IOGT á Íslandi
Umsögn um Áform um frumvarp til laga um breytingu á lögum um ávana- og fíkniefni nr.
65/1974 (afglæpavæðing neysluskammta) Mál nr. 15/2021
Það vantar heildarstefnu í forvörnum. Á síðasta ári rann út heildarstefnan sem var í gildi.
IOGT á Íslandi hefur kallað eftir að ný heildarstefna verði mótuð þar sem allir þættir eru
metnir. Að reyna að keyra í gegn lögleiðingu neysluskammta áður en heildarstefnan er sett er
mjög einkennilegt. Minnir á bútasaum þar sem klippt eru göt í forvarnarvarnarteppið. Líkist
því sem þau sem vilja „frelsa“ áfengi eru gera núna. Þau gáfust upp á að koma frumvarpi með
mörgum breytingum í gegnum þingið og reyna núna að koma einni breytingu í gegn í einu.
Hugtakið „afglæpavæðing“ (decriminalisation) þýðir í raun refsingalækkun á afbroti sem
getur þýtt allt frá minni/öðruvísi refsing niður í enga refsingu. Hugtakið þýðir ekki eingöngu
að gera glæp refsilausan eða löglegan.
Áformin sem eru reifuð er lögleiðing – leyfilegt að vera með ákveðið magn af fíkniefnum og
engin viðurlög. Lögreglan má ekki gera efnin upptæk. Að kalla þetta afglæpavæðingu er
tæknilega rétt en rétta orðið er lögleiðing neysluskammta.
Það er risastökk milli þess að minnka refsingar fyrir neysluskammt og að lögleiða þá.
Alþingi samþykkti nýlega bann við kvikasilfri, t.d. í hitamælum, og sendi þannig skýr
skilaboð um að kvikasilfur er enn þá hættulegra en við héldum. Ef Alþingi afturkallaði nú
bannið þá sendir það skilaboð um að kvikasilfur sé minna hættulegt en við héldum.
Þannig að þeir sem vilja lögleiða þessi vímuefni hljóta að telja þau minna hættuleg en talið
hefur verið. En samt er eitt af rökum þeirra að það verði að lögleiða af því sum þessarra
vímuefna valdi dauðsföllum vegna of stórra skammta og að þeim muni fækka ef efnin verði
lögleg. Mjög er beinblínt á dauðsföll vegna of stórra skammta en önnur dauðsföll tengd
efnunum og annars skaði virðist skipta litlu máli.
Staðreyndin er sú að löglegu vímuefnin valda flestum dauðsföllum. Árlega deyja um 55
milljón manns, þar af 8 milljónir tengdum tóbaki og um 3 millónir tengt áfengi. Í heild er
skaðinn af áfengi mun hærri en af tóbaki. Síðan koma lögleg verkjalyf eins og fentanyl og
oxykódon, sem eru lögleg en misnotuð. Þessi mikli skaði af tóbaki, áfengis og verkjalyfja er
vegna fjöldans sem notar efnin. Um 1980 reyktu um 50% fullorðinna á Íslandi tóbak en í dag
7,6 %. Rétt 40 % fullorðinna í heiminum neyta áfengis. Um 270 milljónir fullorðinna (15-64
ára) eða 5,5 % höfðu neytt annarra fíkniefna árið 2016. Af þeim voru 35 milljónir með
vímuefnaröskun, eða 0,7 %.
Er besta leiðin til að hjálpa þessum 35 milljónum að gefa fíkniefnaiðnaðinum opið skotleyfi
á 8 milljarða?
Þegar við finnum skaðleg eiturefni í umhverfinum þá reynum við fjarlægjum þau úr
umhverfinu, takmarka aðgang og notkun. Bann við notkun þeirra auðveldar öllum
ákvarðanatöku. Líka foreldrum og unglingum.
Lögleiðing normaliserar og veitir ákveðið samþykki fyrir notkun. Í ríkjum í USA sem leyft
hafa kannabis í lækningaskyni, t.d. fyrir ömmu á líknarbeðinu, þá hefur neysla unglinga
aukist. Og líka hefur hún aukist þar sem neysla kannabis hefur verið leyfð.
