Fréttatilkynning: Alþjóðlegi áfengislausi dagurinn (World Alcohol-Free Day) 2020

Kópavogur 3. október 2020 – Við þurfum meiri viðleitni á landsvísu til að vernda rétt fólks til að lifa vímuefnalausum lífsstíl án áfengis, efla lýðheilsu og þróun með áfengisforvörnum. Á alþjóðlegum áfengislausum degi munu sveitarfélög á Íslandi og um allan heim sameinast um að fagna ávinningi áfengislausra lífshátta og hvetja ákvörðunartaka til að gera meira til að vernda og efla mannréttindi til heilsu og þróun með áfengisstefnulausnum.

Árið 2020 leggjum við áherslu á ávinninginn af því að taka áfengislausar ákvarðanir, styrkja fólk til að lifa heilbrigðu lífi og byggja upp sjálfbær samfélög. Meira en 3 milljarðar manna eða 57% af fullorðnum íbúum á heimsvísu nota ekki áfengi skv. Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni1 – (WHO). Margir þeirra búa í lág- og meðaltekjulöndum. Áfengisiðnaðurinn leggur hart að sér til að breyta börnum, ungmennum og fullorðnum í áfengisneytendur og með því ógna heilsu, vellíðan og félags-efnahagslegri þróun landa eins og Íslands.

Alþjóðleg áfengisstefna WHO leiðbeiniir stefnumótendur á Íslandi með því að hvetja til að styðja börn, ungmenni og fullorðna til að lifa áfengislausu lífi og vernda þau gegn gríðarlegum þrýstingi áfengisiðnaðarins um að hefja neyslu áfengis2.

Meirihluti fullorðinna íbúa á heimsvísu lifir án áfengis og jafnvel í hátekjulöndum þar sem fleiri neyta áfengis er nú kynslóð ungs fólks að vaxa úr grasi sem kýs að vera áfengislaus lengur og velur sér heilbrigðari, sjálfbærari lífsstíl3.

Á alþjóðlegum áfengislausum degi 2020, þar sem við fögnum öllum ávinningnum af því að lifa áfengislaus, hvetjum við stjórnmálaleiðtoga okkar til að stíga fram og grípa til afgerandi aðgerða til að vernda og styðja alla sem vilja taka heilbrigðar ákvarðanir fyrir sjálfa sig, fjölskyldur sínar, samfélög og þjóð.

Áfengi er meiriháttar hindrun fyrir sjálfbæra þróun fyrir einstaklinga, sveitarfélög og heilu samfélögin, þar sem það hefur neikvæð áhrif á 14 af 17 markmiðum4 um sjálfbæra þróun. Ljóst er að líf án áfengis og velja áfengislaust stuðlar að samfélagsþróun, efnahagslegri velmegun og blómlegum samfélögum.

Við hvetjum stjórnvöld okkar til að setja á oddinn vísindalega sannaðar, mjög árangursríkar áfengisstefnulausnir sem WHO5 mælir með, sérstaklega hækkun áfengisgjalda, bann við áfengisauglýsingum og draga úr framboði áfengis í okkar samfélagi. Þessar lausnir hjálpa til við að draga úr byrði vegna áfengisneyslu á Íslandi, stuðla að vellíðan og hamingju með því að vernda og styðja þá sem velja vímulaust.

[1] WHO Global Alcohol Status Report, 2018, Page xiii: https://movendi.ngo/wp-content/uploads/2019/11/9789241565639-eng.pdf

2 WHO Global Alcohol Strategy, 2010, Guiding Principle G, Page 9: https://movendi.ngo/wp-content/uploads/2019/11/9789241599931_eng.pdf

3 Trend: Millennials are going alcohol, Movendi International, 2019: https://movendi.ngo/news/2019/04/03/trend-millennials-are-going-alcohol-free/

4 Alcohol obstacle to development, Movendi International, 2019, https://movendi.ngo/wp-content/uploads/2020/02/Alcohol-and-SDGs-Movendi.pdf  og á Íslensku http://iogt.is/wp-content/uploads/2020/08/Alcohol-and-SDGs-Movendi-2.0-ISL-2-29-06-2020-Endanleg-AG.pdf

5 WHO Alcohol Policy blue print, SAFER, 2018: https://www.who.int/substance_abuse/safer/en/