Velkomin á heimasvæði 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Bindindissamtökin IOGT á Íslandi standa fyrir samfélagslegu verkefni gegn ölvunarakstri sumarið 2010. "ökum edrú" þar sem bent er á hörmulegar afleiðingar ölvunaraksturs með auglýsingum, umræðu, greinaskrifum og fleiru. Starf, tilvist og stefna hreyfingarinnar í forvörnum verður dregin fram með ýmsum hætti. Verkefnið hefst formlega með blaðamannafundi á Players í Kópavogi miðvikudaginn 16. júní klukkan 11:00

Auglýsingar átaksins eru komnar á youtube og verða þar til áminningar

                

          

                 

   

okum edru logo1

 

Ökum edrú...
 IOGT á Íslandi boðar til átaks gegn ölvunarskstri.

 

Á hverju ári eru a.m.k. 1000 ökumenn í umferðinni óhæfir til aksturs vegna ölvunar.

Í dag hefst átak IOGT á Íslandi gegn ölvunarakstri.  Átakinu er hleypt af stokkunum á veitingastaðnum Players í Kópavogi og er sá staður valinn,  nú í miðri HM í knattspyrnu, til þess að vekja athygli á mikilvægi þess að aka edrú heim eftir góðar stundir yfir knattspyrnuleik þar sem áfengi er jafnframt haft um hönd. IOGT á Íslandi gefur ökumönnum ókeypis gosdrykk á völdum veitingastöðum sem bjóða knattspyrnuáhugamönnum að horfa á HM. Þetta er táknræn aðgerð til þess að vekja athygli á þeirri sjálfsögðu skyldu ökumanna í hópnum að drekka ekki áfengi ef þeir eru á bíl á staðnum.

Birtar verða sjónvarps- og útvarpsauglýsingar þar sem einstaklingar miðla reynslu sinni af ölvunarakstri auk þess minnt verður á afleiðingar ölvunaraksturs í fjölmiðlum. Samkvæmt upplýsingum frá Ríkislögreglustjóra hefur þeim ökumönnum fjölgað til muna sem teknir eru yfir efri mörkum  hvað varðar áfengismagn í blóði. Þá hefur banaslysum og öðrum alvarlegum umferðarslysum, sem rekja má til ölvunar við akstur, fjölgað mikið undanfarin ár. Það helst í hendur við mikla aukningu á áfengisdrykkju á Íslandi undanfarinn ár.

  • Á árunum 2005 – 2009  létust 23 einstaklingar í umferðarslysum sem rekja má til ölvunar við akstur og 352 slösuðust – þar af 62 mjög alvarlega.
  • Á árunum 2005 – 2008 voru 7811 ökumenn kærðir vegna ölvunar við akstur. Þar af voru að meðaltali 31.1% yfir efri mörkum þ.e. óhæfir til að aka bifreið skv. 45. gr. Umferðarlaganna en þar stendur orðrétt: Ef vínandamagn í blóði ökumanns nemur 1,20‰ eða meira eða vínandamagn í lofti, sem hann andar frá sér, nemur 0,60 milligrömmum í lítra lofts eða meira telst hann óhæfur til að stjórna ökutæki.en árið 2008 fjölgaði þessu hlutfalli verulega og var talan þá komin í 40%
  • Árið 1994 drukku Íslendingar 4,6 lítra af hreinum vínanda en árið 2010 er sú tala komin í 7,5 og nálgast  Íslendingar óðfluga Grænlendinga, Dani og Finna sem trjóna á toppnum yfir Norðurlandaþjóðir hvað varðar áfengisneyslu.

Joonas Turtonen, framkvæmdastjóri Hälsa og Trafik í Finnlandi, sem er sérstakur gestur IOGT á Íslandi vegna þessa átaks,  segir að áfengis- og fíkniefnananeysla hafi aukist mikið í Finnlandi í kreppunni þar í landi. Í Finnlandi deyja tæplega 400 manns árlega af völdum umferðarslysa, þar af 90 vegna ölvunaraksturs.

IOGT á Íslandi hvetur almenning til þess að sameinast í baráttunni gegn ölvunarakstri með því að setjast aldrei undir stýri eftir neyslu áfengis eða annarra vímuefna. IOGT hvetur almenning einnig til þess að hafa áhrif á þá sem ætla að aka undir áhrifum og tilkynna til lögreglu öll slík tilfelli.

Allar auglýsingarnar sem sýndar hafa verið á þessum blaðamannafundi  eru vistaðar hjá auglýsingadeildum sjónvarpsstöðva og útvarpsstöðva á rafrænu formi

Meðfylgjandi eru tölur frá Ríkislögreglustóraembættinu um hlutfall mikið ölvaðra í umferðinni og aldursdreifingu þeirra.

Nánari upplýsingar um átakið veita þau Aðalsteinn Gunnarsson, framkvmdastjóri IOGT á Íslandi, sími 895-5030 og 511-1021 og Ragnheiður Davíðsdóttir, verkefnastjóri átaksins sími 660-5222