ALLRAHEILL undirskriftarsöfnun hefst í dag
Fréttatilkynning
23. apríl 2018
Undirskriftasöfnun er hafin á vefnum www.allraheill.is gegn frumvarpi um breytingar á áfengislögum. Breytingarnar fela í sér að aukið aðgengi að áfengi og að leyfðar verði áfengisauglýsingar. Átakinu okkar er ætlað að vernda hag barna, ungmenna og samfélagsins í heild gegn ágangi áfengisiðnaðarins. Yfirskriftin er Allraheill. Hugsum um heill okkar allra. Undirskriftaátakið er á vegum IOGT á Íslandi, Æskunnar barnahreyfingar IOGT og Núll Prósent ungmennahreyfingar IOGT þar sem fjöldi félaga taka þátt og styðja.
Rannsóknir sýna að aukið aðgengi að áfengi stuðlar að aukinni neyslu sem bitnar mest á börnum og unglingum.
Samkvæmt 3. gr. barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna ber okkur að setja hagsmuni barna í forgang þegar taka þarf ákvörðun sem hefur áhrif á börn með einum eða öðrum hætti. Hagsmunir barna af því að njóta verndar gegn skaðlegum áhrifum áfengis eiga því að vega þyngra en hugsanlegir hagsmunir fullorðinna af því að geta keypt áfengi í matvöruverslunum.
Við hvetjum til undirritunar á vefnum www.allraheill.is