Barnahreyfing IOGT

Barnakanína012Við erum

 

Barnahreyfing IOGT á Íslandi

Barnahreyfing IOGT á Íslandi eru hluti alþjóðasamtakanna IOGT International. IOGT-I eru sjálfstæð félagasamtök barna 6 ára og eldri, opin öllum án tillits til aldurs, kyns, kynþáttar, þjóðernis, félagslegrar stöðu, trúar eða stjórnmálaskoðana.

Markmið Barnahreyfingar IOGT er að börn og fullorðnir um allan heim njóti frelsis og tilgangsríks lífs. 

 

IOGT-B er frjálst og óháð félag og tengist ekki stjórnmálasamtökum eða trúarhreyfingum

IOGT-B vinnur að jöfnum réttindum allra, óháð kyni, litarhætti og trúar- eða stjórnmálalegum skoðunum

IOGT-B vinnur að því að auka skilning barna og unglinga á kostum heilbrigðra lífshátta án fíkniefna

IOGT-B styður réttláta skiptingu auðlinda heimsins

IOGT-B vill vinna að því að deilur milli fólks séu leystar án þess að vopnum eða ofbeldi sé beitt


IOGT-I eru fjölmennustu félagasamtökin í heiminum sem starfa að áfengis-og vímuefnamálum og hafa að markmiði að efla vímulausan lífsstíl.

 

Barnahreifing IOGT á Íslandi er hluti af ACTIVE evrópusamtökum barna og ungmennahreyfinga innan alþjóðahreyfingar IOGT og heldur evrópumót og sumarleika á hverju sumri víðs vegar í evrópu. 2010 var mót í Fredrikstad í Noregi. 2011 var mót í Lettlandi. 2012 verður mót á Íslandi á Úlfljótsvatni í samvinnu við 0% ungmennahreyfinguna og skátana.