Hvít Jól átakið verður áberandi hjá IOGT í desember. Átakið gengur út á að fá fleiri fullorðna til að draga úr neyslu áfengis á hátíðardögunum.

Við förum út á stræti og torg með undirskriftarkynningum, piparkökum, jólakúlum, auglýsingum, umtali, barmmerkjum og jólauppákomum fyrir börn, unglinga og fjölskyldur.

Jafnvel í gegnum fréttatilkynningar, bréfum til ritstjóra, greinaskrifa og innlegg í aðra miðla.  Átakið er frá 1. des 2020 til 6. janúar 2021. Við hvetjum þá sem vilja vera með og leggja okkur lið að hafa samband.

Þriðjudaginn 15. desember kl 16:30 er börnum boðið að koma og skreyta piparkökur í félagsheimili IOGT Víkurhvarfi 1 á þriðju hæð með tilliti til sóttvarnaregla.

Öllum deildum og klúbbum IOGT, Núll prósent, Æskunni barnahreyfingu IOGT og áhugasömum er boðið að taka þátt í viðburðum sem ætlaðir eru bæði félögum, fyrirtækjum og almenningi.

Markmið hvít jól 2020 er að varpa ljósi á þarfir barna í samhengi við áfengisneyslu fullorðinna á jólunum. Að fá fleiri fullorðna til að forðast neyslu áfengis yfir Jólalhátíðina.  Það finnast margar leiðir, en markmiðið er það sama. Að upplýsa almenning, stjórnendur og fjölmiðla um aðstæður barna og unglinga og þeirra þarfir í tengslum við áfengisneyslu fullorðinna á jólahátíðinni. Að skipuleggja Vímulaust umhverfi fyrir börn, unglinga og fjölskyldur.

Upplýsingar um átakið er að finna á vefnum www.hvitjol.is og https://www.facebook.com/hvitjol/