
 

30. desember 1887

Bríet Bjarnhéðinsdóttir, sem þá var 31 árs, flutti fyrirlestur í Góðtemplarahúsinu í Reykjavík um kjör og réttindi kvenna. »Þetta er í fyrsta sinn sem kvenmaður hér á landi heldur opinberan fyrirlestur,« sagði í Fjallkonunni. »Munu fæstir hafa búist við jafn góðri frammistöðu af sjálfmenntuðum kvenmanni,« sagði í Ísafold.

Þessi bútur birtist í morgunblaðinu 30/12 2010 bls. 30

 

 

Meira
Tréð gekk ekki
IMG_0441_web

Stutt jólasaga um fólk sem lætur sig máli skipta í mannréttindum barna og ungmenna hvar sem er í heiminum.

Sagan er fengin utan úr heimi og þýdd.

Meira
Hvít jól
IOGT á Íslandi

 

Frá IOGT á Íslandi í tilefni af jólum og alþjóða mannréttindadeginum 10. desember 2010

Virðum rétt barna, líka rétt þeirra gagnvart neyslu áfengis.

Vinnuhópur á vegum alþjóðlegu ungmennasamtakanna Active fór nýlega yfir Mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna og Barnasáttmálann sem á honum byggir og komst að þeirri niðurstöðu að samkvæmt a.m.k. fimmtán greinum Mannréttindasmáttmálans er brotið á rétti barna hvað varðar neyslu áfengis.  Rétti sem oft virðist hunsaður í stefnumörkun og ákvörðunum stjórnvalda.


Rannsóknir sýna að neysla áfengis veldur öðrum en neytendunum sjálfum tjón með ýmsum hætti, ekki síst börnum og ungmennum. Til dæmis er áfengi viðurkenndur orsakaþáttur í 16% tilvika misnotkunar og vanrækslu gagnvart börnum. Í Þýskalandi fjölgaði komum barna og ungmenna á neyðarmóttökur um 170% á árunum 2000-2008 og áfengi er orsakavaldur 7, 4% í örorku og ótímabærum dauða í ríkjum Evrópusambandsins.

Meira
Afmælishátíð Einingarinna myndir
_DSC2875

 

Hátíðarafmæli stúkunnar Einingarinnar var haldið þriðjudaginn 23. nóvember í Vinabæ.

Aðalsteinn Gunnarsson æðstitemplar Einingarinnar setti afmælishátíðina og bauð Einingarfélaga, velunnarar og samstarfsaðilar velkomna til veislu.

Hér er hægt að skoða myndir frá hátíðinni. 

Meira
Samfélagið í nærmynd
Einingarfáni

 

Aðalsteinn Gunnarsson æðstitemplar IOGT stúkunnar Einingarinnar nr. 14 og Einar Hannesson aldursforseti mættu í morgun í viðtal hjá Leifi og Hrafnhildi í þættinum samfélagið í nærmynd og spjölluðu um félagsstörf Einingarinnar fyrr á tíðum og í framtíðinni.

Hér er hægt að hlusta á viðtalið http://dagskra.ruv.is/ras1/4555932/2010/12/03/

Meira
Ályktun SAMAN-hópsins um unglingaskemmtanir
2888917_03logoiogt1

SAMAN-hópurinn lýsir yfir áhyggjum af endurteknum unglingaskemmtunum á vegum einkaaðila fyrir börn undir lögaldri á vínveitingahúsum og vill hvetja forsvarsmenn sveitarfélaga til að móta sér stefnu í slíkum málum.

Meira
Einingin nr.14 125 ára

Hátíðarafmæli stúkunnar Einingarinnar verður haldið þriðjudaginn 23. nóvember í Vinabæ, Skipholti 33 klukkan 19:30 húsið opnar kl.19:00. Einingarfélagar, velunnarar ogsamstarfsaðilar eru boðnir til veislu og er áríðandi að allir skrái sig strax hér á þessari slóð eða í síma 895 5030.

 

Meira
IOGT stúkan Einingin nr. 14 á 125 ára afmæli
Einingarfáni

 

IOGT stúkan Einingin nr.14 á 125 ára afmæli. Af tilefni dagsins höldum við veglega afmælishátíð í Vinabæ Skipholti 33, þar sem félagsstarf IOGT í Reykjavík fer fram.

Félagar Einingarinnar hafa alla tíð verið mjög kraftmiklir og gefið af sér ómetanlegt framlag til menningar Reykjavíkur á svo mörgum sviðum út fyrir starf IOGT. Í Einingunni hafa félagar alist upp í kraftmiklu félagslegu umhverfi sem hefur hvatt þá til dáða á öllum sviðum mannlífsins. Einingin hefur verið mikilvægur félagsmálaskóli eins og allt starf IOGT sem reist er á góðum gildum jafnréttis, vináttu, friðar og bindindis.

