Frumvarp um breytingar á áfengislögum er til umræðu á Alþingi. Af því tilefni minnum við á skýrslu sem kom út nýlega sem sýnir hve mikið neikvæðum áhrifum áfengisneyslu myndi aukast.
Þann 27. september kom Tim Stockwell einn af höfundum skýrslunnar til Íslands til að kynna niðurstöðurnar. Af því tilefni var skýrslan þýdd og má nálgast íslenska útgáfu hér.
Í desember 2018 birtist greinin í  BMC Public Health sem er eitt vitrasta vísindatímarit á sviði lýðheilsu.
 
Rannsókn var gerð á því hvaða áhrif það hefði á heilsu, sjúkdóma, dauðsföll og glæpi, ef afnám einkaleyfis Systembolaget yrði að veruleika, en skoðaðar voru tvær útfærslur:
 
1. Ef leyfðar væru eingöngu einkareknar sérverslanir með áfengi.
2. Ef leyft yrði að selja áfengi í matvöruverslunum.
Tvennskonar aðferðafræði var notuð til að reikna út afleiðingar afnáms. Annars vegar „International Model of Alcohol Harms and Policies“ (InterMAHP) til að skoða sjúkdóma og dauðsföll og hins vegar ARIMA aðferðarfræði til að skoða tengingu á milli áfengisneyslu pr. íbúa og dauðsfalla og glæpa sem rekja mætti til áfengisneyslu. Hægt er að lesa nánar um aðferðafræðina í skýrslunni sjálfri.
 
Niðurstöðurnar eru afgerandi og sýna eftirtaldar breytingar á ári:
 
A) Ef eingöngu leyfðar einkareknar sérverslanir með áfengi:
 
1. Neysla áfengis pr. íbúa eykst um 20%
 
2.Dauðsföllum tengdum áfengisneyslu fjölgar um 763 eða 47% skv. InterMAHP
 
3.Dauðsföllum tengdum áfengisneyslu fjölgar um 850 skv. ARIMA þar af sjálfsmorðum um 291
 
4. Sjúkrahúslegum tengdum áfengisneyslu fjölgar um 10.859 eða 29%
 
5. Líkamsárásir af völdum áfengisneyslu aukast um 20,9 %
 
6.Akstur undir áhrifum áfengis eykst um 33,9 %
 
 
B) Ef leyft að selja áfengi í matvöruverslunum
 
1. Neysla áfengis pr. íbúa eykst um 31,2%
 
2. Dauðsföllum tengdum áfengisneyslu fjölgar um 1.234 eða 76% skv. InterMAHP
 
3. Dauðsföllum tengdum áfengisneyslu fjölgar um 1.418 skv. ARIMA þar af sjálfsmorðum um 485
 
4. Sjúkrahúslegum tengdum áfengisneyslu fjölgar um 16.118 eða 42%
 
5. Líkamsárásir af völdum áfengisneyslu aukast um 34,4%
Akstur undir áhrifum áfengis eykst um 57,7%
 
Niðurstöður sýna verulega alvarlegar afleiðingar gagnvart heilsu og öryggi fólks ef afnám einkaleyfis yrði að veruleika, hvort sem litið er til sjálfsmorða, sjúkdóma, slysa eða ofbeldis.
 
Sjá nánar hér: