Forvarnastarfi IOGT fer vel af stað í ársbyrjun 2019. Við erum með mörg járn í eldinum enda er það meining okkar að það þurfi að nálgast forvarnir með ólíkum hætti. Félagsstarfið verður í Víkurhvarfi 1 á þriðju hæðinni í hverri viku á þriðjudegi ásamt Gömludansakvöldum í Danshöllinni, Kaffimorgnum í Vinabæ, Náum Áttum morgunverðarfundum á Grand hótel Reykjaví, Allsgáð Æska málþing í Gerðubergi, Hjólasöfnun Barnaheilla ofl. sem verður á dagskránni. Það er von okkar að dagskráin sé heillandi og að allir finni eitthvað við sitt hæfi.