Við viljum þakka þeim félögum Einingarinnar sem á fyrri árum hafa komið við sögu kærlega fyrir allt þeirra starf sem hefur skilað okkur langlífi. Kæru afmælisfélagar, velunnarar og samstarfsaðilar, höldum áfram göngu okkar til góðs, fáum fleiri í lið með okkur, verum góðar fyrirmyndir, látum okkur málin varða, því fylgir að bindindi verður sjálfgefið.

Meira
Félagsdagskrá IOGT fram að jólum
Meira
Náum áttum morgunverðarfundur 17. nóvember
N8 nov

 

Fundurinn verður haldinn á Grand Hótel í Reykjavík, miðvikudaginn 17. nóvember kl. 8:15 - 10:00. Skráning nauðsynleg, fyrir kl. 17 þriðjudaginn 16. nóv. 

Þátttökugjald er 1.500 kr., sem þarf að staðgreiða. Morgunhressing innifalin.

Náum áttum hópurinn stendur mánaðarlega fyrir morgunverðarfundum um ýmis brýn málefni sem snerta börn og unglinga.

Brýnt er að allir skrái sig á fundinn og það ekki seinna en fyrir kl. 17, þriðjudaginn 16. nóvember.

Meira
Kaffimorgun á laugardag 10:30
iogthond

 

Flottur kaffimorgun verður á laugardagsmorguninn 6.nóvember 10:30 þar sem við hittumst í notalegu umhverfi í Vinabæ yfir kaffisopa og meðlæti.

Gömludansakvöld verður 19. nóvember og munum eftir að láta fleiri vita.

Meira
Vímuvarnavikan
VIKA 43 logo
Meira
Fréttabréf IOGT nr. 51
2888917_03logoiogt1

 

Fréttabréf IOGT nr.51 er komið út í minni útgáfu, svart hvítt og var sent til félaganna með tímaritinu Áhrif sem kom út í haust og hefur að geyma góðar greinar um ástandið í þjóðfélaginu ásamt úttekt á heildarendurskoðunar áfengislöggjafarinnar.

Hér má sjá fréttabréfið

Meira
Vímuvarnavikan vika 43
vvvikan04

 

Vika 43 er vettvangur félagasamtaka sem vilja leggja forvörnum lið og/eða hafa forvarnir að markmiði starfs síns, til þess að vekja athylgi á forvarnastarfi og áfengis- og vímuefnamálum:
- Skapa vettvang fyrir samstarf félagasamtaka um að vekja athygli á stefnumörkun í áfengis- og vímuefnamálum, einkum forvörnum. 
- Varpa ljósi á viðfangsefni forvarna og það starf sem unnið er á vettvangi félagasamtaka.
- Vekja athygli landsmanna á mikilvægi forvarna, einkum forvörnum gagnvart börnum og unglingum. 
- Virkja þekkingu, styrk og samstöðu grasrótarsamstarfs til eflingar forvarnastarfs.
Meira
Barnastúkan Æskan
Barnakanínan 1

Barnastúkan Æskan fagnar flutningi í haust yfir í Miðberg félagsmiðstöð í efra Breiðholti

og viljum við þakka fyrir þau ár sem við höfum starfað svo vel í Fellaskóla.

Meira
Dansklúbbur IOGT
Gömludansakvöld

 

Gömludansakvöld IOGT í Danshöllinni tókst mjög vel og þökkum við fyrir góða mætingu.

Næsta gömludansakvöld verður 19. nóvember og hlökkum við til að sjá sem flesta.

Dansklúbbur IOGT. 

Meira
Gömludansakvöld
Gömludansakvöld

 

Dansklúbbur IOGT heldur gömludansakvöld í Danshöllinni.
Drafnarfelli 2 í Breiðholti föstudagskvöldið 8. október kl.21:00.
Lifandi tónlist flutt af Hauki Ingibergssyni.
Aðgangseyrir er aðeins kr. 1.000, innifalin eru kaffi og veitingar.
Allir eru hvattir til að taka með sér gesti og láta aðra vita af kvöldinu
Meira
Náum áttum morgunverðarfundur
N8okt2010_pdf

 

Morgunverðarfundur Náum áttum verður á Grand hótel miðvikudagsmorguninn 13. október 8:15-10:00

við hvetjum alla til að koma því málið kemur okkur við.

Meira
Lækkað verð á Gömludansakvöld
Gömludansakvöld

 

Vegna hagstæðra verða og áhuga gesta er lækkað verð aðeins 1.000.-kr 

Dansklúbbur IOGT heldur gömludansakvöld í Danshöllinni.
Drafnarfelli 2 í Breiðholti föstudagskvöldið 8. október kl.21:00.
Lifandi tónlist flutt af Hauki Ingibergssyni.
Aðgangseyrir er aðeins kr. 1.000, innifalin eru kaffi og veitingar.
Allir eru hvattir til að taka með sér gesti og láta aðra vita af kvöldinu
Meira
Dansklúbbur IOGT
Gömludansakvöld

 

Dansklúbbur IOGT heldur gömludansakvöld í Danshöllinni.
Drafnarfelli 2 í Breiðholti föstudagskvöldið 8. október kl.21:00.
Lifandi tónlist flutt af Hauki Ingibergssyni.
Aðgangseyrir er aðeins kr. 1.500, innifalin eru kaffi og veitingar.
Allir eru hvattir til að taka með sér gesti og láta aðra vita af kvöldinu
Meira
Kaffimorgun
iogt_leggdulid2

Kaffimorgun IOGT í Vinabæ Skipholti 33 tóks vel í morgun.

Margt var gert til gamans og mikið spjallað eftir gott sumar.

Fjöldi félaga og gesta mættu og gerðu sér glaðan dag. 

Aldarafmæli  Halldórs Kristjánssonar heitins var minnst.

Myndasyrpa kaffimorgunsins er hér

Meira
3. október IOGT dagurinn
iogt-leggdulid2

 

Allir eru velkomnir á kaffimorgun IOGT í Vinabæ Skipholti 33 í Reykjavík

laugardaginn 2. október kl. 10:30 til 12:00

 

Alþjóadagur IOGT er 3. október og er markmið dagsins er að gera IOGT á Íslandi áberandi.

Áríðandi er að félagar IOGT mæti í Vinabæ og haldi upp á þjóðhátíðardag IOGT.

Myndaglærusýning er í gangi allan tímann í höndum Skíðadeildar Hrannar með Skálafellsskálann

og Núll% hópsins með myndir frá alþjóðamóti 2010.

Galtalækjarvöfflukaffi með meiru verður í boði IOGT.

Meira
Sterk og viðbúin
Sterk og viðbúin
Meira
Ökum edrú
Blaðamannafundur 2
Meira
Fréttabréf IOGT nr. 50
Gúttó_í_Hafnarfirði
Meira
Krakkaheimsókn
Krakkaheimsókn
Krakkar í heimsókn á skrifstofuna
Meira
Galtalækjarskógur

 

Að gefnu tilefni vill IOGT á Íslandi koma á framfæri að félagasamtökin koma ekki á neinn hátt að útihátíðum í Galtalækjarskógi lengur.
Fyrir nokkrum árum var skógurinn seldur úr eigu IOGT sem í 40 ár stóð fyrir vímulausum fjölskylduhátíðum. 
Auglýsingar sem eru í gangi núna gefa ekki til kynna að um vímulausa hátíð sé að ræða í anda IOGT.
IOGT sem hefur í áratugi unnið að forvörnum, mannúðarmálum ofl. í landinu með ýmsum hætti og heldur því áfram á öðrum vettvangi.
Meira
Síró átak gegn Ölvuanarakstri
RD,JT,AG

 

Síró átak IOGT gegn ölvunarakstri hófst í morgun með blaðamannafundi á Players í Kópavogi.

 

Meira
Menningarsjóður KS styrkir forvarnir í Skagafirð
Skagafjörður_undirskrift

 

Þessi frétt birtist á vefnum www.feykir.is og fengum við leyfi til að birta hana hér

 
Menningarsjóður KS styrkir forvarnir í Skagafirði
 
 
Í dag var undirritaður samstarfssamningur milli Fræðsluskrifstofu Sveitarfélagsins Skagafjarðar, IOGT á Íslandi og Menningarsjóðs Kaupfélags Skagfirðinga um sérstakt átak í áfengis- og fíkniefnaforvörnum í grunnskólum í Skagafirði.
Meira
Landsþing IOGT í Gúttó Hafnarfirði
Gúttó_í_Hafnarfirði

Landsþing Bindindissamtakanna IOGT á Íslandi verður haldinn laugardaginn 15. maí í Gúttó í Hafnarfirði. Og hefst klukkan 10:00

Meira
Vonarheimsókn IOGT til SÁÁ í Efstaleiti
iogt+saa

Fulltrúar IOGT á Íslandi heimsóttu Von félagsheimili SÁÁ á föstudaginn var og voru móttökurnar mjög góðar. 

