IOGT á Íslandi þakkar öllum fyrir samstarfið á árinu með von um velgengi og farsæld á nýju ári.

Bindindissamtökin IOGT á Íslandi, Æskan Barnahreyfingin og Núll Prósent ungmennahreyfingin hafa staðið að fjölda verkefna undanfarið ár.
Samvinna við fjölda einstaklinga, fyrirtækja, stofnana og félagasamtaka, stendur uppúr og varð til þess að auka velgengi og áhrifamátt.
Það er von okkar að í framtíðinni komi fleiri til liðs við okkur sem betri höfum málstaðinn.
Þessi áramót leggjum við af stað í ný verkefni þar sem við köllum til sem flesta í samvinnu.
Við erum nýjungagjörn og vitum að neyslu áfengis og annara vímuefna fylgir stöðnun.
Við skorum á hólm þau höft og þær flækjur sem slík neysla veldur.
Saman getum við lyft grettistaki við að koma á nýrri menningu
sem hefur jákvæð áhrif á einstaklinga og samfélagið

Bindindissamtökin IOGT á Íslandi, Æskan Barnahreyfingin og Núll Prósent hreyfingin
Víkurhvarfi 1, þriðja hæð, 203 Kópavogi, 511 1021, iogt@iogt.is , www.iogt.is