HAUSTDAGSKRÁ IOGT

Félagslíf IOGT

Vetrarstarf IOGT hefst með Framtíðarfundi í Víkurhvarfinu þann  16.september n.k. Vetrardagskrá IOGT liggur fyrir og verður boðið upp á veglegt félagsstarf þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Alþjóðlegur dagur IOGT er 3. október í minningu John B. Finch og verður hann haldinn hátíðlegur á kaffimorgni í Vinabæ.

Dagskrá vetrarins er komin á heimasíðu okkar www.iogt.is viðburðardagatal

Allraheill átak IOGT verður lifandi í vetur þar sem við ætlum öll að vera virkir þátttakendur í að koma okkar skilaboðum á framfæri og fá til liðs við okkur alla sem eru í okkar nærumhverfi. Síðastliðið vor gekk okkur vel með að kynna átakið og þau gildi sem IOGT stendur fyrir. Viðurkenningar og þakklæti fengum við úr mörgum áttum í vor fyrir að standa vörð um almannaheill. Slagorð sem hefur verið stungið uppá að nota eru; IOGT stendur vörð um að ekki verði aukið aðgengi að áfengi. Bindindissamtökin IOGT á Íslandi blása til samstöðu gegn ágangi áfengisfyrirtækja. Það er markmið IOGT að standa vörð um lýðheilsu og almannaheill. Verndum börn og ungmenni fyrir ágangi áfengisframleiðenda! IOGT óskar eftir samstöðu um góð gildi. IOGT er vakandi og virkt afl í forvörnum.

Æskan Barnahreyfing IOGT verður með opið félagsstarf í vetur þar sem krakkar koma til að kynnast nýjum leiðum til að læra að styrkjast sem einstaklingar og félagsverur í góðum hópi barna og leiðbeinenda. Heima Alein er nafnið á starfinu í vetur og heppnaðist það vel í vor.

Hvít Jól átakið fer af stað í desember. Hvít Jól miða að því að fá þá sem nota áfengi til að gera það ekki yfir jólahátíðarnar. Átakinu hefur verið afskaplega vel tekið og er gott tækifæri fyrir okkar félaga og samstarfsaðila til að fara út á torg og hitta fólk á förnum vegi.

Núll Prósent er hópur ungs fólks sem hittist í viku hverri og aðstoðar við barnastarfið. Hópurinn fer ört stækkandi. Margt er gert til skemmtunar en markmið félagsstarfsins er að skapa aðstæður fyrir unglinga til að hittast í vímulausu umhverfi. Unnið er að útbreiðslu Núll prósent á landsvísu og er búið að stofna deildir í Keflavík og á Selfossi.

Félagafjölgun IOGT og styrking félagsstarfsins haldast í hendur og er það hlutur félaga IOGT að fá með sér nýja félaga til að kynna sér hvað IOGT stendur fyrir.

Vímuvarnarvikan verður í viku 43. Vika 43 er vettvangur félagasamtaka sem vilja leggja forvörnum lið og eða hafa forvarnir að markmiði starfs síns, til þess að vekja athylgi á forvarnastarfi og áfengis- og vímuefnamálum.

Vímulausi dagurinn verður 21. nóvember þar sem við minnum á mikilvægi þess að auka sýnileika bindindis og vímulauss lífstíls. Félagar þurfa að bretta upp ermarnar og láta til sín taka til að vekja athygli á deginum og líklegt er að boðið verði upp á óáfengt.

Félagsheimili IOGT er í Víkurhvarfi 1 í Kópavogi  og er framkvæmdastjóri þar alla jafnan á dagvinnutíma. Sími: 511 1021 netfang: iogt@iogt.is vefur: www.iogt.is

Þú skiptir máli. Verum virkir þátttakendur sem félagar IOGT, verum áberandi, tökum með okkur gesti til að efla starfið og gera það líflegra. Sjáumst hress.

ÞÚ SKIPTIR MÁLI, SAMAN NÁUM VIÐ ÁRANGRI

Félagafjölgun IOGT og styrking félagsstarfsins haldast í hendur og er það hlutur félaga IOGT að fá með sér nýja félaga til að kynna sér hvað IOGT stendur fyrir.

Félagsheimili IOGT er í Víkurhvarfi 1 í Kópavogi  og er framkvæmdastjóri þar alla jafnan á dagvinnutíma. Sími: 511 1021 netfang: iogt@iogt.is vefur: www.iogt.is

Þú skiptir máli. Verum virkir þátttakendur sem félagar IOGT, verum áberandi, tökum með okkur gesti til að efla starfið og gera það líflegra. Sjáumst hress.

Share This Post

CHANGE A LIFE TODAY

Á meðan fátækt, óréttlæti og ójafnræði finnst í heiminum unum við okkur ekki hvíldar. Það þarf ekki mikið til að gera gæfumun, hafið samband og hefjið breytingar.

As long as poverty, injustice & inequality persist, none of us can truly rest. It doesn’t take much to change a life, Get in touch today and start making the difference.

VOLUNTEER
DONATE NOW