HEIMA ALEIN

Krakkarnir í eldri hópnum héldu stuttan ríkisstjórnarfund þar sem sett voru ný lög og reglur í starfinu í vetur. Krakkarnir tóku virkan þátt í umræðum og höfðu sterkar skoðanir og markmið. Hér má sjá niðurstöður fundarins: Ríkisstjórnarfundur Æskunnar 10 október ákvað reglur sem gilda í vetur 2107 

Hlýða foreldrum og kennurum(14)                          Ekki meiða (13)

Ekki stríða (12)                                                             Ekki skemma (12)

Ekki stela (11)                                                                Vera kurteis (10)

Hlusta (4)                                                                      Ekki grípa frammí (3)

Treysta (3)                                                                     Tala saman

Markmið sem við viljum sjá nást í framtíðinni

Jafnt nám fyrir alla án tillits til fjárhags og þjóðfélagsstöðu

Útlæg vímuefni og þrýsting til neyslu áfengis eða annara vímuefna

Styttri  vinnudag svo fjölskyldur geti verið meira saman

Gott fólk sem hugsar hvert um annað

Betri fjárhag fyrir alla svo enginn upplifi fátækt

Góð heimili það sem hlúð er að öryggi allra

Betri skóla fyrir nemendur svo þeir vilji læra

Betri heilsuþjónustu fyrir alla

Betri mötuneyti svo allir vilji borða hollari mat

 

Heima Alein barnastarf Æskunnar barnahreyfingar IOGT er hafið. Starfið fer fram í félagsmiðstöð IOGT Víkurhvarfi 1 á Vatnsendahæðinni í Kópavogi.

Heima Alein er sjálfstyrkjandi námskeið þar sem krakkarnir læra að treysta eigin færni til að standa á eigin fótum.

Heima Alein námskeiðin eru aldursskipt í tvo hópa. Yngri hópurinn er á mánudögum 17:00 – 18:00 og eldri hópurinn er á þriðjudögum 17:00 – 18:00

Námið fer fram í gegnum leik og er ansi mikið fjör á milli alvörumálanna.