Steinþór Guðbjarts­son tók stutt viðtal við Aðalstein Gunnarsson framkvæmdastjóra IOGT á Íslandi sem birtist í Morgunblaðinu laugardaginn 21. mars sl. sem má nálgast hér.

„Við stönd­um mjög vel og erum í há­marki ham­ingj­unn­ar í augna­blik­inu,“ seg­ir Aðal­steinn Gunn­ars­son, fram­kvæmda­stjóri Bind­ind­is­sam­tak­anna IOGT á Íslandi. „Við erum á góðum stað í góðu húsi í hæstu hæðum á Vatns­enda­hæðinni, byggj­um á traust­um grunni, erum mjög framar­lega í for­varn­ar­mál­um og í sí­felldri end­ur­nýj­un.“

Starf­sem­in er í raun tvíþætt. Ann­ars veg­ar er fé­lags­starfið, þar sem boðið er upp á dag­skrá í hverri viku, og síðan for­varn­ar­starfið á op­in­ber­um vett­vangi, sem er í hönd­um fram­kvæmda­stjórn­ar og felst meðal ann­ars í því að senda inn um­sagn­ir vegna til dæm­is frum­varpa um breyt­ing­ar á áfengislöggjöfinni……