Jafnrétti kynjanna verði tryggt og staða allra kvenna og stúlkna styrkt

Alþjóðadagur kvenna er í dag. IOGT á Íslandi vill minna á að í Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna höfum við ákveðið að vinna að jafnrétti kynjanna.

Áfengi er stór hindrun í að við náum markmiðum okkar. Hér á eftir upptalningu markmiðanna koma skýringar á hindrunum.

Heimsmarkmiðin:

5.1       Öll mismunun gagnvart konum og stúlkum verði afnumin alls staðar.

5.2       Hvers kyns ofbeldi gagnvart konum og stúlkum á opinberum vettvangi sem og í einkalífi, þ.m.t. mansal, kynferðisleg misneyting og misneyting af öðru tagi, verði ekki liðið og regluverk sem styður við ofbeldi afnumið.

5.3       Allir skaðlegir siðir, eins og barnahjónabönd, snemmbúin og þvinguð hjónabönd og limlesting kynfæra kvenna og stúlkna, verði lagðir niður.

5.4       Ólaunuð umönnunar- og heimilisstörf verði viðurkennd og metin með því að tryggja opinbera félagsþjónustu, innviði og stefnumörkun á sviði félagslegrar verndar og að ýtt verði undir sameiginlega ábyrgð innan fjölskyldunnar, þ.m.t. á heimilinu, eins og við á í hverju landi.

5.5       Tryggð verði virk þátttaka kvenna og jöfn tækifæri þeirra til að vera leiðandi við ákvarðanatöku á öllum sviðum stjórn- og efnahagsmála sem og á opinberum vettvangi.

5.6       Tryggð verði jöfn tækifæri og réttur allra til æxlunarheilbrigðis, eins og samþykkt var með framkvæmdaáætlunum alþjóðaráðstefnunnar um mannfjölda og þróun og kvennaráðstefnunnar í Beijing sem og niðurstöðum skýrslna sem unnar voru í kjölfar ráðstefna þar sem staðan var endurskoðuð.

5.A      Gerðar verði umbætur til að tryggja konum jafnan rétt á sviði efnahagsmála, eignarhalds á og yfirráða yfir landi og öðrum eignum, jafnan rétt á arfi og jafnt aðgengi að fjármálaþjónustu og náttúruauðlindum í samræmi við landslög. 

5.B       Notast verði við tækniaðferðir, einkum upplýsinga- og fjarskiptatækni, í því skyni að styrkja stöðu kvenna.

5.C       Sett verði öflug stefna og raunhæf lög sem stuðla að kynjajafnrétti og styrkja stöðu kvenna og stúlkna á öllum sviðum.

Markaðssetning áfengis viðheldur skaðlegum viðmiðum. 
Áfengisiðnaðurinn hefur safnað saman feikna miklu magni áfengis auglýsinga, auglýsinga og öðru kynningarefni áfengisvörumerkja sem viðhalda hugmyndum og viðhorfum sem mismuna konum og stúlkum og veikja stöðu þeirra innan samfélagsins. Lýsing karla jafnt og kvenna og stúlkna við markaðssetningu áfengis kyndir undir skaðlega karlmennsku39, sem og kynlífsvæðingu og hlutgervingu kvenna og af-manneskjuvæðir þær.40 Þar er mögnuð upp algenga hugmyndin um að karlar séu konum æðri og réttlætt er karlrembu-drottnun yfir hinu kyninu41. Sterkar sannanir eru um tengsl áfengisnotkunar og ofbeldishegðunar þýða að viðtekin hegðun tengd menningu og samfélagi varðandi áfengisnotkun og tilætluð áhrif hennar hvetja einnig til og réttlæta ofbeldi.42 • Áfengistengt ofbeldi er algengara í samfélögum þar sem margir trúa því að áfengi hafi jákvæð áhrif með því að „leyfa“ fólki að stíga út fyrir mörk eðlilegrar félagslegrar hegðunar43 • Umhverfi þar sem áfengis er neytt og þar sem taumleysi og kynathöfnum er hampað gera erfitt um vik að vinna gegn kynferðisbrotum44 • Tilvist kynferðislega  fbeldisfullra auglýsinga inni á vínveitingastöðum grefur umtalsvert undan hvatningunni til að hætta kynbundnu ofbeldi44 Markaðssetning áfengis viðheldur skaðlegum viðmiðum

Áfengi kyndir undir faraldur ofbeldis gegn konum
Það er sterkt samband á milli áfengis og heimilisofbeldis, ofbeldis í nánum samböndum og nauðgunar. Sambandið á milli allra tegunda árásarhneigðar og áfengisnotkunar er ótvírætt1. Alþjóðleg aðgerðaáætlun alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar gegn ofbeldi manna á milli (e. The WHO Global Plan of Action on interpersonal violence) skilgreinir „auðvelt aðgengi að áfengi“ sem áhættuþátt fyrir endurtekið kynbundið ofbeldi, líka gegn börnumn46. Áfengi er sjaldan eina skýringin á að ofbeldi sé beitt, en það er oft sá þáttur sem hrindir því af stað. Áfengisnotkun skapar aðstæður fyrir ofbeldisfulla hegðun. Það er oft notað sem afsökun fyrir annars konar félagslega óásættanlegri hegðan47.

• 65% kvenna sem hafa orðið fyrir ofbeldi af hálfu náins vinar á Indlandi, í Víetnam, Úganda, Simbabve og Suður-Afríku greindu frá því að gerandinn hafði neytt áfengis48 • Það eru sterk tengsl 
milli áfengisnotkunar og kynferðislegrar árásargirni hjá ungum karlmönnum1 • Rannsóknarhópar í dreifbýli í Rúanda leiða í ljós að konur, sem þolendur heimilisofbeldis, telja áfengi vera aðaláhrifaþáttinn49 • Í Argentínu eru 68% af öllum heimilisofbeldismálum tengd áfengi50 • Karlar sem viðurkenna „misnotkun áfengis“ í sex miðlungs- og lágtekjulöndum í Asíu og á Kyrrahafssvæðinu eru með hærri tíðni kynferðisbrota gagnvart maka51

Áfengi stefnir frjósemiheilbrigði og kynréttindum í hættu
Áfengi hefur neikvæð áhrif á heilsufar kvenna og barna. Áfengis neysla eykur líkurnar á óvæntri þungun með því að stuðla að kynlífi án getnaðarvarna52. Áfengisnotkun á meðgöngu er einnig  áhættuþáttur fyrir slæma útkomu meðgöngu. • Andvana fæðing, fósturlát og fæðing fyrir tímann eru fá dæmi um alvarlegar afleiðinga sem notkun áfengis á meðgöngu getur valdið53 • Notkun áfengis á meðgöngu tengist skammtaháðri svörun aukinnar áhættu á fósturláti54 • Gögn frá Gana sýna að sterk tengsl á milli áfengisneyslu og dauðsfalla mæðra af völdum fóstureyðingar. Konur sem höfðu einhvern tímann notað áfengi, þær sem notuðu áfengi oft og jafnvel þeir sem notuðu áfengi af og til voru nærri þrisvar sinnum líklegri til að látast vegna fóstureyðingar en þær sem ekki voru í neyslu. Aldur móður, hjúskapa-staða og menntunarstaða hafa samþætt áhrif á tengslin55

Tilvitnanir er hægt að sjá í bæklingi Movendi sem IOGT á Íslandi hefur þýtt og er á heimasíðunni hér