Ekki má gleyma að fyrir suma er lögleiðing vörslu neyðsluskammta aðeins byrjunin. Þau
vilja ekki aðeins leyfa vörslu, heldur líka kaup og sölu og framleiðslu. Þeir sem vilja ganga
lengst vilja gefa fíkniefnaneytendum sem nota mikið, lyfaseðla fyrir efnunum þar til
neytandinn ákveður sjálfur að reyna að hætta. Spurning: Mundi lyfseðlar líka vera gefnir fyrir
tóbak og áfengi til að mismuna ekki neytendum?
Verður farið alla leið þangað á endanum? Hvar verður stoppað?
Hverjir græða mest á að lögleiða neysluskammta? Ekki fólkið með alvarlega
vímuefnaröskun. Ekki þeir sem ætla sér að neyta í tómstundum sínum og eiga í hættu að þróa
með sér röskun. Nei, þeir sem græða mest er fíkniefnaiðnaðurinn. Einu skrefi nær að leyfa
kaup og sölu, S-sem væri draumastaða fyrir fíkniefnaiðnaðinn. T.d., tóbaksiðnaðurinn er
búinn að vinna að því að lögleiða kannabis frá 1970.
Í lögum er listi (alþjóðlegur) yfir þau vímuefni sem eru ólögleg. Er verið að leyfa öll efnin á
listanum? Af hverju þarf að leyfa t.d. carfentanyl, GHB? Á að leyfa öll lyfseðilskyld lyf? Nú
eru einnig fjöldamörg lyf sem er aðeins leyfilegt að nota inn á sjúkrahúsum til svæfingar og
deyfingar og gefin sjúklingum af heilbrigðsstarfsfólki. Á að leyfa þau almenningi?
Fíkniefnaiðnaðurinn er stöðugt að þróa ný vímuefni, mörg þeirra mun hættulegri en þau fyrri.
Verða þau sjálfkrafa leyfð?
Af hverju leyfa neyslu 18 ára? Hvað með að rannsóknir sýna að það að fresta neyslu á
fíkniefnum fram yfir tvítugt minnkar líkurnar á fíkniröskun? Þýðir þetta að áfengiskaupaaldur
verði lækkaður niður í 18 ára og þannig skaðinn af áfengi aukinn?
„hugmyndafræði skaðaminnkunar en hugmyndafræðin vísar til stefna, verkefna og verklags
sem miðar fyrst og fremst að því að draga úr heilsufarslegum, félagslegum og efnahagslegum
afleiðingu, notkunar löglegra og ólöglegra vímuefna, án þess að meginmarkmiðið sé að draga
úr vímuefnanotkun.“
Án þess að meginmarkmiðið sé að draga úr vímuefnanotkun. Því fleiri sem neyta vímuefna
því meiri skaði.
Það að leyfa neyslurými fyrir ákveðin fíkniefni í æð þýðir ekki að það þurfa lögleiða
neysluskammta fíkniefna alls staðar. Talandi um fíkn þá eru sumir haldnir ákafri bíla- og
hraðafíkn og var opnuð tvenn neyslurými handa þeim, kvartmílubrautin og rallíakstur. En það
þurfti ekki að afnema hámarkshraða á vegum til að þetta fólk með hraðaröskun gæti stundað
skammlaust hraðakstur.
Bjórinn var leyfður með lögum árið 1989, ári eftir að Alþjóðakrabbmeinsstofnunin hafði lýst
því að áfengi væri „fyrsta flokks“ krabbameinsvaldur. Vissulega hefur breyst hvernig áfengis
er neytt. Menn sitja nú meira að sumbli, sitja lengur og oftar og fleiri. Áfengisneysla hefur
næstum því tvöfaldast. Skorpulifur sem varla sást verður sífellt algengari. Vogur og önnur
meðferðarúrræði eru yfirfull og langir biðlistar. Áfengi veldur ekki bara áfengisröskun heldur
líka yfir 200 sjúkdóma- og slysaflokkum. Hvað með annann skaða sem þessi fíknefni sem á
að lögleiða valda? Skoðum þá lista. T.d. mikil kannabisneysla, – geðrof, varanleg lækkun á
greindarvísitölu, skemmdir á DNA. Við vitum að áfengisneysla getur valdið fósturskaða.
