DANSMENNING IOGT

Dansnámskeið IOGT var í félagsheimili IOGT Víkurhvarfi 1, dagana 31. október til 4. nóvember. Okkur tókst vel að fá fólk til að læra með okkur eins og í fyrra og voru um 60 manns sem komu á námskeiðin. Kenndir voru Rússneskir samkvæmisdansar og Evrópskir hirðdansar. Rússneska menningarmiðstöðin var í samstarfi við IOGT á Íslandi og fögnum við því. Þetta er annað árið í röð sem við höldum úti þessu námskeiði og þakkaði Vjacheslav Mihaylovich danskennari sérstaklega fyrir sig með veglegri gjöf. Það er von okkar að hægt verði að halda slíkt námskeið á næsta ári.

Næsta danskvöld hjá okkur er Gömludansakvöld IOGT í Danshöllinni Drafnarfelli 2, föstudagskvöldið 24.nóvember klukkan 20:00. Gömludansakvöld IOGT eru margrómuð og hafa verið vel sótt undanfarna vetur þar sem að stemningin er skemmtileg. Þeir sem hafa áhuga eru hvattir til að mæta með góða skapið og gesti og dansa í vímulausu umhverfi við lifandi tónlist. Við höfum tryggt okkur Pál Sigurðsson sem spilar undir skemmtilega lifandi og vel valda tónlist.

IOGT á Íslandi hefur haldið dansmenningunni hátt á lofti frá stofnum 1884. Vel þekkt eru gömludansaböllin í Gúttó í gamla daga og félagsvist og dans í Templarahöllinni. Markmið IOGT er og hefur alltaf verið að skapa aðstæður fyrir fólk að hittast í vímulausu umhverfi og gera sér glaðan dag.