Félög og verkefni

Starfsemi deilda og verkefni þeirra eru í höndum félagsmanna. Þeir eiga frumkvæði að verkefnum og bera ábyrgð á framkvæmd þeirra. Mikið samstarf er á milli deilda og efnt er til ýmissa sameiginlegra verkefna og atburða. Hér á eftir eru gefin nokkur dæmi um verkefni og starfsemi innan IOGT.   

Deildir IOGT, stúkurnar, eru grunneiningar starfsins. Þær starfa einkum yfir vetrarmánuðina. Haldnir eru fundir og skemmtisamkomur af ýmsum toga. Starfandi stúkur nú eru: 

Ísafold  Fjallkonan 
Einingin 
Freyja
 
Framtíðin 
Verðandi 
Frón 

Barnahreyfing IOGT (IOGT-B)
  
er félag barna á Íslandi innan alþjóðasamtaka IOGT. Allir sem orðnir eru 6 ára geta orðið félagar í IOGT-B. 

Ungmennahreyfing IOGT (IOGT-U)
  
er sjálfstæð hreyfing ungs fólks innan IOGT. Unga fólkið vill móta enn betra samfélag með manngildi að grunni og leggja sitt af mörkum við þróun samfélags án vímuefna. 

Núll % hópur ungs fólks  
er sjálfstæð hreyfing ungs fólks innan IOGT. Núll 
% er hópur fyrir fólk á aldrinum 14-30 ára sem vill skemmta sér án vímuefna og áfengis og stuðla að heilbrigðu lífi. Þetta er opinn hópur sem allir getað verið með í, svo lengi sem þeir vilja vera edrú. Unga fólkið vill móta enn betra samfélag með manngildi að grunni og leggja sitt af mörkum við þróun samfélags án vímuefna.

Fjölmiðlanefnd IOGT  
er hópur félaga sem hefur að markmiði að vekja athygli á því sem betur má fara en líka því sem vel er gert í forvarnastarfi. Nefndin gefur reglulega út fréttabréf þar sem sagt er frá félagsstarfinu og forvarnarmálum. 

Bindindisdagur Fjölskyldunnar og Vímuvarnavikan  
eru árleg verkefni í samvinnu við fjölda samtaka til að vekja fólk til umhugsunar um forvarnir. 

Sterkur og viðbúinn   
er verkefni sem foreldrar og unglingar geta notað saman til að seinka byrjunaraldri á áfengisneyslu.

3.október   
3. október er alþjóðadagur templara og verður hátíðardagur þar sem við opnum vetrarstarfið á hverju hausti.  

Fjölskylduklúbbar  
eru starfræktir eftir erlendri fyrirmynd, s.k. Houdolin módeli sem hefur skilað góðum árangri í öðrum löndum í Evrópu. 

Góðtemplarahúsið í Hafnarfirði Gúttó 

er við Suðurgötu 7 í Hafnarfirði og er verið að gera það upp þessa dagana. Húsið er hluti af byggðarsafni Hafnarfjarðar og verður varðveitt sem slíkt.  http://www.hafnarfjordur.is/hafnarfjordur/upload/files/pdf/menning/_byggdasafnid_net_gutto.pdf

Leikminjasafn er einnig í húsinu.  http://www.leikminjasafn.is/leiksaga/lhgtohaf.html,


Friðbjarnarhús  
er minningarsafn Góðtemplarareglunnar í húsi Friðbjarnar Steinssonar bóksala á Akureyri. Húsið sem er friðað, er byggt upp úr 1850. Friðbjörn var einn af frumherjum Góðtemplarareglunnar, sem var stofnuð 
10. janúar 1884 í húsi hans. Húsið er í eigu og vörslu IOGT og þar er sýning um sögu hreyfingarinnar og starfsemi fram til þessa dags. http://www.visitakureyri.is/IS/ahugavert/menning/nr/10818

 

Stúkuhúsið Akranesi
var samkomuhús IOGT á Akranesi en er í dag á safnasvæðinu í umsjá safnsins. 
http://www.museum.is/default.asp?sid_id=21005&tre_rod=001|005|002|005|&tId=1