Meira
Fréttabréf IOGT nr. 49

 

Komið er út 49. Fréttabréf IOGT og hefur verið dreift til félagsmanna.  Að þessu sinni er m.a. efni um Félagslíf IOGT, Þorrablót, Dansklúbb IOGT. Í þessu fréttabréfi birtast 2 glæsilegar þýddar greinar sem eiga vel við í umræðunni í dag.

Fréttabréf IOGT nr 49

Komið er út 49. Fréttabréf IOGT og hefur verið dreift til félagsmanna.  Að þessu sinni er m.a. efni um Félagslíf IOGT, Þorrablót, Dansklúbb IOGT. Í þessu fréttabréfi birtast 2 glæsilegar þýddar greinar sem eiga vel við í umræðunni í dag.

Fréttabréf IOGT nr 49

Komið er út 49. Fréttabréf IOGT og hefur verið dreift til félagsmanna.  Að þessu sinni er m.a. efni um Félagslíf IOGT, Þorrablót, Dansklúbb IOGT. Í þessu fréttabréfi birtast 2 glæsilegar þýddar greinar sem eiga vel við í umræðunni í dag.

Fréttabréf IOGT nr 49

Komið er út 49. Fréttabréf IOGT og hefur verið dreift til félagsmanna.  Að þessu sinni er m.a. efni um Félagslíf IOGT, Þorrablót, Dansklúbb IOGT. Í þessu fréttabréfi birtast 2 glæsilegar þýddar greinar sem eiga vel við í umræðunni í dag.

Fréttabréf IOGT nr 49

Meira
Aðalfundur Svæðisráðs IOGT 2010
2888917_03logoiogt1

Aðalfundur Svæðisráðs IOGT í Reykjavík  verður haldinn 4. maí, þriðjudag í Vinabæ, Skipholti 33, og hefst hann kl. 20.30.

Meira
Fréttabréf IOGT nr. 48
iogt25a

 

 

Komið er út 48. Fréttabréf IOGT og hefur verið dreift til félagsmanna.  Að þessu sinni er m.a. efni um Félagslíf IOGT, Þorrablót, Dansklúbb IOGT. Í þessu fréttabréfi birtast 2 glæsilegar þýddar greinar sem eiga vel við í umræðunni í dag.

Fréttabréf IOGT nr 48

Meira
Fréttabréf IOGT nr. 47
iogt27a

Komið er út 47. Fréttabréf IOGT og hefur verið dreift til félagsmanna.  Að þessu sinni er m.a. efni um Dansklúbb IOGT, Dagskrá fram á vorið, auglýsing á þorrablótinu ofl.

Fréttabréf IOGT nr 47

Meira
Helgi Seljan heiðraður á Bessastöðum
helgiseljan

Tíu Íslendingar voru sæmdir heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í byrjun janúar. Þeirra á meðal var Helgi Seljan formaður fjölmiðlanefndar

Meira
Hátíðarkveðja IOGT
iogt_leggdulid2

Bindindissamtökin IOGT á Íslandi ásamt Barnahreyfingu og Ungmennahreyfingu óska öllum gleðilegrar hátíðar og gæfuríks nýs árs.

 

Meira
Fréttabréf IOGT nr. 46
dsc00845

Komið er út 46. Fréttabréf IOGT og hefur verið dreift til félagsmanna.  Að þessu sinni er m.a. efni um Dansklúbb IOGT, Dagskrá fram á vorið, auglýsing á þorrablótinu ofl.


 

Meira
Fréttabréf IOGT nr. 45
iogt17a

Komið er út 45. Fréttabréf IOGT og hefur verið dreift til félagsmanna.  Að þessu sinni er m.a. efni um Alþjóðadag IOGT 3. október sl, Viku 43 vímuvarnavikuna og Liðsmenn Jerico.


 

Meira
Fréttabréf IOGT nr.44
2888917_03logoiogt1

Meðal efnis er:

Samhjálp IOGT

Húsnæði IOGT í Reykjavík

Áfengisauglýsingar

ofl.


 

Meira
Fréttabréf IOGT nr.43
2888917_03logoiogt1

Meðal efnis er:

Samhjálp IOGT

Húsnæði IOGT í Reykjavík

Áfengisauglýsingar

ofl.

 

Meira
IOGT styrkir Samhjálp
dsc08509

 Það var mikil ánægja á meðal félaga á aðalfundi Svæðisráðs IOGT í Reykjavík þegar afhentur var myndarlegur styrkur til Samjálpar. 

Meira