Hvað með neyslu kannabis á meðgöngu?
Í dag er viðvarandi skortur á meðferð og úrræðum og stjórnvöld láta forvarnir sitja á
hakanum. Sérstaklega þær forvarnir sem hvetja fólk til að sleppa alveg fíkniefnum. Falleg
loforð gefin en lítið staðið við þau. Frekar skorið niður en hitt. Það vantar heildarstefnu til
lengri tíma með miklu meira fjármagni.
Þau sem aðhyllast skaðaminnkun talað mikið um um afglæpavæðingu í Portúgal árið 2001 og
vísað til þess að allt gangi vel þar og tala um Portúgölsku leiðina. Í skjalinu Áform um
lagasetningu – afglæpavæðing neysluskammta stendur „í þeim breytingum sem urðu í
Portúgal árið 2001 en það ár tóku gildi lagabreytingar þar í landi sem aflögðu refsingar
vegna vörslu neysluskammta ólöglegra vímuefna.“ Hér stendur skýrt sem aflögðu refsingar.
Þetta er einfaldlega rangt!
Skaðminnkunarfylgjendur virðast ávallt tala um Portúgal eins og þar hafi verið lögleiddir
neysluskammtar. Annað hvort hafa þeim verið sagt þetta og trúað þessu og aldrei tékkað
hvort að þetta væri rétt eða þeir kjósa að halla réttu máli. Ef þeir vita ekki hið rétta skýrir það
af hverju þeir hrósa Portúgal í hástert en vilja ekki gera eins og þar heldur ganga miklu
lengra.
Hið rétta er að í Portúgal er neysla og varsla fíkniefni bönnuð en þeir sem eru teknir með
10 daga skammt eða minni fá væga meðferð – lögreglan tekur efnin af þeim og sendir
neytandann fyrir nefnd sem á að hjálpa neytandanum við ákveða að fara í meðferð og getur
nefndin beitt hann ýmsum viðurlögum (vægum refsingum).
Verra er að þessi fullyrðing um aflagðar refsingar í Portúgal er sett fram í minnisblaði
Heilbrigðisráðuneytisins til undirbúnings lagafrumvarpi. Lélegur undirbúningur, sérstaklega í
ljósi þess að nákvæm lýsing á lögunum er í Umsögn IOGT á Íslandi um „Frumvarp til laga
um breytingu á lögum um ávana- og fíkniefni, nr. 65/1974 (varsla).150. löggjafarþing 2019-
- Þingskjal 23 — 23. Mál. Lagt fram 7. Nóvember 2019 eða rétt rúmu ári síðan og
liggur fyrir inn á vef Alþingis. Sjá https://www.althingi.is/altext/erindi/150/150-417.pdf
Við bendum vinsamlegast á lesa umsögnina.
Forvarnir byggjast á þrem meginstoðum. Að minnka eftirspurnina, að minnka framboðið, og
að lágmarka skaðann. Ekki minnka skaðann heldur að lágmarka skaðann bæði fyrir
neytandann og þjóðfélagið. Mikilvægast er að minnka eftirspurnina því auðveldar allt hitt og
lágmarkar skaðann. Því færri sem byrja því færri fara illa út úr neyslu.
IOGT á Íslandi lýsir sig fúst til samstarfs við heilbrigðisráðuneytið varðandi mótun
heildarstefnu forvarna. Við erum tilbúin að hitta starfsfólk ráðuneytis eða ráðherra til frekari
viðræðna um forvarnir og jafnframt aðstoða við gagnaupplýsingar.
Skjótasta og skilvirkasta leiðin til að bæta heiminn er að lifa vímuefnalausum lífsstíl.
Með vinsemd og virðingu, fyrir hönd IOGT á Íslandi
Björn Sævar Einarsson, Formaður IOGT á Íslandi